Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 25
Borgþór Magnússon (f. 1952) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1976, MS-prófi í vistfræði við Aberdeen-háskóla 1979 og doktorsprófi í plöntu- vistfræði (Ph.D.) við grasafræðideild Manitoba-háskóla 1986. Hann starfaði á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins 1986–2001 en eftir það við Náttúrufræðistofnun Ís- lands til ársins 2022 þegar hann fór á eftirlaun. Borgþór hefur m.a. stundað rannsóknir á áhrifum búfjárbeitar á gróður, vistfræði alaskalúpínu, endurheimt votlendis, lýsingu og kortlagningu vistgerða og umhverfisáhrif- um miðlunarlóna. Hann hefur komið að rannsóknum í Surtsey frá árinu 1975. Bjarni Diðrik Sigurðsson (f. 1966) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1993 og doktorsprófi (Ph.D.) í skógvistfræði/vistkerfisfræði við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum árið 2001. Bjarni starfaði við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1993–1997 og síðar sem sérfræðingur við Rannsóknastöð skógræktar á Mó- gilsá 2001–2005. Frá árinu 2005 hefur Bjarni gegnt stöðu prófessors í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir í Surtsey frá árinu 2006. Sigurður H. Magnússon (f. 1945) lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1975 og Ph.D.-prófi í plöntuvistfræði við Háskólann í Lundi árið 1994. Á árunum 1987–1997 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands frá 1997 til 2017 þegar hann fór á eftirlaun. Viðfangsefni hans hafa verið margvísleg en tengjast mörg landnámi plantna og framvindu gróðurs. Viðamesta ver- kefnið sem Sigurður hefur unnið að á síðustu árum er hins vegar flokkun og kortlagning lands í vistgerðir. Hann hefur unnið að rannsóknum í Surtsey frá árinu 1988. Pawel Wasowicz (f. 1981) lauk doktorsprófi í grasafræði árið 2010 við Slesíuháskólann í Katowice í Póllandi og starfaði eftir það við Varsjárháskóla. Hann hóf störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands árið 2012 og vinnur að rannsóknum í grasafræði. Pawel hefur stundað rann- sóknir í Surtsey frá árinu 2014. Olga Kolbrún Vilmundardóttir (f. 1981) lauk BS-prófi í landfræði árið 2004 við Háskóla Íslands og doktorsprófi í landfræði árið 2015 við sama skóla. Á árunum 2005 til 2010 starfaði hún hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, síð- an við Háskóla Íslands frá 2015 til ársins 2018 en hóf þá aftur störf á Náttúrufræðistofnun. Helstu rannsóknar- efni hennar hafa varðað gróðurframvindu og jarðvegs- myndun á ungu landi, gróður á jarðhitasvæðum og um- hverfisbreytingar við miðlunarlón. Olga Kolbrún hefur unnið að í rannsóknum í Surtsey frá árinu 2020. Járngerður Grétarsdóttir (f. 1967) lauk BS-prófi í líf- fræði við Háskóla Íslands 1992 og cand. scient.-prófi í grasafræði við Björgvinjarháskóla árið 2002. Hún starf- aði við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins 1992–1997, við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 2003–2005 og var lektor í plöntuvistfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands 2005−2018. Frá 2018 hefur hún starfað við gróð- urrannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Helstu rannsóknarefni hafa verið framvinda gróðurs og endur- heimt og á síðustu árum kortlagning vistgerða og mæl- ingar á þungmálum í mosum. Járngerður hefur unnið að rannsóknum í Surtsey frá árinu 2020. UM HÖFUNDA Borgþór Magnússon | Þingási 31, 110 Reykjavík borgthor.magnusson@gmail.com Sigurður H. Magnússon | Högnastöðum 1, 845 Flúðum | sigurdurh@vortex.is Pawel Wasowicz | Náttúrufræðistofnun Íslands Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri pawel.wasowicz@ni.is Járngerður Grétarsdóttir Náttúrufræðistofnun Íslands | Urriðaholtsstræti 6–8, 210 Garðabæ | jarngerdur@ni.is Olga Kolbrún Vilmundardóttir Náttúrufræðistofnun Íslands | Urriðaholtsstræti 6–8, 210 Garðabæ | olgakolbrun@ni.is Bjarni Diðrik Sigurðsson | Landbúnaðarháskóla Íslands | Keldnaholti, 112 Reykjavík | bjarni@lbhi.is 25 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.