Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 30
6. mynd. Hola 4 árið 2002 til vinstri og árið 2022 til hægri. Nokkur munur er á upplausn myndanna en ljóst virðist að efni úr hrygg í suðurjaðri stóru holunnar hefur flætt til norðurs inn í holuna og skilið eft- ir sig nokkurn veginn hringlaga brotsár. – Hole 4 in 2002 (left) and 2022 (right). Evidently, the southern rim of the large hole has collapsed and flowed into the hole, leaving a subcircular scar. 7. mynd. Lega endurvarpssniða, sem sýnd eru á næstu myndum. − The position of the profiles of Figs. 8 to 11. af hafsbotni og lögum undir botni. Lá- réttar rauðgular línur eru dýptarkvarði (í millisekúndum endurvarpstíma) og eru dregnar með 10 mS bili (10 milli- sekúndur endurvarpstíma jafngilda nálægt 7,5 metrum). Lóðréttar línur eru dregnar með mínútu bili. Sniðin hafa verið klippt til og á myndunum er sýndur um 60 metra hár hluti þeirra (80 mS). Snið a er um 530 metra langt. Yfir- hækkun sniðanna er um það bil þreföld. Þrjár myndanir eru mest áberandi í sniðunum. Yngsta myndunin verður hér kölluð nútímaset. Neðri mörk þess eru dregin á sniðin með fjólublárri línu. Þetta eru setlög sem einkum hafa myndast við upphleðslu fínkornaðs framburðar frá landi eftir ísöld. Setið hefur sléttað það landslag sem fyrir var, og myndað flatan og tiltölulega sléttan botn í dýpri hluta fjarðarins. Holurnar sem hér er fjallað um hafa síðan mynd- ast í þessari sléttu. Mjög ofarlega í nútímasetinu er lag sem hefur þá náttúru að hleypa hljóð- merki illa eða ekki í gegnum sig. Yfir- borð þessa lags er merkt með brúnum lit á sniðunum. Ógegnsæi eða lítið gegnsæi í seti stafar venjulega af grófleika eða af gasi í setinu. Líklegasta skýringin á þessu lagi í Geirþjófsfirði er að það sé í raun yfirborð gass í setinu. Áberandi er að lagið hverfur í nágrenni holnanna. Undir nútímasetinu eru eldri lög sem mynduðu botninn við upphaf Nútíma. Fjörðurinn var þá umtalsvert dýpri en nú. Mælingarnar sýna lagskiptingu í þessum eldri lögum (merkt með bláum lit) og því má ætla að þarna sé um að ræða setlög frá ísaldarlokum. Hvergi á svæðinu sést í ótvíræða storkubergsklöpp. Dýpi á undirlag nútímasets Þar sem greina má undirlag nútíma- setsins í sniðunum virðist það mynda lægð eftir miðju fjarðarins (12. mynd). Á mælingasvæðinu sést að yfirborð þess hallast frá landi sunnan fjarðar niður á 125 metra dýpi. Vestast á svæðinu (undir holu 3) má rekja það niður á 120 metra dýpi, en síðan finnst það á 110 metra dýpi undir holu 2, sem bendir til að lægðin liggi á milli þessara tveggja holna. Útbreiðsla ógegnsæja lagsins Eins og að framan greinir er botnset á mælingasvæðinu allajafna ógegn- sætt fyrir hljóðmerki. Svo er þó ekki í kringum holurnar. Þetta kemur glögg- lega fram á 13. mynd. Skýringin á þessari útbreiðslu lagsins tengist væntanlega uppruna holnanna, þ.e. uppstreymi og flutningi setsins úr holunum. Yfirborð Náttúrufræðingurinn 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.