Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 34
Yfirlitsgrein: Saga veggjalúsarinnar á Íslandi Karl Skírnisson VEGGJALÚS, Cimex lectularius, er blóðsjúgandi skordýr sem nærist á blóði úr fólki og leggst auk þess á blóðheit heimilisdýr, svo sem hunda, ketti, nagdýr og hænsni. Norskir hvalfangarar sem reistu hús á Framnesi við Dýra- fjörð 1893 fluttu með sér veggjalús. Engar heimildir hafa fundist um tilvist veggjalúsar hér á landi fyrir þann tíma. Fimm árum síðar (1898) var veggjalús komin á næsta bæ, Næfranes. Næstu ár og áratugi barst veggjalúsin síðan jafnt og þétt inn á heimili í nágrenninu, einnig til höfuðborgarsvæðisins og víða um land. Á fjórða áratug 20. aldar hafði veggjalúsar orðið vart í öllum landshlutum. Algengast var að veggjalús bærist milli staða með far- angri eða búslóð, stundum barst hún beint frá útlöndum með farangri skipverja. Veggjalús varð víðast algeng í híbýlum og mönnum jafnan til mikils meins. Baráttan gegn henni fór ekki að skila varanlegum árangri fyrr en rétt fyrir miðbik aldarinnar, þegar farið var að nota hið öfluga skordýraeitur DDT. Áður hafði ýmsum aðferðum verið beitt með misjöfnum árangri. Síðast var vitað um veggjalýs af „gamla stofninum“ á hænsnabúi í Kópavogi á öndverðum áttunda áratugnum en síðan virðist hún hverfa af landinu. Á níunda áratugnum fór veggjalúsar aftur að verða vart. Barst hún einkum með farangri inn- lendra og erlendra ferðalanga sem gist höfðu í nábýli við veggjalýs erlendis. Árið 2004 er talið að vart hafi orðið við tíu veggjalúsartilvik í Reykjavík. Tveimur áratugum síðar (2023) hafði þessum tilvikum fjölgað verulega og eru nú talin skipta hundruðum árlega. Flestra tilfellanna verður vart á hótelum, gistiheimilum, útleiguhúsnæði af Airbnb- tagi, heimahúsum og húsnæði þar sem innflytjendur eða farandverkafólk safnast saman. Í innskotsgreinum er fjallað um efni og aðgerðir til út- rýmingar, annars vegar fyrir tíma DDT-eitursins (grein A) og hins vegar eftir að DDT barst til landsins (grein B), og sögð samtímasaga um erfiða baráttu við veggjalýs á heimili í Kópavogi (grein C). Þá er til gagns og gamans fjallað um „forsögu“ veggjalúsarinnar á Íslandi, þ.e. um heiti dýrsins og spurnir sem menn höfðu af veggjalús fyrir hingaðkomu hennar í lok 19. aldar (grein D). Þennan fróðleik tók saman Mörður Árnason, málfræðingur og yfirlesari Náttúrufræðingsins, og kann höfundur honum bestu þakkir fyrir Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 34–46, 2023 Náttúrufræðingurinn 34 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.