Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 36
(Ixodes urea) en er áttfætla (Acarina) en ekki skordýr. Bjarni E. Guðleifsson dýrafræðingur (1942−2019) var frum- kvöðull við að kalla áttfætlur mítla og hætta alfarið að tengja áttfætlur við maursnafnið. Maurshugtakið ætti ein- göngu við um félagsskordýr, svo sem húsamaurinn (Hypoponera punctatis- sima). Í framhaldi af tillögum Bjarna hættu menn fljótlega að tala um manna- kláðamaur (Sarcoptes scabiei var. hom- inis) en nefna hann í staðinn manna- kláðamítil. Á sama hátt tölum við nú um lundamítil og ekki lundalús, rétt eins og heitið skógarmítill (Ixodes ricinus) hefur öðlast tryggan sess í málinu. Sá berst iðulega hingað til lands á vorin með farfuglum en virðist ekki ná að ljúka lífsferlinum hérlendis, væntanlega vegna fáskrúðugrar nagdýrafánu sem lirfum skógarmítilsins er nauðsynleg til að þroskast eðlilega. LIFNAÐARHÆTTIR OG SKAÐSEMI Útlit Fullorðnar veggjalýs verða 5−6 mm langar og sjást því vel með berum augum. Þær eru rauðgular á litinn með flatan og breiðan en þunnvax- inn afturbol og eru kvendýrin heldur breiðvaxnari en karldýrin (1. mynd). Veggjalýs geta ekki flogið en leifar af skjaldvængjum (fremra vængjaparinu sem þekur flugvængi skordýra) sjást aft- ast á frambol. Lífsferillinn Hvert kvendýr verpir nokkur hundruð eggjum um ævina, oft 5−10 eggjum á dag, svo fremi hitastig umhverfisins sé yfir 10°C. Sé kaldara hætta veggjalýs að verpa en þola allt niður í 7°C. Ævilengdin fer eftir hitastiginu þar sem haldið er til, við hagstæðustu skilyrði getur veggja- lús lifað í allt að 18 mánuði.1-3 Eggin eru límd við undirlagið og klekjast á um það bil tíu dögum þar sem hiti er nægur. Ungviðið sem skríður úr eggi kallast gyðla. Í útliti líkjast gyðlurnar foreldrunum og eru í raun smækkuð mynd þeirra. Gyðlurnar skipta fimm sinnum um ham áður en þær ná full- orðinsstigi og verða kynþroska, og eru kvendýrin heldur stærri en karldýrin. Eftir hver hamskipti þarf ungviðið að næra sig á blóði. Þess á milli er skriðið í felur og legið á meltunni í glufum, undir listum eða dýnum í námunda við þann sem blóð er sogið úr. Við bestu aðstæður, þar sem umhverfishiti er um 28°C, tekur þroskaferillinn 4–5 vikur. Við kulda- þolsmörkin getur þroskaferillinn hins vegar tekið heilt ár. Kjörhitastig veggja- lúsarinnar er við 28−32°C en hún drepst fari hitinn yfir 45°C.1−3 Fæðuöflun Veggjalúsin hefur oddhvassan sograna sem stungið er í gegnum húð fórnar- lambanna til að sjúga úr þeim blóð. Munnvatni er spýtt í sárið til að koma í veg fyrir að blóðið storkni. Veggja- lýsnar eru fljótar að fylla sig af blóði. Við það þenst afturbolurinn út og fái þær að sjúga óáreittar margfalda þær þyngd sína á nokkrum mínútum. Veggjalýs leggja oftast til atlögu að nóttu til. Þá er fylgsnið yfirgefið, klifrað upp á rúmið og hlaupið í átt að upp- sprettu fæðunnar, manninum sem þar liggur sofandi í myrkrinu. Veggjalýsnar ráðast oft til atlögu á hendur eða fætur sem skaga út undan sænginni, því að meiri hætta er á að kremjast eða verða fyrir skakkaföllum uppi við líkamann. Eftir að hafa fyllt sig er hlaupið til baka á felustaðinn og lagst á meltuna. Tíma- mælingar hafa sýnt að gyðlur geta fyllt sig af blóði á um 9 mínútum en full- orðnu dýrin eru heldur lengur að fylla sig, enda stærri.1−3 Hýsilviðbrögð Þeir sem bitnir eru verða sjaldnast varir við stungurnar meðan verið er að sjúga úr þeim blóð því deyfiefni er í munnvatninu sem spýtt er í sárið. Fljót- lega verða þó flestir varir við kláða á stungustaðnum, en sumir sýna lítil sem engin viðbrögð. Ónæmiskerfi manna ræður miklu um hvaða viðbragða verður vart og hversu lengi einkennin vara. Reyni menn að stilla kláða með því að klóra sér bólgnar stungusvæðið enn meira upp. Við hverja stungu getur myndast vessafyllt blaðra, þina. Springi þær er hætta á ígerð. Sumir fá astma-ein- kenni eftir stungu. Kláði og útbrot gera oftast vart við sig að morgni. Fyrst eftir að dýrið er að ná sér á strik í rúmi hins stungna eru einkennin allajafna væg og hverfa jafnvel þegar líður á daginn. Með tímanum verða einkennin oftast svæsnari. Á því stigi kemur fólk oftast auga á sökudólginn, stundum þegar kveikt er ljós á nóttunni og veggjalýsnar hlaupa í skjól, eða þá að blóðdropar fara að sjást á ljósum sængurfötum.1−3 Þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur ekki verið sýnt fram á að veggjalýs beri með sér bakteríu- eða veirusjúkdóma sem valda sjúkdómum í fólki.3 SAGA VEGGJALÚSARINNAR Á ÍSLANDI Staðan fram til loka 19. aldar Gamlar heimildir um óværu á Ís- lendingum benda til þess að veggjalús hafi ekki náð fótfestu hér á landi fyrr en seint á 19. öld. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson urðu ekki varir við veggjalús á ferðalögum sínum á Íslandi á árunum 1752−1757.6 Hvorki Nicolai Mohr, sem tók saman fróðleik um mannasníkju- dýr á síðari hluta 18. aldar,7 né Jón Pétursson, sem árið 1834 skrifaði sérs- taka lækningabók handa alþýðu,8 nefna veggjalúsina á nafn. Á hinn bóginn fjalla Náttúrufræðingurinn 36 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.