Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 37
A ug lý si ng ar u m e fn i s em v in na á tt u á ve gg ja lú s. Ú r t ím ar iti nu F ál ka nu m 1 93 2. Fyrst eftir að veggjalús barst á heimili við norðanverðan Dýrafjörð undir lok 19. aldar réð- ust menn til atlögu við hana með því að bera kreólín- eða lýsólblöndu á veggi og dæla þessum efnum í rifur og holur þar sem veggjalýs leituðu skjóls. Upp úr 1930 var farið að nota formalín- gufu. Í Mýrahreppi voru til dæmis keyptir forma- línlampar sem nægja áttu fyrir öll smituð heimili í Mýrahreppi. Tilraun var gerð á þremur bæjum en sú tilraun bar engan árangur. Að vísu virtist veggjalús hverfa með öllu um hríð en ekki leið á löngu áður en hennar varð aftur vart.10 Tvö efni voru auglýst í tímaritinu Fálkanum árið 1932 til að vinna á veggja- lús. Annað var svo- nefndur Flit-vökvi og átti að sprauta honum í rifur og glufur. Bar efnið við- líka árangur og form- alíngufan. Hægt var að halda veggjalús í skefjum væri efnið reglulega notað. Hitt efnið var skordýra- duftið Knock-out. Reyndist það betur enda handhægt að nota það hvað eftir annað þar sem duftið drap veggja- lýsnar sem það náði til. Þó var ekki um fulla útrýmingu að ræða. Veggjalúsin virtist gráðug í skordýraduftið. Gerðu menn það til reynslu að strá því á blett á gólfi að kvöldi og lá þá jafnan flekkur af dauðum dýrum á blettinum að morgni.10,11 Ekki er ljóst hvert virka efnið var í þessu eitri en líklegt er að það hafi verið nikótín eða pýretrín sem iðulega voru notuð sem mítla- og skordýrabanar á þessum árum (Magnús Jóhannsson, munnl. uppl.). MARGT REYNT, MEÐAL ANNARS BRENNISTEINSSVÆLA Margt annað var reynt, einkum fyrst eftir að veggja- lúsin barst inn á heimili. Menn stökktu sjóðandi vatni í rifur, máluðu, sprautuðu sterku sápuvatni, steinolíu eða lýsólblöndu á felustaði veggjalúsanna. Sumir bik- uðu jafnvel heimilin að innan. Í Arnarfirði töldu menn sig hafa náð að útrýma veggjalús í tveimur húsum með brennisteinssvælu.10 Sumir hreinlega rifu gömul hús þar sem veggjalýs höfðu hreiðrað um sig og byggðu ný. BLÁSÝRUGAS, -GUFA, -BRÆLA Fyrsti skordýrafræðingur Íslands, Geir Gígja, ritaði bókarkafla um veggjalúsina árið 194413 og segir þar að veggjalúsin sé eitt versta meindýrið í híbýlum hér á landi og að erfitt sé að útrýma henni. Nefnir hann síðan helstu efnin sem talin eru upp hér að ofan. Strax á fjórða áratug aldarinnar varð ljóst að bestan árangur gaf það þegar Trausti Ólafsson, efnafræðingur við At- vinnudeild Háskólans, var sendur á vettvang, klæddur gasgrímu, til að sprauta blásýrugasi innanhúss. Trausti hóf þessar aðgerðir fyrst árið 1930. Fjórum árum síðar hafði hann hreinsað níu hús með góðum árangri.10,20 Aðferðin er hættuleg og ekki nema fyrir kunnáttu- menn að beita henni.13 Í heilbrigðisskýrslunum frá árinu 1945 kemur fram að á Ísafirði séu nokkur hús samt svo gisin að eitrun með blásýru komi þar ekki að fullum notum. Eitrið nái að smjúga út áður en veggja- lýsnar drepast.10 Brátt reyndi svo ekki meira á notkun ofangreindra efna því nýtt eitur, undraefnið DDT, var komið á markað.11,17 —Innskotsgrein A— EFNI OG ÚTRÝMINGARAÐGERÐIR FRAM TIL 1944 37 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.