Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 38
þeir um annars konar óværu sem á þeim tíma hrjáði Íslendinga, einkum mannafló (Pulex irritans), mannakláðamítilinn (S. scabiei var. hominis), höfuðlús og búklús (P. humanus capitis og P. h. humanus).6 Í Landfræðissögu Þorvalds Thoroddsens9 er tekinn saman fróðleikur frá fjöl- mörgum erlendum ferðalöngum um að- stæður á Íslandi en þar er veggjalúsar- innar hvergi getið. Kuldi innandyra á vísast þátt í því að þessi hitakæru skor- dýr náðu hér ekki fótfestu. Veggjalúsin fór þó hvergi dult eftir að hennar tók að verða vart.10−12. Það er augljóst af vitnisburði Geirs Gígju, fyrsta menntaða skordýrafræðings landsins, árið 1944 þegar hann segir að veggjalúsin sé eitt versta meindýrið sem tekið hefur sér bólfestu í híbýlum hér á landi.13 Samtímaheimildir í heilbrigðisskýrslum Árið 1881 tók nýstofnað Landlæknis- embætti til við að safna skipulega upp- lýsingum um heilbrigði og sjúkdóma þjóðarinnar með því að fá héraðslækna landsins til að semja árlegar skýrslur um sjúkdóma og heilbrigðismál.10 Þar á meðal eru ýtarlegar upplýsingar um landnámssögu veggjalúsarinnar. Fullyrt er að veggjalúsin hafi borist til Vestfjarða undir lok 19. aldar með norskum hval- föngurum, sem hingað fluttust og byggðu upp aðstöðu til hvalskurðar á Framnesi eða Höfðaodda við norðan- verðan Dýrafjörð.14−15 Útbreiðslan 1934 Vilmundur Jónsson (1889−1972) land- læknir hafði forgöngu um að safna skipulega upplýsingum um landnáms- sögu og útbreiðslu veggjalúsarinnar á Íslandi. Fljótlega eftir að hann hóf störf ritaði hann öllum starfandi héraðs- læknum landsins bréf og bað þá um að afla upplýsinga um það hvort veggjalús væri að finna í umdæmum þeirra, og þá á hvaða heimilum. Fór hann þess á leit að héraðslæknar létu greinargerð þar að lútandi fylgja heilbrigðisskýrslu héraðsins fyrir starfsárið 1934. Greinar- gerðir bárust úr 31 héraði en 18 héraðs- læknar létu bréfi hans ósvarað.10 2. mynd. Útbrot eftir veggjalús. – Bite marks of bed bugs. Ljósm./Photo: B. Gregory Náttúrufræðingurinn 38 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.