Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 39
Auglýsing í Morgunblaðinu 19. júní 1946, bls. 7. DDT (dichloro-diphenyl-trichloroetan) þótti sérlega öflugt og meðfærilegt skordýralyf sem farið var að nota erlendis um 1940. Ekki liðu nema nokkur ár þar til eitrið var auglýst til sölu hér á landi (1944) og bent á það að lyfið væri hentugt til að útrýma veggjalús. Fyrst er talað um DDT í heilbrigðisskýrslum 1945.10 Varð notkun þess strax almenn og algeng. Árangurinn lét ekki á sér standa því strax um miðbik aldarinnar var veggjalúsin á hröðu undanhaldi í híbýlum og hvarf svo að mestu á næstu árum. En böggull fylgdi skammrifi. DDT var þrávirkt. Efnið safnaðist upp í lífkeðjunni og truflaði meðal annars tímgun ránfugla og rándýra. Í Evrópu var DDT fyrst bannað í Ungverjalandi árið 1968. Svíar og Norðmenn fylgdu í kjölfarið og bönnuðu efnið 1970, og í Bandaríkjunum var það bannað árið 1972.23 Á Íslandi var notkun DDT í garðrækt bönnuð á öndverðum áttunda áratugnum. Efnið var samt áfram til sölu í nokkur ár, en einungis í litlum skömmtum og þá til að eyða óværu.21 Sala og notkun DDT var alfarið bönnuð hérlendis árið 1996.22 Mest var notað af DDT um miðbik aldarinnar en síðar dróst notkunin saman. Heildarnotkun af hreinu DDT sjöunda áratug aldar- innar er áætluð 1.645 kíló.22 —Innskotsgrein B— EFNI OG ÚTRÝMINGARAÐGERÐIR 1945–1996 Upphafið í Mýrahreppi Í greinargerð héraðslæknisins í Þing- eyrarlæknishéraði, Óskars Einarssonar (1893−1967), kemur í ljós að í engu sveitarfélagi var veggjalús algengari en í Mýrahreppi vestra árið 1934, sem náði yfir norðanverðan Dýrafjörð og Ingjaldssand. Til að safna sem ná- kvæmustum upplýsingum um út- breiðsluna bað Óskar alla húsráðendur í hreppnum um skriflega umsögn. Bárust svör frá ellefu bændum. Sjálfur bætti læknirinn við upplýsingum sem hann bjó yfir um fjögur heimili í hreppnum. Í greinargerðinni til landlæknis kom svo fram að veggjalúsar hafi fyrst orðið vart í gömlum torfbæ á Næfranesi árið 1898, bæ sem liggur um þrjá kílómetra innan við hvalveiðistöðina á Framnesi þar sem Norðmenn reistu sér hús fimm árum áður og báru með sér veggjalús.10 Landnámssaga veggjalúsarinnar á Ís- landi er því talin hefjast í Dýrafirði, væntanlega strax árið 1893. Eftir það berst veggjalús smám saman bæ af bæ í Mýrahreppi. Til dæmis varð veggjalúsar fyrst vart í Hjarðardal árið 1916 og árið 1923 fannst hún á öðru býli á Næfranesi. Að sögn ábúanda mátti heita óbúandi þar á bæ vegna veggjalúsar allt fram til ársins 1931. Þá var fyrst gripið þar til eitrunaraðgerða. Þær fólust í því að sprautað var innanhúss svonefndu knock-out-dufti (sjá Innskotskafla A). Að mati héraðslæknisins var útbreiðslan þó furðu hæg innan hreppsins. Um 1914 var honum kunnugt um veggjalús á þremur heimilum í Mýrahreppi; 20 árum síðar var hún komin á flest heimili hreppsins.10 Nærliggjandi sveitir Veggjalús dreifðist frá Mýrahreppi í nálægar sveitir. Árið 1934 var vitað um veggjalús á einum bæ við sunnanverðan Dýrafjörð. Bærinn var Hvammur. Þangað barst óværan með bóndanum sem stundað hafði vinnu á Framnesi áður en stöðin þar var rifin niður og flutt austur á Mjóafjörð árið 1903. Athygli vekur að veggjalúsin náði ekki að dreifast frá Hvammi um nágrennið sunnan Dýrafjarðar. Árið 1934 var veggjalús einnig komin í þrjú hús á Suðureyri og hafði þá einnig í mörg ár verið í húsi á Ísafirði.10 39 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.