Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 41
Egg, gyðlur og fullorðnar veggjalýs í rúmi. − Eggs, nymphs and adult bed bugs in a bed. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. Veggjalús barst inn á heimili höfundar árið 2007. Með hjálp meindýraeyðis tókst að útrýma óværunni en út- rýmingaraðgerðir stóðu yfir í heilt ár og þurfti að eitra fimm sinnum. Tildrögin voru þau að sonur höfundar fór í júní 2007 með Skólahljómsveit Kópavogs í 13 daga tón- leikaferð um Ítalíu, Króatíu og Austurríki. Gist var á farfuglaheimilum og gistihúsum í ódýrari kantinum. Einhvers staðar á leiðinni náðu veggjalýs að koma sér fyrir í farangrinum og þegar heim var komið leituðu dýrin upp í rúmið í herberginu. Svo háttaði þar til að þétt upp við höfðalagið var ofn á vegg og þaðan lagði yl að rúminu. Síðar kom í ljós að á þessum stað voru mestu ummerki um dýrið, allt var þar krímugt af blóð- skít, hömum, eggjum og veggjalús á öllum aldri. Um það bil tveimur mánuðum eftir heimkomuna, í ágúst-september, nefndi sonurinn að hann hefði fengið útbrot á handlegg, en þau hjöðnuðu þegar leið á daginn. Engan grunaði að veggjalýs væru á ferð. En næstu vikur bárust endurtekin útbrot nokkrum sinnum aftur í tal. Sonurinn tók reglulega ofnæmislyf á þessum tíma, sem trúlega minnkuðu ofnæmissvarið. Um miðjan október, fjórum mánuðum eftir heimkomuna, sá sonurinn brúna pöddu í rúminu þegar ljós var kveikt að næturlagi og í byrjun nóvember sá hann aftur skordýr í rúminu um miðja nótt. Í þetta skiptið vakti hann föður sinn, höf- und, og lýsti því hvers hann hafði orðið áskynja. Eft- irgrennslan næsta morgun leiddi í ljós að allmargar veggjalýs lúrðu undir þverfjölunum sem héldu dýnunni uppi. Tóku þær til fótanna strax og farið var að hreyfa við fjölunum. Þegar hér var komið sögu voru tæpir fimm mánuðir liðnir frá heimkomu sonarins. Sé miðað við um sex vikna langan þroskaferil2,3 höfðu tvær til þrjár kynslóðir þegar komist á legg í rúminu. Haft var samband við Guðmund Óla Scheving mein- dýraeyði, sem mætti samdægurs á staðinn með úðakút sem í var efnið cimetrol frá fyrirtækinu PelGar í Bret- landi. Efnið inniheldur annars vegar skordýraeitrið cypermethrín (það hindrar eðlileg taugaboð hjá skor- dýrum) og hinsvegar pýriproxýfen (efni sem kemur í veg fyrir hamskipti gyðlanna). Föt og allt lauslegt var fjarlægt úr herberginu, og sett í ruslapoka sem lokað var tryggi- lega. Pokarnir voru síðar settir í vikutíma í -18°C frost. Dýnunni var hent. Hliðar rúmsins voru skrúfaðar frá göflum, allt timburverk lagt á mitt gólf og úðað báðum megin frá með eitrinu. Gólflistar voru losaðir frá veggjum og eitri úðað bak við þá og herberginu lokað. Við skoðun nokkrum dögum síðar sáust dauðar veggjalýs í námunda við rúmið en ungviði, lirfur og tugir gyðlna á ýmsum stigum fundust ennþá lifandi bak við festi- skrúfur sem ekki hafði verið losað um þegar rúmið var tekið í sundur. Einnig meðfram pílárum, sem og í þröngum rifum í höfðagaflinum þar sem eitrið hafði ekki náð að leika um lirfur og yngstu gyðlurnar sem héldu sig í smæstu rifunum. Þegar þetta var ljóst var rúminu hent. Fjögur svefnherbergi eru á efri hæð hússins og varð veggjalúsa vart í tveimur þeirra. Skömmu áður en eitrað var í fyrsta sinn varð annar sonur höfundar einnig var við útbrot eftir veggjalýs og var þá líka eitrað í rúmi hans og herbergi. Eitrað var í báðum svefnherbergjunum sem óværan hafði fundist í annað sinn um miðjan desember. Aftur var eitrað um miðjan febrúar og nú var dýnum lyft í öllum svefnherbergjunum fjórum og úðað þar í rúm- botna og meðfram gólflistum. Nokkrum vikum síðar fundust tvær dauðar veggjalýs undir rúmi í herberginu þar sem óværan hafði búið um sig sumarið áður. Talið var líklegast að þær hafi lifað inni í rafmagnsdós bak við rúmið en þar hafði aldrei verið eitrað. Þegar eitrað var í fjórða sinn í byrjun apríl var rafmagn tekið af hæð- inni, lok skrúfuð af rafmagnsdósum og eitri úðað inn í dósirnar. Enn og aftur var skipulega úðað í rúmbotna og undir dýnur. En lengi er von á einum því að í byrjun maí fékk sonurinn í hinu herberginu níu dæmigerð veggjalúsarbit á öxl og háls. Í framhaldinu var rúminu hent og eitrað í svefnherbergjunum í fimmta sinn. Næstu mánuði og raunar misseri varð smám saman ljóst að tekist hafði að útrýma veggjalús á heimilinu. —Innskotsgrein C— ÚTRÝMINGARSAGA ÚR KÓPAVOGI 41 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.