Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 48
INNGANGUR Vistkerfi norðurslóða einkennast af árs- tíðabundnum sveiflum í hitastigi, birtu og frumframleiðni, sem nær hámarki yfir sumartímann. Þessar sveiflur hafa áhrif á farhegðun dýra, aðallega fugla, sem halda sig á hlýrri og bjartari svæðum að vetrum en fljúga norður á bóginn til varpsvæða sinna á vorin. Staðbundin rándýr sem veiða þessa fugla sér til matar búa því við árstíðabundnar sveiflur í fæðufram- boði. Læmingjar og stúfmýs (Lemmus, Mycrotus og Myodes-tegundir) eru út- breidd nagdýr um norður heimskautið og tímgast allt árið um kring, jafnvel yfir háveturinn. Stofnar þessara nagdýra sveiflast því ekki árstíðabundið heldur ná þeir hámarki á nokkurra ára fresti en eru mjög litlir þess á milli. Getur munur- inn verið meira en hundraðfaldur.1,2 Lífs- hættir rándýra norðurslóða, þar á meðal tófunnar (Vulpes lagopus), eru aðlöguð þessum sveiflum, sem hér eftir verður vísað til sem „læmingjasveiflna“. Dýrin bregðast einkum við með tvennum hætti, annars vegar með atferlissvörun (e. functional response) og hins vegar stofnsvörun (e. numerical response).2 Munurinn felst í því hvort rándýrið er sérhæft eða tækifærissinnað í fæðuvali. Dæmi um atferlissvörun má sjá hjá tæki- færissinnuðum rándýrum þegar læm- ingjasveiflur eru í hámarki. Þá verða þessi litlu nagdýr aðalfæða flestra rándýra á svæðinu. Þegar læmingjar eru í lágmarki eru sérhæfð staðbundin rándýr treg að snúa sér að annarri bráð.2 Stofnsvörun kemur aðallega fram hjá sérhæfðum af- ræningjum. Tímgunarárangur refa og hreysikatta (Mustela erminea) fer þannig eftir því hvort stofnar bráðarinnar eru í hámarki eða lágmarki.2 Áhrifin koma einkum fram í breytilegri frjósemi. Til dæmis komast stór og mörg got á legg hjá refum á læmingjasvæðum þegar stofnar læmingja eru í hámarki en fáir yrðlingar komast hins vegar á legg þegar stofnar læmingja eru í lægð. Slíkt samband fæðu og tímgunar er vel þekkt hjá rándýrum norðurslóða og sýnt hefur verið fram á slíkar sveiflur í stofnum heimskautar- efa í Skandinavíu, í Alaska, á Grænlandi og á freðmýrum Kanada.3,4,2,5 Á þessum svæðum getur frjósemi refalæðna verið afar mikil, allt upp í 18−20 yrðlingar í goti. Þegar lítið er af nagdýrum ná hins vegar fá eða engin refapör að tímgast og afkoma yrðlinga verður léleg.1,4,6 Áhrif fæðuframboðs á stofnbreytingar refa virðast því fyrst og fremst koma fram í líkamsástandi læðna á meðgöngu og getu þeirra til að næra yrðlinga fyrstu vikur ævinnar. Á Íslandi eru engir læm- ingjar og eina tegundin sem sveiflast með reglubundnum hætti er rjúpan (Lagopus mutus). Hún er staðbundinn fugl og nær stofn hennar hámarki á 12 ára fresti að jafnaði. Rjúpan er kjör- fæða fálka (Falco rusticus) og sýnir hann stofnsvörun við sveiflum rjúpunnar, sem lýsir sér í lífslíkum og varpárangri.7 Þar sem íslenski refastofninn hefur bæði risið og hnigið undanfarin rúm 60 ár8,9 er áhugavert að skoða hvort stofn íslenska melrakkans takmarkast eða stýrist af sambærilegum þáttum og læmingjatófur í öðrum löndum eða fálkinn á Íslandi. Í þessari grein verður fjallað um rann- sóknir á fæðuvali íslenskra refa, mun á fæðugerðum eftir landsvæðum og sam- band breytinga á fæðuvali við fjölgun og fækkun í refastofninum. Þar sem stofn- breytingar refa á öðrum svæðum virð- ast að miklu leyti stýrast af breytileika í frjósemi verður fjallað sérstaklega um þátt frjósemi í viðkomu íslenskra refa og athugað hvort þar liggi skýringar á því hvaða þættir það eru sem helst geta haft áhrif á þær stofnbreytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum. Mórauðir yrðlingar við greni. – Arctic fox cubs of the blue morph at a den. Ljósmynd / Photo: Terry Wittaker. Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 47–58, 2023 Náttúrufræðingurinn 48 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.