Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 52
Sýnt hefur verið fram á með til- raunum að með fóðrun að vetrarlagi aukast bæði lífslíkur og frjósemi refa- læðna.28 Er þetta gert með góðum ár- angri til að stuðla að viðgangi melrakka í Noregi og Svíþjóð þar sem tegundin er í útrýmingarhættu.29 Þrátt fyrir stöð- ugt framboð og ótakmarkaðan aðgang að fæðu hafa tófustofnar Skandin- avíu haldið áfram að sveiflast í takt við sveiflur nagdýrastofna. Fjölgun í skandinavíska stofninum virðist alltaf tengd aukinni frjósemi, svo sterk er arf- geng aðlögun tegundarinnar að sveiflu- kenndu fæðuframboði.30 Á Bylot-eyju á heimskautasvæðum Kanada hefur verið fylgst með lífríkinu um áratuga skeið. Þar er gríðarstórt varpsvæði snjógæsa (Anser caerulescens) en einnig verpur þar talsvert af vaðfugli, til dæmis heið- lóa (Pluvialis apricaria). Á svæðinu eru einnig læmingjar og eru þeir helsta fæða heimskautarefsins sem þar býr. Þrátt fyrir nægt framboð eggja og unga gæsa og mófugla yfir varptímann ráða sveiflur í læmingjastofninum því hvort tímgun heppnast hjá refunum á Bylot- -eyju. Þegar læmingjar eru í lágmarki tímgast mun færri refir, gotin eru smá og fæstir yrðlinganna komast á legg.5,31 Fuglarnir stunda reglubundið far og eru ekki til staðar sem möguleg fæða yfir vetrartímann, né duga þeir til að tryggja viðkomu yrðlinga yfir sumarið. Ofangreind dæmi af læmingjasvæðum sýna hvernig hið lífeðlisfræðilega svig- rúm refalæðna við frjósemi gerir þeim kleift að hámarka tímgunargetu sína og bregðast við sveiflum í fæðuframboði. Eru þessi dæmi um stofnsvörun einkar hentug aðlögun að því að læmingjar tímgast allan ársins hring og sveiflast ekki eftir árstíðum heldur ná hámarki á nokkurra ára fresti, úr takti við lífeðlis- fræðilegar árstíðasveiflur í kynvef refa. FRJÓSEMI ÍSLENSKRA REFALÆÐNA Í fyrsta hluta þessa greinaflokks (sbr. 6. mynd) var greint frá því að íslenski refastofninn féll úr óþekktu hámarki frá skráningu veiða árið 1958 í sögulegt lág- mark um 1980, en óx upp frá því, allt til ársins 2008 þegar hann féll á ný en náði sér síðan aftur. Er hægt að rekja þessar stofnsveiflur til aukinnar frjósemi refa- læðna, líkt og gerist á læmingjasvæðum? Hérlendis gætu svokölluð „læmingja- áhrif“ komið fram í formi skyndilegs framboðs fæðu, líkt og gerðist í Ófeigs- firði og áður var lýst.12 Þegar þetta gerist yfir hörðustu vetrarmánuðina gæti það orðið til þess að fleiri læður lifa af, fá fang og/eða ganga með fleiri yrðlinga en ella. Í slíkum tilfellum væri líklega nær að tala um „hvalrekaáhrif“. Um er að ræða ófyrirsjáanlegri og óreglulegri viðburði en í tilviki „læmingjaáhrifa“, því það hugtak á við þegar ofgnótt fæðu er í boði með reglubundnum hætti en lítið þess á milli. Höfundur þessarar greinar hefur tvisvar orðið vitni að því að mikið æti rak á fjörur refa í Hornvík í mars. Í annað skiptið var um að ræða stórtækan svartfugladauða (árið 2015)23 en í hitt skiptið rak mikið af ferskum steinbít (árið 2020). Vorið 2015 voru í Hornvík óvenju stór got á þeim grenjum sem voru í ábúð (8−9 yrðlingar í goti) en sú varð ekki raunin árið 2020 þótt fjöldi gota hafi verið með meira móti það vor.32 Gotstærð upp á 8−9 yrðlinga er aðeins helmingur af því sem gerist á læmingjasvæði, en þó er freistandi að álykta að íslenskar refalæður hafi svig- rúm til að ganga með fleiri fóstur og eignast stærri got ef aðstæður eru hag- stæðar í upphafi meðgöngu. Hins vegar er stærð óðala og sú fæða sem þar fæst takmarkandi fyrir fjölda yrðlinga sem Á fengitíma fylgir steggurinn læðunni í hvert fótmál enda mikið í húfi að vera til staðar þegar hún verður móttækileg. – It is important for the male to keep an eye on the female during the mating season and he follows her for days before she gets ready to mate with him. Ljósmynd / Photo: Gyða Henningsdóttir. 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.