Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 54
segja til um gotstærð um það bil fimm vikum eftir fæðingu. Til að leggja mat á það hvort frjósemi refalæðna er raun- verulega svo stöðug er hægt að telja le- gör eða fóstur í þeim læðum sem falla til við refaveiðar. Legör myndast eftir hverja fylgju sem festist í legvegg læð- unnar og segja þau því til um fjölda fóstra sem læðan hefur gengið með.35 Kynþroska læður sem refaskyttur sendu til rannsóknar á tímabilinu 1986−2021 voru 2.510. Talning legöra og fóstra í þeim gefur til kynna að frjósemi ís- lenskra refalæðna hafi þá að jafn- aði verið 5,4 (+/- 1,63) yrðlingar. Þótt einstök ár víki marktækt frá meðaltali tímabilsins alls verður breytileikinn að teljast lítill, og ekki er að sjá neinar reglubundnar sveiflur, frekar en í got- stærð. Því er ljóst að frjósemi íslenskra refalæðna er mun lægri og stöðugri en þekkt er hjá tegundinni erlendis. Töl- fræðilegur samanburður hefur jafn- framt sýnt að ekki er marktækur munur á fjölda legöra eftir tímabilum fækkunar eða fjölgunar í refastofninum, og ekki hefur fundist munur á milli landshluta hvað varðar frjósemi.8 Það er því ljóst að ekki hægt að skýra hina miklu fjölgun íslensku tófunnar á yfir 30 ára tímabili með aukinni frjósemi refalæðna (þ.e. stærri gotum), og fall stofnsins verður ekki útskýrt með lækkandi frjósemi. Þótt tófur af báðum kynjum verði líf- eðlisfræðilega kynþroska í mars á fyrsta vetri, aðeins 10 mánaða gamlar, er ekki víst að þær eignist afkvæmi. Á öðrum út- breiðslusvæðum tegundarinnar tímgast dýrin yfirleitt ekki fyrr en 2−3 ára.36 Til þess að það takist þarf maki að vera til staðar og parið þarf að hafa yfir að ráða greni og óðali til að skýla afkvæmum og fæða alla fjölskylduna á vaxtarskeiði ungviðisins.34 Framboð óðala er takmark- andi og samkeppni við eldri og reyndari dýr getur verið hörð. Því er það aðeins hluti kynþroska dýra sem fær tækifæri til að taka þátt í tímgun ár hvert. Framboð og aðgengi að fæðu yfir vetrartímann hefur jafnframt mikið að segja um það hvort kynþroska dýr eru nógu vel á sig komin til að tímgast eða hvort þau verða geld. Þegar vel árar að vetri, og á svæðum þar sem mikið framboð fæðu er að sum- arlagi, geta fleiri pör helgað sér óðul og eignast afkvæmi en þegar lítið er um fæðu. Hlutfall kynþroska dýra sem taka þátt í tímgun er því vísitala á burðargetu lands, því það segir til um fjölda grenja í ábúð og þar með um fjölda gota á hverju svæði.15,8,37 Vegna þess að veiðimenn skrá nákvæmlega fjölda yrðlinga, grendýra og hlaupadýra á grenjatíma er hægt að nota veiðigögn sem vísitölu á hlutfall geldra dýra. Þegar þetta er skoðað sjást áberandi sviptingar í hlutfalli veiddra grendýra og hlaupadýra árið 1980 þegar stofninn tók að vaxa eftir mikla lægð (sjá 3. mynd í fyrstu grein). Meðan refastofninn var enn lítill var hlutfall hlaupadýra að sumarlagi lágt því flest kynþroska dýr tóku þátt í tímgun. Eftir að refum tók að fjölga jókst hlutfallið. Breytingin hófst á sama tíma á vestur- og austurhluta landsins en hlutfall geldra dýra virð- ist hafa hækkað mun hraðar og meira á vestanverðu landinu, líklega vegna þess að þar hefur hámarksþéttleiki óð- ala náðst fyrr, þótt enn væri svigrúm til aukningar á austurhluta landsins.8 Fyrst eftir að talningar hófust á le- görum í innsendum hræjum árið 1986 var hægt að meta með fullvissu hvort læður voru í raun og veru geldar. Þegar borinn er saman fjöldi legöra í læðum eftir aldri kemur í ljós að fyrstu sex árin ganga þær með jafnmörg fóstur að jafnaði en 7−9 ára gamlar læður eru að meðaltali með einu fóstri færra. Jafnvel eftir níu ára aldurinn taka læður þátt í tímgun en þá er frjósemin farin að dala verulega (2. mynd). Athyglisvert er að á Íslandi hefur hlutfall eins árs refalæðna með legör (grenlæður) verið óvenju hátt (sést vel á sýnastærð eins árs læðna á 1. mynd). Þetta má að hluta til skýra með því að grenjavinnsla, sem aðeins er stunduð á Íslandi, eykur möguleika jafnvel allra yngstu dýranna á að eign- ast óðal og maka. Jafnframt sýnir þetta lága geldhlutfall meðal ungra refalæðna 1. mynd. Árlegur meðalfjöldi legöra í íslenskum refalæðum á tímabilinu 1986− 2021. Lóðréttu línurnar sýna 95% ör- yggismörk meðaltalsins. − Annual mean number of placental scars in Icelandic Arctic fox vixens during the period 1986−2021. The vertical lines show 95% confidence limits. Fj öl di le gö ra / P la ce nt al s ca rs 3 4 5 6 7 8 1990 2000 2010 2020 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.