Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 69
Útrýming tegunda eða aldauði er ekki ný frétt. Það var líklega með til- komu tungumáls, vaxandi boðskipta og samstarfs að menn gátu rottað sig saman svo þeim tókst að útrýma stór- vöxnum og seinfærum dýrategundum á borð við loðfíla, risaletidýr og dúdú- fugla. Og þegar sjóferðum fleygði fram bættist við gegndarlaus veiði á hvölum − og geirfugli. Nú er staðan önnur og miklu víð- tækari aldauði blasir við, í kjölfar þess að allt líf á jörðinni hefur síðustu aldir verið hlutgerð verslunarvara, bráð hraðvaxandi tæknikunnáttu og fjár- magns á fórnarstalli hagvaxtarhyggju. Aldauði geirfuglsins er meginefni bókar Gísla Pálssonar. Einkum eru rakin afdrif geirfugla sem veiddir voru hér við land 1844 og hafa jafnan verið taldir þeir síðustu. Sagt er frá Íslandsleið- angri tveggja Englendinga sem gerðu sér vonir um að finna lifandi geirfugl við Eldey, kannski með það fyrir augum að ná síðustu fuglunum til að rannsaka og stoppa upp. Bók Gísla er fróðleg og alþýðlega skrifuð atlaga að mikilli sögu. Eins og í sumum fyrri bókum tengir Gísli sjálfan sig og eigið rannsóknarferli inn í frá- sagnarformið, enda er honum lagið að setja viðfangsefni sín læsilega fram í óhátíðlegri og geðfelldri frásögn. Hann fjallar um víðtækan vanda sem ástæða er til að skoða nánar. Þessi pistill er því ekki ritdómur, heldur er tekið undir áskorun sem felst í viðfangsefninu. Fyrst er reynt að rekja forsögu og samhengi þess aldauða sem fjallað er um en í lokin vikið að alvöru dagsins í dag og hlut- verkum fræða og vísinda. Sum efnis- atriði bókarinnar, til að mynda furðu- kamesin og söfnunaráhuginn, voru í senn snar þáttur í upphafi nútíma- vísinda og mótandi fyrir ríkjandi afstöðu til náttúrunnar. Íslenska orðið aldauði samsvarar enska orðinu extinction sem sést æ oftar í op- Vatnslitamynd Arons frá Kangeq frá 1868 af glímu veiðimanns við geirfugl. Líklega er þetta eina myndin sem til er og gerð var af veiði- manni sem þekkti til fuglsins í sínu umhverfi. 1793. Á myndinni stendur „Sjó-vávkin (Sea-Woggin, geirfugl) sem fannst á miðum við Nýfundnaland.“ 69

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.