Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 70
inberri umræðu. Orðabókin sem hendi er næst þýðir extinction með orðunum „útrýming, gereyðing, aldauði“ en kannski er ekkert þeirra fullnægjandi til að ná utan um ástandið nú. Útrýming og gereyðing fela í sér athafnir, einkum mannlegar, en aldauði er hlutlausara í því samhengi, sem er ekki að öllu leyti heppilegt því að sá víðtæki aldauði sem nú blasir við er afleiðing mannlegra athafna. Þó felur orðið í sér dýpri merk- ingu en hugtakið útrýming, sem er frekar mannhverft og tæknilegt, laust við þá alvöru sem felst í aldauða. Það hefur til dæmis þótt sjálfsagt mál að útrýma alls kyns illgresi, refum, minkum, hröfnum, svartbökum eða óæðri kynþáttum, svo kaldhæðnin sé tekin alla leið. Í bók Gísla er aldauði í forgrunni, ógnvænlegur meginþráður sem flétt- ast við marga aðra þræði sem víkka myndina, söfnun og furðukames, sjó- mennsku og lífsbjörg suður með sjó og við fuglafræði sem er rótgróið áhuga- svið sem átti sinn þátt í þróun nútíma líffræði. Þar er einnig upplýsandi frá- sögn af uppgötvunum Darwins og kollega hans í þróunarfræði, sem var í gerjun um sama leyti og félagarnir John Wolley og Alfred Newton skelltu sér suður með sjó á Íslandi í geirfuglaleit. Þekkingarleit Gísla kallast á við ástríðu- fulla leit geirfuglamannanna tveggja og stórlega áhugaverða gagnasöfnun þeirra, þar sem garnir voru raktar úr sjómönnum sem séð höfðu eða veitt geirfugla. Í því fólst skemmileg nýting á þekkingu hversdagsfólks. Í heild vekur bókin spurningar um grundvallaratriði í framkomu mannskepnunnar við líf- heiminn, kannski framar öllu um ábyrgð gagnvart umhverfi og náttúru. Söfn einstakra furðugripa úr náttúr- unni, stundum kölluð furðukames, voru á 16. og 17. öld forvitnileg boðun nýrra tíma, ofurfjölbreytt og heillandi. Um- fjöllun um þau er áberandi og bókinni lýkur með heimsókn í eitt slíkt í nú- tímanum, safn Errols Fullers. Kamesin fóru að líta dagsins ljós í árdaga vísinda- byltingarinnar svokölluðu, um svipað leyti og dýrafræðirit fóru að koma út á prenti og Vesalíus og Kóperníkus gáfu út umbyltingarrit sín árið 1543, sem oft eru sögð marka upphaf þessarar byltingar. Í bókinni De humani corporis fabrica (Um byggingu mannslíkamans) sýndi Andreas Vesalíus (1514–1564) fram á um 200 veilur í líffærafræði Galenosar sem hafði verið viðtekin allar miðaldir. Hið mikla rit Vesalíusar varð brátt lykilrit um líkamsbyggingu og líffærafræði. Nikulás Kóperníkus (1473−1543) gaf út De revolutionibus orbium coelestium (Um snúninga himin- hvolfanna) en það tók tímann sinn að fá þann snúning viðurkenndan. Um þessar mundir stækkaði heimur Vesturlandabúa óðfluga í kjölfar landa- fundanna og farið var að rannsaka dýr skipulega með vaxandi raunhyggju og nákvæmni. Söfnun í furðukames tengd- ist því að Evrópumenn fóru að skoða og rannsaka kynlegar lífverur sem þeir höfðu ekki séð áður. Ítalinn Ulisse Málverk Nicolas Roberts frá 1666-1670. Hvalur Gessners. Náttúrufræðingurinn 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.