Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 74

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 74
yfir vistkerfin stór og smá án þess að skeyta um afleiðingar er meginefni bókar Dawsons. Allt frá nýlenduarðráni auð- lindagnóttar nýja heimsins, iðnbyltingu og einkarétti á landi til einkavæðingar DNA og þess sem kallað hefur verið líf- kapítalismi hefur samspil einkaeignar á almannagæðum og vaxtarkröfu kap- ítalismans falið í sér eyðileggingu líf- breytileika og „árás á sameiginleg auðæfi plánetunnar“. Kapítalisminn er ekkert siðlausari en önnur kerfi, segir Dawson, en sem „framleiðsluháttur og samfélagskerfi þarfnast kapítalisminn þess að fólk eyðileggi umhverfið“.13 Að allt sé kreist út úr vistkerfunum, ofurselt skiptagildi og sívaxandi hagnaðarþrýstingi. Hag- vöxtur er því vítahringur sem verður að rjúfa, ósýnilega höndin sem Adam Smith talaði um er eyðingarafl.13 Gjalda þarf varhug við þeim fjölda „grænna“ lausna sem fram eru boðnar en eru oft ekki annað en grænþvottur á forsendum auðmagns og hagvaxtar. Á svæðum sem mikilvæg eru fyrir kolefnisbúskap jarðar bitna gróðavænlegar aðgerðir ósjaldan á frumbyggjunum.15 Bók Gísla er lágstemmd og höfund- urinn reiðir ekki hátt til höggs gagnvart þessari vá, en allt efni bókarinnar og sú hugmyndasaga sem hér hefur verið drepið á sýnir þörf fyrir víðtækari sam- ræðu mannvísinda og náttúruvísinda. Annars vegar til að skilja betur samhengi vísinda, því öll vísindi þróast og eru háð menningu og samfélagi hvers tíma. Hins vegar til að ráða betur í merkingu og til- gang mannlegra athafna, vísindamanna og annarra. Mannvísindi hafa tæki og tól til að draga upp vítt sögulegt og fé- lagslegt samhengi sem rammar inn nátt- úruvísindin og ekki síst ábyrgð þeirra, enda ríður á að allir leggist á eitt um að losna úr þeirri sjálfheldu sem samfélags- gerðir nútímans hafa leitt mannkynið í. Í samræðu milli fræðasviða kemur líka í ljós að margt af því sem lífvísindin fást við í lifandi ferlum og samlífi líf- vera í vistkerfum getur varpað ljósi á lífrænt og vistrænt samhengi samfélags og menningar. Mat vísinda á hraða útrýmingarinnar eða aldauðans er misjafnt. Hann var talinn allt frá hundraðföldum hraða til þúsundfalds miðað við það sem eðlilegt gæti talist en hærri talan mun vera nær lagi og hraðinn gæti brátt orðið tíuþús- undfaldur.16 Þá er hugsanlegt að keðju- verkun hefjist og vistkerfin hrynji með enn alvarlegri afleiðingum. Nú um stundir er fjölmargt í gerjun sem boðar breytingar og um allan heim er leitað raunhæfra leiða út úr vist- kreppunni, jafnt á akademískum vett- vangi sem í grasrótarhreyfingum. Allt Geirfugl teiknaður af Benedikt Gröndal. snýst það um sambúð fólks og náttúru og umfram allt það sem á ensku kall- ast degrowth, hjöðnun hagkerfanna og vistheimt. Sameinuðu þjóðirnar eru að taka við sér gagnvart lífbreytileika og á Íslandi hefur samstarfsnetið Biodice (biodice. is) forystu í þeim efnum. Ashley Dawson bendir á hreyfinguna The People’s Manifesto sem byggist á grasrót frumbyggja og nærsamfélaga og ræðir síðan ýmsar aðrar hreyfingar í lokakafla bókar sinnar.13,17 Kristín Vala Ragnarsdóttir starfar öt- ullega að framgangi hugmynda um vel- sældarhagkerfi.18 Stefán Jón Hafstein gaf á síðasta ári út frumlega, upplýsandi og innblásna bók um ástand heimsins, sem vakið hefur verðskuldaða athygli.19 Hann hefur fylgt henni eftir með greinaflokki í Heimildinni (áður Kjarnanum). Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa unnið ötullega að þessum málum, og Guðrún Schmidt hefur verið þar fremst í flokki með læsilegar og hnit- miðaðar greinar í Heimildinni um þörf- ina á umbyltingu kerfanna. Ungum umhverfissinnum vex stöð- ugt ásmegin, þau krefja okkur um af- stöðu þar sem ekki er lengur hægt að sitja hjá. Náttúrufræðingurinn 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.