Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 77
Í inngangi leggur höfundur áherslu á að í bókinni sé „ekki að finna svör við spurningum allra fróðleiksfúsra um málið“ og bendir í því sambandi á bók sína Advances in Earthquake Predict- ion: Research and Risk Mitigation, frá 2011 hjá Springer-forlaginu, og bókina Náttúruvá á Íslandi frá 2013 sem kom út hjá Viðlagatryggingu Íslands og Há- skólaútgáfunni. Til fyrirmyndar er að í texta bókar- innar leiðbeinir höfundur lesendum um heimildirnar og segir í hvaða heim- ildum má finna frekari upplýsingar um efnið sem hann er að fjalla um. Í heim- ildaskránni eru um 150 heimildir og er rúmlega helmingur þeirra yngri en frá 2000, sem væntanlega má túlka sem vaxandi grósku á þessu rannsóknasviði. Bókin skiptist í meginatriðum í tvo hluta. Fyrri hluti bókarinnar, kaflar 1−12, byggist að talsverðu leyti á tveggja áratuga rannsóknum á Suðurlandsund- irlendinu. Að þeim komu vísindamenn af ýmsu þjóðerni, og miðuðust þær við að geta á gagnlegan hátt varað við jarð- skjálftum og áhrifum þeirra. Kostur við þennan hluta bókarinnar er að kaflarnir eru stuttir og aðeins einn yfir 10 blaðsíðum. Í byrjun er lýst þeirri hugsjón að geta spáð fyrir um jarðskjálfta og afstýrt slysum, og kemur fram að um 1980 hafi íslenskir jarðskjálftafræðingar farið að feta sig áfram á þeirri braut með nýrri nálgun að verkefninu. Tekin eru dæmi um hvernig tókst að vara við stórum skjálfta í Haicheng í Kína árið 1975, sem jók bjartsýni um að hægt væri að spá fyrir um stóra skjálfta, en jafnframt er sagt frá skjálft- anum í borginni Tangshan skammt frá, sem varð einu og hálfu ári síðar án við- vörunar. Einnig er fjallað um mistök í aðdraganda skjálftans á San Andreas- sprungukerfinu í Kaliforníu 2004, sem varð 16 árum seinna en spáð var. Þenslumælar í borholum eru kynntir á stuttan og laggóðan hátt, og sagt frá því hvernig þeir nýttust til að staðfesta að Heklugosið árið 2000 myndi hefjast innan 20−30 mínútna, en smáskjálfta- virkni sem hófst um einni og hálfri klukkustund áður gaf til kynna að gos gæti verið yfirvofandi. Norrænt rannsóknasamstarf (SIL- kerfið) um jarðskjálftaspá á Suðurlandi hófst með því að hanna og byggja þar upp rekstrarhæft mælingakerfi til að mæla smáskjálfta, en slíkt var ekki til í heim- inum. Fjallað er um árangur af rekstri mælingakerfisins og hvernig umheimur- inn hefur nýtt sér þetta rannsóknartæki í fjölþjóðlegum jarðskjálftaspárrann- sóknum sem tóku við eftir 1996. Bent er á að í 20 ára rannsóknum á Suður- landsundirlendinu voru þróaðar aðferðir sem smám saman gætu endurspeglað aðdraganda og útlausn stórskjálfta en jafnframt undirstrikað mikilvægi ýmissa annarra rannsókna um leiðir til að vara við aðsteðjandi stórskjálfta. Fjallað er um heita möttulstrókinn sem hefur verið kortlagður undir Íslandi og um landrekið, og í framhaldinu um at- burði á liðnum áratugum þegar Bárðar- bunga hefur þanið sig. Þar er umfjöllun um Gjálpargosið, Grímsvatnagosið 2011 og gosið í Holuhrauni og síðan spurt hvers sé að vænta af möttulstróknum. Þótt rólegt sé nú undir Bárðarbungu sé kvika örugglega farin að safnast þar saman, og skorpuflekarnir reka frá hvor öðrum um 2 sentimetra á ári. Seinni helmingur fyrri hluta bókar- innar má segja að fjalli um Suðurlands- brotabeltið. Fjallað er um jarðskorpuna á Suðurlandi, Suðurlandsskjálftana, meðal annars, 1784 og Skaftárelda. Gerð er grein fyrir „langtímaspá“ frá 1988, og 1. mynd. Meginjarðskjálftasvæði Íslands. Kortið sýnir mestu áætlaða láréttu hröðun á Íslandi í jarðskjálftum á 500 árum. Mesta hröðun er sýnd sem hlutfall af þyngdar- hröðun jarðar (g). Kortið er hluti af EUROCODE 8 staðlinum fyrir Ísland. Rauður litur táknar að á þeim svæðum getur lárétt hröðun berggrunnsins í jarðskjálftum orðið 40% af g eða meiri. Þessar upplýsingar koma að mestu fram á kortinu sjálfu. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.