Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 78
endurskoðun hennar 1993, um hvar líkur
væru á að næsti stóri skjálfti á Suður-
landsbrotabeltinu yrði. Skjálftarnir tveir,
17. og 21. júní árið 2000, áttu svo upptök
aðeins 2−3 km frá því sem spáð var. Tölu-
verð umfjöllun er svo um þessa skjálfta
og rannsóknir í aðdraganda þeirra. Skýrt
er hvers vegna ekki var hægt að gefa út
skammtímaviðvörun fyrir skjálftann 17.
júní líkt og gert var um sólarhring fyrir
21. júní- skjálftann. Síðan er tekist á við
spurninguna: „Hvernig getum við spáð
fyrir um Suðurlandsskjálfta.“ Þar er ekki
síst lögð áhersla á mikilvægi smáskjálfta-
mælinga en einnig bent á merkjanlega
þætti á yfirborði, svo sem lækkun grunn-
vatns í borholum og atferli dýra, sem geta
gefið gagnlegar upplýsingar þegar metið
er hvort gefa eigi út skammtímaviðvörun.
Þá kemur umfjöllun um nauðsyn
sívirks eftirlitskerfis, sem er mikil-
væg forsenda sívirks viðvörunarkerfis
þannig að hægt sé að gefa út skamm-
tímaviðvörun um jarðskjálfta og eldgos.
Lýst er aðdraganda jarðskjálftanna í
Ölfusi 2008, sem ekki tókst að vara við,
og Heklugossins 2000 sem var varað við
með stuttum fyrirvara.
Í lok fyrri hluta bókarinnar er kafli
(12.) þar sem meðal annars er lögð
áhersla á hversu mikilvægt er að efla
jarðskjálftarannsóknir á Norðurlandi og
á Reykjanesskaga. Þótt margt sé líkt á
þessum svæðum þá sé munurinn mikill
og nauðsynlegt sé að vakta allt landið.
Í seinni hluta bókarinnar lýsir höf-
undur mikilvægum einkennum jarð-
skjálftavirkni á Norðurlandi, Reykjanes-
skaga og Vesturlandi sem geta skipt máli
við möguleika til að segja fyrir um jarð-
skjálfta þar og aðra jarðvá. Umfjöllun
um jarðskjálfta á Norðurlandi er þar ít-
arlegust og lengsti kafli bókarinnar eða
64 síður. Í byrjun er velt upp þeim spurn-
ingum hvort hægt hefði verið að spá fyrir
um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann,
en síðan er fjallað um stóra jarðskjálfta,
allt frá 1618 til Skagafjarðarskjálftans
1963. Þá er meðal annars fjallað um að-
draganda skjálfta á svæðinu eftir 1994,
mismunandi forvirkni á vestanverðu og
austanverðu Norðurlandi, yfirgnæfandi
líkur á stórum skjálfta innan tveggja ára-
tuga og um möguleika til að spá fyrir um
Norðurlandsskjálfta.
Í umfjöllun um Reykjanesskagann er
bent á að þótt jarðskjálftasvæðið þar
sé nánast í beinu framhaldi til vesturs
af Suðurlandsbrotabeltinu sé margt
ólíkt í eðli brotabeltanna. Fjallað er um
aðdraganda skjálfta á Reykjanesskaga
samkvæmt mælingum og sögulegum
heimildum, meðal annars um Hengils-
Ölfuss-hrinuna 1994−1998, um skamm-
tímaspár jarðskjálftanna 4. júní og 13.
nóvember 1998 og um orsök og áhrif
hrinunnar. Þá er spurt hvers sé að vænta
um stóra skjálfta á Reykjanesskaganum
og fjallað um upphaf nýja gostímabilsins,
aðdraganda gossins 19. mars 2021 og mik-
ilvægi jarðskjálftaspárrannsókna.
Höfundur bendir á að Vesturland og
Vestfirðir liggi utan meginplötuskilanna
og brotabelta þeirra. Þar verði verulegir
jarðskjálftar miklu sjaldnar og geti lík-
lega ekki náð sömu stærð og innan
brotabeltanna. Í nær hundrað ára sögu
mælinga og eftirlits Veðurstofunnar
2. mynd. Skjálftavirkni, skjálftar stærri en 2 vestarlega á Reykjanesi sýnd í tímabilum
frá 1. nóv. 2019-31. júlí 2021. Svæðið er frá 22°V til 24°V og 63,5°N AÐ 64,0°N.
Náttúrufræðingurinn
78