Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 79

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 79
hafi innplötuskjálftar stærri en 5,5 ekki sést, en minni skjálftar geti við vissar aðstæður líka valdið slysum og tjóni. Því sé eftirlit á innplötusvæðum landsins einnig nauðsynlegt. Virkasta skjálfta- svæðið á Vesturlandi sé í uppsveitum Borgarfjarðar, og er sérstaklega fjallað um jarðskjálftahrinur þar 1927−1928, 1934−1935 og 1974, eðli þeirra og or- sök. Á Vestfjörðum eru engar heimildir um stærri jarðskjálfta (>4), segir höf- undur, en fjallar um jarðskjálftahrinu í mars 1964 sem átti upptök við Ármúla í Skjaldfannardal og stuttlega um skjálfta með upptök fyrir botni Tálknafjarðar (1994) og upp af Reykjafirði á Ströndum (1996, 1997 og 2006). Í lok bókarinnar er fjallað um nauðsyn vöktunar, viðbúnaðar og viðvarana. Sett er fram hugmynd um sívökult viðvör- unarkerfi sem byggist á niðurstöðum ýmissa mælinga, greiningu þeirra (sjálf- virkt og af hálfu sérfræðinga) og síðan upplýsingagjöf og viðvaranir. Að mínu mati er texti bókarinnar í heild skrifaður með það í huga að hann 3. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (í bleiku). Í rauðum lit eru flekaskilin eins og þau teiknast af smáskjálftum. Jarðhitasvæði eru táknuð með gulum lit. Svart svert strik táknar sprungugreinar Hengils til norðausturs. Reykjanes- hryggurinn gengur svo til suðvesturs út frá Reykjanestá (Myndin er úr kafla um Reykjanesskaga eftir Kristján Sæ- mundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson í bókinni Náttúruvá á Íslandi, 2013) Þóroddur F. Þóroddsson (f. 1950) lauk BS-prófi í jarðfræði við Háskóla Íslands árið 1975 og las vatnafræði við Uppsala Universitet 1976-1977. Hann starfaði sem jarðfræðingur á Orkustofnun 1975-1981, á Náttúrugripasafninu á Akur- eyri 1981-1986, sérfræðingur og síðar framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs 1986-1993 og sér- fræðingur við mat á umhverfisáhrifum Skipulags ríkisins/Skipulagsstofnun 1994-2015. Þóroddur F. Þóroddsson | Fjólugötu 18, 600 Akureyri | doddifr@gmail.com UM HÖFUNDINN sé auðskiljanlegur sem stærstum hópi lesenda og það þurfi ekki sérstaka þekk- ingu á jarðfræði eða eðlisfræði til þess að skilja umfjöllunina. Til að auðvelda lesturinn eftir þörfum má benda sér- staklega á kafla aftast í bókinni þar sem er að finna greinargóðar skýringar á orðum og hugtökum, og er mælt með að lesendur notfæri sér hann óspart. Í bókinni er fjöldi mynda sem að stórum hluta sýna staðsetningar jarð- skjálfta, og eru þær mikilvægar til skýr- ingar á efni einstakra kafla. Uppbygging bókarinnar er þannig að við lok hvers kafla langaði mig til þess að lesa strax þann næsta, því textinn leiðir mann áfram. Það er að vænta frekari spennandi upplýsinga í næsta kafla eins og gerist í góðri glæpasögu. Kostur er að kaflar fyrri hluta bókarinnar eru til- tölulega stuttir, ekki ofhlaðnir myndum eða kortum, og efnið þannig gert eins aðgengilegt og kostur er. Glæsileg bók og kærkominn fróð- leikur fyrir lærða og leika. 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.