Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 80

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 80
Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags – fyrir starfsárið 2022 Aðalfundur fyrir starfsárið 2021 var haldinn 28. febrúar 2022 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands á Urriðaholts- stræti 6−8 í Garðabæ og í streymi á Teams, að loknu erindi Sigrúnar Helgadóttur sem fjallaði um bók hennar: Sigurður Þórarinsson. Mynd af manni. Fundargerð aðalfundarins er að finna á vefsetri félagsins. SKIPUN STJÓRNAR Á aðalfundinum rann út kjörtímabil formanns og þriggja stjórnarmanna, þeirra Önnu Heiðu Ólafsdóttur, Helenu W. Óladóttur og Snæbjarnar Guðmundssonar. Auk þess kom upp sú staða að tveir þeirra stjórnarmanna sem kjörnir voru á síð- asta ári til tveggja ára, þau Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Guðmundur Björnsson, óskuðu eftir að ganga úr stjórn. Aðalfundur veitti samþykki fyrir því að gengið yrði til kosn- inga um tvo stjórnarmenn til eins árs í þeirra stað. Því næst var kosin stjórn, og var Ester Rut Unnsteinsdóttir endurkjörin formaður, Anna Heiða Ólafsdóttir og Helena W. Óladóttir endurkjörnar stjórnarmenn, og auk þeirra var kjörin Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, land- og jarðfræðingur. Til eins árs voru kjörnar þær Hlín Halldórsdóttir og Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, sem báðar eru líffræðingar. Fráfarandi og sitjandi stjórnarmönnum var þakkað kær- lega fyrir þeirra framlag til félagsins og fyrir að gefa sér tíma til áframhaldandi trúnaðarstarfa. Stjórn var þannig skipuð að loknum aðalfundi, og skipti svo með sér verkum: Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður Hrefna Sigurjónsdóttir, varaformaður Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, ritari Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, gjaldkeri Anna Heiða Ólafsdóttir, félagsvörður Helena W. Óladóttir, fræðslustjóri Hlín Halldórsdóttir, vefstjóri Þetta er í fyrsta sinn í hinni löngu sögu félagsins sem stjórnin er einungis skipuð konum. Skoðunarmenn reikninga, þeir Sveinbjörn Egill Björnsson og Steinþór Níelsson, voru endurkjörnir í fyrra til tveggja ára svo ekki þurfti að kjósa skoðunarmenn. Á árinu voru haldnir 11 reglulegir stjórnarfundir. Að auki voru haldnir nokkrir óformlegir fundir stjórnar, eða hluta stjórnar, vegna sérstakra mála eftir því sem þörf var á. Ritstjóri sat nokkra fundi og að venju var fundur með stjórn, ritstjóra og formanni ritstjórnar í desember. FÉLAGSMENN Tveir heiðursfélagar voru tilnefndir á aðalfundi 2022: Ágúst H. Bjarnason, fyrrverandi formaður HÍN, og Álfheiður Inga- dóttir, fyrrverandi ritstjóri Náttúrufræðingsins. Umfjöllun um ákvörðun stjórnar er að finna á vef HÍN. Í félaginu voru 1053 í árslok 2022, þar af 954 einstaklingar. Karlar voru 615 eða 64,5% og konur 339 eða 35,5%. Til við- bótar komu 82 opinberar stofnanir og sveitarfélög, 4 félaga- samtök, 5 fyrirtæki og 8 erlendar stofnanir. Í félagið gengu 23 á árinu 2022, 19 sögðu sig úr félaginu og 14 félagsmenn létust. TÍMARITIÐ NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Útgáfa tímaritsins er samstarfsverkefni Hins íslenska nátt- úrufræðifélags og Náttúruminjasafns Íslands samkvæmt samningi frá árinu 2014 sem var endurnýjaður árið 2021. Greiðir hvor aðili helming af útgáfukostnaði og laun ritstjóra. Nýr ritstjóri, Margrét Rósa Jochumsdóttir, hóf störf í árs- byrjun 2022. Tímaritið, sem hefur verið gefið út frá árinu 1931, er mikilvægasta verkefni félagsins og dýrmætasta eign þess. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ritstjóri, var Margréti Rósu innan handar í fyrstu. Starfsaðstaða ritstjóra er í hús- næði Náttúruminjasafns Íslands á Suðurlandsbraut 24. Þar er jafnframt lögheimili félagsins. Margrét vann að hefðbundinni útgáfu tímaritsins jafnframt því að undirbúa vefútgáfu þess. Sem ritstjóri kallar hún saman Náttúrufræðingurinn 80 Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 80–84, 2023
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.