Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 82

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 82
dóttir og Sindri Gíslason, og tveir fulltrúar úr stjórn HÍN, þær Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Helena W. Óladóttir, auk Snæbjörns Guðmundssonar, fulltrúa NMSÍ. Ritstjóri vann sjálf mestu vinnuna og var aðkeypt sérfræðiþjónusta í lágmarki, aðallega til uppsetningar formsins sem varð fyrir valinu. Margrét hefur unnið þrekvirki og það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að nú, á þessum aðalfundi, verður vefritið opnað formlega og verður allt efni þess opið héðan í frá. FRÆÐSLUERINDI Áður en aðalundarstörf hófust 28. febrúar 2022 hélt Sig- rún Helgadóttir líffræðingur erindi um bók sína, Sigurður Þórarinsson. Mynd af manni, en fyrir bókina fékk Sigrún bók- menntaverðlaunin í flokki fræðibóka. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var um skeið formaður HÍN og þótt formanns- tíð hans hafi verið stutt hafði hann mikil áhrif á starf félags- ins, og verk hans voru í samræmi við markmið þess enda var hann ötull í að miðla fróðleik um náttúru landsins. MÁLÞING Málþing um skógrækt, loftslagsmál og lífríki Íslands var haldið í samstarfi við Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) hinn 30. nóvember 2022. Flutt voru áhugaverð erindi, málin rædd á kaffiborðum og í lokin var umræða á tvískiptu pall- borði. Í undirbúningshóp tóku þátt þau Ólafur Karl Nielsen, Jón Gunnar Ottósson og Kristín Svavarsdóttir auk Esterar Rutar Unnsteinsdóttur, Helenu W. Óladóttur og Hrefnu Sig- urjónsdóttur fyrir hönd stjórnar HÍN og Orra Þrastarsyni fyrir hönd FÍN. Undirbúningur og framkvæmd var í höndum Sólrúnar Harðardóttur. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur stýrði dagskrá og umræðum á tvískiptu pallborði. Málþingið var vel heppnað og aðsókn mjög góð, og hægt var að fylgjast með í streymi. Upplýsingar um málþingið og glærusýningar framsögumanna má nálgast á vef HÍN. FRÆÐSLUFERÐIR Fræðsluferð umhverfis Esjuna var áætluð í ágúst og auglýst en frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Skipulag og leiðsögn lá fyrir og vonandi verður hægt að fara þessa spennandi ferð á þessu starfsári. Á aðventunni, hinn 13. desember 2022, bauð Náttúruminja- safn Íslands félögum og gestum þeirra að heimsækja nýtt sýn- ingarhúsnæði Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, tók á móti gestum og sagði frá samkeppni um hönnun og framtíðaráform safnsins. Afar kalt var í húsinu enda hörkufrost úti en húsið rétt fokhelt og ekki kynt. Stjórn HÍN bauð upp á heitt aðventuglögg og smákökur til að hlýja þeim sem komu á viðburðinn. STUÐNINGUR VIÐ ÝMIS MÁLEFNI Félagið veitti 50 þúsund króna styrk til að styðja við sýningu um ævi og starf Helga Pjeturss, jarðfræðings og rithöfundar, sem opnuð var í Landsbókasafni 31. mars 2022 í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu hans. Formaður Flóruhóps, Gróa Valgerður Ingimundardóttir, sótti ársfund norrænu grasafræðifélaganna sem haldinn var í Uppsölum í Svíþjóð dagana 29.−30. október 2022. Félagið greiddi útlagðan kostnað Gróu vegna fundarins að upphæð kr. 63.945, en hún er búsett í Svíþjóð. FRJÁLS FÉLAGASAMTÖK Í febrúar 2021 var Hrefna Sigurjónsdóttir, varaformaður HÍN, tilnefnd til tveggja ára í þriggja manna hóp sem hefur það hlut- verk að vera tengiliður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins (nú umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins) og náttúru- og umhverfisverndarsamtaka sem eiga fulltrúa í ýmsum nefndum sem ráðherra skipar. Hópurinn leitar eftir tilnefningum frá félögunum þegar óskir um slíkt berast frá ráðuneytinu. Þegar tilnefningar eru komnar kjósa formenn félaganna á milli fram- bjóðendanna og hópurinn tilkynnir niðurstöðu valsins til ráðu- neytisins. Hópurinn er einnig til reiðu þegar ráðuneytið þarf að koma upplýsingum áleiðis og/eða vill ræða breytingar á samstarfssamningi við félögin. Virkni félagsins í málum sem þessum er meðal þeirra atriða sem tekin eru til skoðunar við afgreiðslu styrkumsókna félagsins til stjórnarráðsins. Þetta fyrirkomulag er byggt á samstarfsyfirlýsingu ráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka frá 18. maí 2001 í samræmi við ákvæði Árósasamningsins frá 1998. Samkvæmt þessu fyrirkomulagi boðar ráðherra til samráðsfundar, kallar eftir tilnefningum frá frjálsum félagasamtökum og veitir styrki til starfsemi þeirra. Á brún Hornbjargs. Miðdalsgjáin, Jörundur (429m) og Kálfatindar (534m). Ljósmynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir. Náttúrufræðingurinn 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.