Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 83

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 83
Í stuttu máli boðaði umhverfis-, orku- og og loftslagsráð- herra aldrei til árlegs samráðsfundar árið 2022, og kallaði aðeins eftir tveimur tilnefningum í nefndir og ráð í gegnum tengiliðahópinn. Beiðni frá ráðuneytinu barst beint til félags- ins í lok nóvember um að tilnefna fulltrúa í ráðgjafarnefnd um stjórn vatnamála. Félagið sendi svar til ráðuneytisins og til- nefndi Bjarna Kristófer Kristjánsson, en kom upplýsingunum einnig á framfæri við tengiliðahópinn, sem hafði ekki fengið erindið á sitt borð. Ráðuneytið auglýsti ekki styrki til félaga- samtaka á sviði náttúru- og umhverfisverndar í nóvember 2022 eins og gert hafði verið áður. Landvernd tók boltann og var haldinn samráðsfundur án ráðherra 1. desember þar sem þessi mál voru meðal annars á dagskrá. Ester formaður sótti fundinn fyrir hönd stjórnar og þar lýstu fulltrúar samtakanna yfir áhyggjum sínum af skorti á samráði og því að lítið væri beðið um tilnefningar í opinbera starfshópa, nefndir og ráð. Svo virtist sem gengið hefði verið fram hjá félögunum. Jafn- framt höfðu forsvarsaðilar félaganna áhyggjur af fjármögnun starfsemi félaganna á komandi ári, þar sem ekki hafði verið auglýst eftir styrkumsóknum. Lögð voru drög að bréfi til ráð- herra sem fulltrúar 22 félagasamtaka undirrituðu, og sá Land- vernd um að senda bréfið. Ráðuneytið brást vel við og í kjölfarið boðaði ráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson til fundar sem haldinn var í streymi í janúar 2023. Hann sótti Bryndís G. Róbertsdóttir gjaldkeri fyrir hönd stjórnar. Auglýsing um rekstrarstyrki fór í loftið í framhaldi af fundinum og rennur umsóknarfrestur út 27. febr- úar [í dag]. HÍN sækir að sjálfsögðu um styrk til rekstursins og hefur Bryndís gjaldkeri unnið í þeirri umsókn. Afar mikilvægt er að félagið fái stuðning til að halda úti mikilvægri starfsemi sinni og útgáfu Náttúrufræðingsins. Jafnframt hafatvær beiðnir borist félögunu um tilnefn- ingar. Auglýst var eftir fulltrúa í samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar og ráðstöfun veiðikorta og tilnefndi félagið þar einn aðalfulltrúa og annan til vara. Ekki hefur verið gengið frá þeirri tilnefningu. Auk þess var nýverið auglýst eftir tilnefningu fulltrúa í nefnd sem velur handhafa Kuðungsins, en það eru verðlaun til fyrirtækja sem þykja hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Búið er að velja þann fulltrúa og varamann. HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Forsætisráðherra hyggst kynna stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á ráðherrafundi í New York í júlí 2023. Þá verður kynnt skýr- sla (Voluntary National Review, VNR) þar sem gerð er grein fyrir aðgerðum stjórnvalda í þágu markmiðanna og stöðu innleiðingar þeirra hér á landi. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fer með verkefnisstjórn sem felst í því að skapa sam- ráðsvettvang frjálsra félagasamtaka (og hagaðila) sem tengj- ast heimsmarkmiðunum á ýmsan hátt. Fulltrúar félagasam- takanna vinna með verkefnisstjórn að sameiginlegu mati á stöðu og innleiðingu markmiðanna. HÍN tekur þátt í starfi vinnuhópa fyrir heimsmarkmið 4, 13, 14, og 15 á vegum ver- kefnastjórnar, en þau fjalla um menntun fyrir alla, aðgerðir í loftslagsmálum, líf á landi og líf í vatni. Helena W. Óladóttir og Hlín Halldórsdóttir eru fulltrúar HÍN í þessum vinnuhópum en Ester formaður sótti fyrstu fundina fyrir hönd félagsins. SKÝRSLA FAGHÓPS FLÓRUVINA Formaður Flóruvina á árinu var Gróa Valgerður Ingimundar- dóttir. Að auki störfuðu í nefndinni Hörður Kristinsson í heiðurssæti, Pawel Wasowicz, Snorri Sigurðsson og Starri Heiðmarsson. Mikinn hluta ársins þurfti formaður hópsins að taka sér leyfi frá félagsstörfum og tóku þá aðrir nefndar- menn við keflinu. Facebook-hópur Flóruvina hélt áfram að vaxa á árinu og eru þáttakendur nú 3.451 meðlimi. Virknin datt þó niður á árinu samanborið við árið á undan og varð hópurinn auk þess fyrir barðinu á nettröllum. Fylgjendum Facebook-síðu Flóruvina fjölgaði um tæpa fimm tugi, og þar höfum við komið á framfæri helstu fréttum. Undirvef Flóruvina á vefsetri HÍN var viðhaldið og bæði fréttir og fróðleiksmola frá Flóruvinum má skoða þar sérstaklega með því að velja fréttaflokkinn „Flóruvinir“. Gróa sótti sameiginlegan fund grasafræðifélaga Norður- landa dagana 29.–30. október 2022 í Uppsölum, í húsakynnum sænska grasafræðifélagsins (Svensk botanisk förening). Á þennan fund komu fulltrúar norska grasafræðifélagsins (Norsk botanisk forening), danska grasafræðifélagsins (Dansk botanisk forening), finnskra áhugamanna um grasafræði (þeir hafa ekki eigið grasafræðifélag), auk okkar og sænsku gest- Frá málþingi um skóg- rækt, loftslagsmál og líf- ríki Íslands sem haldið var í lok nóvember 2022. Ljósmynd: Anna Heiða Ólafsdóttir. 83

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.