Skólavarðan - 2023, Page 9

Skólavarðan - 2023, Page 9
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 9 Sandra Hlín Guðmundsdóttir / FÉLAGINN Sandra Hlín Guðmundsdóttir Skóli: Borgarholtsskóli Starf: Náms- og starfsráðgjafi  X Ég er námsráðgjafi vegna þess að... Mér finnst gaman að vinna með fólki og sérstaklega ungu fólki. Ég vil hjálpa þeim að ná markmiðum sínum, sjá draumana rætast og styðja við þau í námi.  X Besta stund vikunnar er... Ætli það sé ekki seinniparts föstudagskaffið þar sem við hittumst nokkur og fáum okkur kaffibolla og setjumst í nudd- stólana sem eru á kaffistofu starfsfólks. Inn á milli koma svo stundir þar sem nemendur vinna sigra, stóra og smáa og deila því með mér, sem er alltaf gott í hjartað.  X Þessu myndi ég vilja breyta... Ég myndi vilja setja reglur um hámarksfjölda nemenda á hvern og einn náms- og starfsráðgjafa. Þannig gætum við þjónustað nemendur enn betur, stutt betur við þau í gegnum námið og fylgt eftir málum í stað þess að vera allt of mikið í því að slökkva elda. Inn á milli koma svo stundir þar sem nemendur vinna sigra, stóra og smáa og deila því með mér.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.