Skólavarðan - 2023, Síða 14
14 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023
UMFJÖLLUN / Kennarahúsið
Þ au tímamót
urðu í sumar,
nánar tiltekið
miðviku-
daginn 14.
júní, að
Kennarahúsinu við Laufásveg var
formlega skilað til ríkisins. Magnús
Þór Jónsson, formaður KÍ, afhenti
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra lykla að húsinu við hátíðlega
athöfn þar sem starfsfólk Kennara-
sambandsins, kjörnir fulltrúar,
fyrrum forystufólk og fulltrúar
stjórnvalda komu saman.
Þar með lauk merkum kafla í
sögu kennaramenntunar og sam-
taka kennara, sem eiga yfir 100 ára
sögu í húsinu. Kennarasambandið
hafði aðsetur í húsinu í nærfellt
þrjátíu ár, en eins og flestir vita
flutti KÍ starfsemina í nútímalegt
skrifstofuhúsnæði við Borgartún
árið 2020.
Valgeir Gestsson, fyrrum
skrifstofustjóri KÍ, ávarpaði
samkomuna og sagði frá sögu
hússins. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra tók við lyklum úr
hendi Magnúsar Þórs Jónssonar
formanns og þakkaði Kennara-
sambandinu fyrir það hversu vel
var hugsað um húsið. Hún sagði
jafnframt að húsinu yrði fundið
verðugt hlutverk en ekkert hefði
verið ákveðið í þeim efnum enn.
Löng og merkileg saga
Kennarahúsið var reist á 600
ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðu-
hæð og austan Laufásvegar árið
1908. Einar Erlendsson, húsa-
meistari ríkisins, teiknaði húsið.
Það þótti kostur að skólahúsið væri
í góðri fjarlægð frá miðbænum.
„Kennaraskólinn er vegleg bygging
sem reist var af framsýni á góðum
stað langt fyrir utan þá byggð
sem þá var í Reykjavík. Svipur
hússins einkennist af notkun
þess. Gluggasetning er sérstök
enda skólastofurnar bjartar og þar
er hátt til lofts,“ skrifaði Nanna
Hermannsson borgarminjavörður
í bréfi til Húsafriðunarnefndar
árið 1983. Það ár var húsið friðlýst
svonefndri B-friðun.
Kennaraskóli Íslands tók
formlega til starfa í húsinu haustið
1908. Magnús Helgason var skip-
aður skólastjóri hins nýstofnaða
skóla en kennaramenntun hafði
fram að því aðeins verið í boði í
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Kennt var frá fyrsta vetrardegi til
31. mars.
Þægindi voru af skornum
skammti fyrstu árin, en vatnsveita
kom þó í bæinn árið 1909 og þá
þurfti ekki lengur að bera vatn í
húsið. Vatnssalerni leysti útikamra
af árið 1915 og átta árum seinna var
rafmagn dregið í húsið.
Skólastjórarnir bjuggu í húsinu
Magnús Helgason stýrði skólanum
til ársins 1929. Við starfi skólastjóra
tók þá Freysteinn Gunnarsson. Í
þá daga var til siðs að skólastjórar
hefðu íbúð í húsinu, en hún var á
annarri hæð þess. Freysteinn bjó
í húsinu í 40 ár ásamt konu sinni,
Þorbjörgu Sigmundsdóttur. Þau
komu tveimur börnum á legg.
Árið sem Freysteinn tók
við, 1930, var ráðist í töluverðar
framkvæmdir í húsinu. Dúkur var
lagður á gólf og stiga og innveggir
klæddir með krossvið. Gaman er
að geta þess að dúkur þessi er enn
á báðum stigum hússins og er afar
heillegur.
Starfsemi Kennaraskólans
gekk sinn gang en árið 1937 var
námið lengt úr þremur árum í
fjögur og árið 1947 var gerð krafa
um að nemendur hefðu lokið
landsprófi.
Nemendum við skólann
fjölgaði eftir því sem árin liðu og
árið 1950 þóttu húsakynnin heldur
betur þrengja að starfseminni.
Þá sagði Freysteinn skólastjóri
í viðtali við Alþýðublaðið að
nemendur væru um 100 talsins og
kennarastofan rúmaði ekki lengur
alla kennarana. Í greininni sagði
jafnframt að þó að skólahúsið við
Starfsfólk Kennarasambandsins,
kjörnir fulltrúar, fyrrum for-
ystufólk og fulltrúar stjórnvalda
kvöddu gamla Kennarahúsið.
Kennarahúsið
formlega kvatt