Skólavarðan - 2023, Page 19

Skólavarðan - 2023, Page 19
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 19 Elísabet Ásta Ólafsdóttir / VIÐTAL Markmið hraðalsins er að styðja við konur sem eru að taka sín fyrstu skref í frumkvöðla- og nýsköp- unarheiminum. Þar fer maður í gegnum alþjóðlegt netnámskeið þar sem meðal annars eru kennd vinnubrögð við upphaf hugmyndasmíðar. Það að fá hugmynd er eitt en að koma henni á næsta stig krefst mikillar vinnu og þrautseigju. Í hraðlinum öðlaðist ég mikla og dýrmæta reynslu en ekki síst kynntist ég konum sem eru á svipuðum stað og ég í frumkvöðlastarfsemi. Mér þykir mikilvægt að hafa tengslanet sem ég upplifi að standi með manni og gefi hreinskilna endurgjöf, biðji maður um hana. Aðalmarkmið AWE hraðalsins var að setja saman viðskiptaáætlun og kynna hana að lokum fyrir dómnefnd. Viðskiptaáætlunin var krefjandi verkefni. Hún virtist í fyrstu heldur ógerleg en með reglulegum vinnustund- um og ástundun var hún allt í einu klár. Netnámskeiðið sem er kennt í AWE fer nefnilega ítarlega yfir öll atriði, stór og smá, sem snerta þarf á í góðri við- skiptaáætlun. En vissulega var það ekki gert á einum degi. Þá lærði ég einnig hvernig maður ber sig að með alls konar hagnýt atriði eins og hluthafa- samkomulag í samstarfi, hvernig maður sækir um styrki úr sjóðum og hvernig er best að koma hugmyndinni sinni á framfæri. Undir lok námskeiðsins var haldin uppskeruhátíð og verðlaun veitt fyrir verkefni sem talin voru best. Það varð svo niðurstaðan að ég hafnaði í öðru sæti og ég er afar stolt af þeirri viðurkenningu sem því fylgir.“ Þróun smáforritsins heldur áfram Elísabet Ásta segir að til að hún gæti tekið lausnina á næsta stig hafi hún orðið að gefa sér frekara svigrúm til vinnu. „Það er að mörgu að huga við þróun smáforrits og afar mikilvægur þáttur er greining á markaði. Nauðsyn- legt er að fyrir liggi hvað notendur þurfa og vilja og þær ástæður sem þar liggja að baki. Þróun smáforrits, sem hægt er að bjóða á samkeppnishæfum markaði, er umfangsmikil og leggja verður gríðarlega vinnu í uppbyggingu og rannsóknir. Ég hlaut styrk úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna til að vinna að verkefninu síðastliðið sumar sem gerði mér kleift að leggjast í rannsókn- ar- og undirbúningsvinnu. Leggja þarf mikla vinnu í að huga að uppsetningu kerfisins í heild, öllum öryggisráðstöf- unum og aðgangsstýringum. En til að smáforritið sé nothæft verður að byggja það upp út frá þörfum notenda. Í samvinnu við sveitarfélag- ið Akureyrarbæ fékk ég tækifæri til að átta mig almennilega á því umhverfi sem er í kringum þjónustu við börn með sérþarfir og átti mikilvæg samtöl við tilvonandi notendur forritsins. Þá sótti ég einnig fundi í tengslum við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem voru haldnir nú í sumar. Mér þykir mikilvægt að vera upplýst um aðstæður nútímans og heyra frá fyrstu hendi hvað má betur fara. Milliliðalaus samtöl eru mikilvæg, sérstaklega þegar gera á atlögu að umbótum. Þó styrktímabilinu sé lokið held ég áfram þróun smáforritsins samhliða öðrum verkefnum. Ég er þakklát fyrir þá reynslu og þekkingu sem ég hef öðlast hingað til og bíð spennt eftir komandi tímum.“ Elísabet Ásta Ólafsdóttir. „Það er að mörgu að huga við þró- un smáforrits og afar mikilvægur þáttur er greining á markaði. Nauðsynlegt er að fyrir liggi hvað notendur þurfa og vilja og þær ástæður sem þar liggja að baki.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.