Skólavarðan - 2023, Page 21

Skólavarðan - 2023, Page 21
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 21 Hringferð / KENNARASAMBANDIÐ F ulltrúar KÍ heimsóttu sjö kaupstaði úti á landi fyrstu tvær vikur septem- bermánaðar og héldu í kjölfarið tvo fundi á höfuð- borgarsvæðinu. Hringferðinni var svo lokið með fjarfundi úr Borgar- túninu fyrir landið allt. Blásið var til fundaherferðarinnar til þess að kynna skipulag og skólastefnu Kennarasam- bandsins, starfsemi endurmenntunar- sjóða og hlutverk útgáfusviðs. Vönduð skólastefna að leiðarljósi Þetta mun vera í fyrsta sinn sem skólastefna KÍ er kynnt með svo formlegum hætti. Skólastefnan er efnismikil og ávallt er vandað til hennar – en hún er unnin og afgreidd á þingum KÍ. Aðalstef gildandi skóla- stefnu er menntun er mannréttindi. Það á vel við enda eru mannréttindi ein mikilvægasta grunnstoð vel- ferðarkerfisins. Þá fjallar skólastefnan um faglega forystu kennara og skólastjórnenda og sérfræðiþekkingu þeirra. Þá þótti tilefni til að kynna starfsemi endurmenntunarsjóða sambandsins en það eru ekki allir sem vita hversu umfangsmiklir þeir eru. Þakklát fundagestum Haldnir voru fundir í Reykjanesbæ, á Selfossi, í Borgarnesi, á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egils- stöðum. Þá var fundað tvisvar á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík og í Garðabæ. Síðasti fundurinn var svo í fjarfundaformi fyrir landið allt. Varaformaður KÍ, Jónína Hauks- dóttir, fór fyrir sendinefnd KÍ, en auk hennar voru fulltrúar útgáfusviðs og sjóða með í för. „Mér fannst virkilega skemmti- legt að fara um landið og fá að heim- sækja ólíka skóla af öllum skólastigum og skólagerðum. Einnig er ég mjög þakklát því félagsfólki sem gaf sér tíma til að mæta á fundina og kynnast starfsemi Kennarasambandsins, skólastefnu þess, endurmenntunar- sjóðum og útgáfusviði,“ segir Jónína. Gefinn var tími til umræðna á fundunum og þar bar margt á góma. Umræður fundanna voru oft og tíðum fjörugar og farið var um víðan völl; rætt var um kjaramál, jöfnun launa milli markaða, starfsemi sjóðanna, félagsgjald, kennaramenntun, starfsaðstæður kennara, húsnæðismál skólanna og svo mætti áfram telja. Góðar viðtökur hvarvetna  Sendinefndin fékk góðar viðtökur hvarvetna og á hverjum stað voru heimsóttir skólar þar sem hægt var að kynna sér starfsemina í návígi. Þessar heimsóknir voru afar upplýsandi og ánægjulegar. „Það er dýrmætt að fá tækifæri til að hitta kennara á þeirra heimavelli,“ segir Jónína. Kennarasambandið þakkar öllum þeim sem buðu fulltrúum KÍ í heimsókn innilega fyrir og þá fá fé- lagsmenn sem sóttu fundina sérstakar þakkir, ekki síst fyrir áhugaverðar umræður í lok funda. Að lokum ber að þakka því skólafólki sem tók að sér að hýsa fundina og aðstoða með tækni og veitingar. Hringferð KÍ 2023 Dýrmætt að hitta kennara á heimavelli Í september héldu fulltrúar KÍ í hringferð, fundaherferð um allt land, þar sem þeir kynntu skólastefnu og skipulag sambandsins, sem og starfsemi endurmenntunarsjóða. Frá Hringferðarfundi í Árskóla á Sauðár- króki. Borgarnes bls. 22 Ísafjörður bls. 23 Sauðárkrókur bls. 24 Akureyri bls. 26 Múlaþing bls. 27 Selfoss bls. 28 Reykjanesbær bls. 30

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.