Skólavarðan - 2023, Qupperneq 27

Skólavarðan - 2023, Qupperneq 27
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 27 Hringferð / KENNARASAMBANDIÐ Múlaþing L eikskólinn Hádeg- ishöfði í Fellabæ er fallegur og nútíma- legur. Bæjarstæðið er tignarlegt og náttúran allt umlykjandi á leiksvæði barnanna. Við heimsóttum Hádegishöfða daginn sem sendinefnd KÍ efndi til Hringferðarfundar á Egilsstöðum. Það var sannarlega upplifun að koma inn í svo stílhreina og fallega byggingu. Eftir skoðunarferð um skólann tókum við Önnu Heiðdal Þórhallsdóttur sérkennslustjóra í viðtal. „Ég kann mjög vel við mig í starfinu og það er gott að vinna hér á Hádegishöfða. Skólinn er hæfilega lítill eða stór, eftir því hvernig maður lítur á það, og hér er samkennd og samvinna eins og best verður á kosið,“ segir Anna. Um 20 manns starfa að jafnaði í skólanum og börnin eru á milli 60 og 70 talsins. Á Hádegishöfða er starfað í anda hugmyndafræði Reggio Emilia sem felur meðal annars í sér að áhersla er lögð á lýðræði í vinnubrögðum og takmarkalaust traust auk virðingar fyrir börnunum og því að þau geti aflað sér þekkingar og reynslu á eigin forsendum. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af þessari hugmyndafræði og mætti segja að ég væri með svolítið Reggio- hjarta. Ég kynntist þessari hug- myndafræði snemma á mínum ferli, eða þegar ég vann í leikskóla áður en ég hóf kennaranámið. Mér finnst svo falleg sýn á barnið í Reggio, þessi trú á getu þeirra og hvernig við fylgjum eftir þeirra áhuga, höfum allt svolítið opið svo ímyndunarafl þeirra verði leiðandi i starfinu.“ Anna gegnir nú starfi sér- kennslustjóra en hún er langt komin með að ljúka diplómanámi í sér- kennslu við Háskólann á Akureyri. „Þetta skiptist þannig hjá mér að um 60% vinnutímans fer í sérkennslu og 40% starfa ég sem leikskólakennari. Þetta finnst mér gott fyrirkomulag því ég vil gjarna halda tengslum við kennsluna.“ Betra úthald í fallegu rými Við sem erum gestir á Hádegis- höfða velkjumst ekki í vafa um að vinnuaðstaða kennara og barna er upp á það besta í skólanum. Hljóðvistin er líka afar góð. En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir daglegt starf? „Vinnuumhverfið skiptir miklu máli og í okkar huga er leikrýmið þriðji kennarinn. Hér höfum við gott pláss, góða birtu og hljóðvist. Það auðveldar okkur störfin til muna og við finnum að það er gott að starfa í fallegu og vel hönnuðu húsi. Ekki það að við mannfólkið getum aðlagast flestu, eins og við gerðum til dæmis í gamla leik- skólanum. En að vera í góðu húsi auðveldar okkur að vera meira til staðar og úthaldið er meira, bæði hjá okkur kennurum og ekki síður hjá börnunum,“ segir Anna. Talið berst að útisvæðinu sem vekur strax athygli fyrir að vera nátt- úrulegt en um leið með skipulögð svæði fyrir börnin að leika sér. „Ég gæti ekki verið glaðari með útisvæðið og ég er svo þakklát arkitektunum að hafa skilið eftir svona mikla ósnortna náttúru. Móinn, sem hefur alltaf verið hér, fær að halda sér. Börnin geta tínt ber hér á lóðinni á haustin. Svo er útsýnið náttúrulega einstakt,“ segir Anna Heiðdal Þórhallsdóttir, kennari og sérkennslustjóri. Leikrýmið er þriðji kennarinn Um Hádegishöfða Leikskólinn hóf starfsemi í október 1987. Nafnið dregur skólinn af samnefndum klettahöfða sunnan við eldra húsnæði skólans við Lagarfell. Leikskólinn er mjög vel staðsettur með grunnskólann, tónlistarskólann, íþróttaaðstöðuna í fjölnotasalnum og gervigrasvöllinn í næsta nágrenni. Gott samstarf er við allar þessar stofnanir. Einkunnarorð Hádegishöfða „Menntun hugans án menntun­ ar hjartans er alls engin menntun” eru sótt í smiðju heim- spekingsins Aristótelesar og vísa til mikilvægis heildstæðrar nálgunar á menntun, svo sem í gegnum mannkostamenntun þar sem meginmarkmiðið er að styðja einstaklinga í að þroska mannkosti sína (siðferðilega, félagslega, vitsmunalega og tæknilega) sjálfum sér og samfélaginu til heilla. Varðandi hlutverk menntunar er skilgreining Kristjáns Kristjánssonar prófessors höfð að leiðarljósi en samkvæmt henni er hlutverk menntunar að „… gefa sem flestum kost á að ná sem mestum þroska, að verða sem best eintök af tegundinni maður, miðað við þá möguleika sem búa í hverjum og einum. Slíkt sé kjarni hins góða lífs.“  Anna Heiðdal Þórhallsdóttir stendur á leiksvæðinu á Hádegishöfða. Leiksvæðið er afar náttúrulegt, móinn sem var fær að halda sér. Svo er útsýnið fagurt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.