Skólavarðan - 2023, Qupperneq 39

Skólavarðan - 2023, Qupperneq 39
Gervigreind í skólastarfi / UMFJÖLLUN Opnaðu skólastofuna upp á gátt með eTwinning Fljótleg og örugg tenging við Evrópu Nemendur kynnast nýrri menningu og auka víðsýni Verkfærakista á netinu, stútfull af möguleikum fyrir kennara Leikskólar - Grunnskólar - Framhaldsskólar breytingum en ég held að það muni alltaf verða mikilvægur hæfileiki. Það besta sem ég hef heyrt er að það að nota gervigreindina sé svipað og að nota reiknivél; mikilvægt hjálpartæki sem getur líka gert ýmsa vinnu fyrir þig. En myndir þú ráða endurskoðanda sem neitaði að nota reiknivél? Eða endurskoðanda sem kann bara á reiknivél? Ég held að flestir svari báðum spurningum neitandi sem sýnir okkur að það er gott að kunna á hjálpartæki nútímans en líka mikilvægt að hafa góða þekkingu á faginu.“ Guðný Ósk er á því að auka þurfi kennslu í gagnrýnni hugsun. „Eins mikið og gervigreindin getur hjálpað okkur þá er hún líka tæki sem er hægt að nota gegn okkur. Í dag er mjög auðvelt að búa til myndir sem hægt er að nota í fréttir sem eru ekki byggðar á neinu. Það er hægt að stela rödd- um og einkennum fólks og nota. Í raun má ekki trúa neinu sem maður sér núna á netinu nema það séu tvær til þrjár aðrar heimildir fyrir því. Við verðum að vera gagnrýnin á hvaðan upplýsingar koma, hvernig þær eru settar fram og hver er á bak við þær.“ Spyrjið gervigreindina um ráð „Ég held að gervigreindin verði mun aðgengilegri á næstu mánuð- um og verði hluti af forritunum sem við notum dags daglega. Það mun leiða til þess að vinnu- markaðurinn geri ákveðna kröfu um að starfsfólk kunni að nota gervigreind sem hjálpartæki; geti notað hana til að vinna verkefni hraðar. Og öll verkefnavinna mun verða hraðari. Að búa til kynningu með glærum mun til dæmis taka styttri tíma og í skólum munu nemendur fá styttri tíma til að vinna verkefni þar sem þau hafa núna tæki og tól til að auðvelda þeim vinnuna. Gervigreindin er komin til að vera og það er því um að gera að nota hana. Við verðum að ýta undir gagnrýna hugsun og, eins og ég segi við mína nemendur, við verðum að vera klárari en gervi- greindin. Kunna að nota hana en láta hana ekki plata okkur. Samt sem áður er mikilvægt að hafa í huga að nám á að vera fjölbreytt og einhver verkefni geta stuðst við gervigreind á meðan önnur geta það ekki. Ég hvet alla til að byrja að fikta. Og ef þið eruð með áhyggjur af svindli eða verkefnum: Einfaldlega nýta tækifærið og breyta þeim. Og ef þið hafið ekki hugmynd um hvernig - spyrjið gervigreindina um ráð.“ Fyrir utan að starfa sem enskukennari við Verzlunarskóla Íslands og einnig sem stunda- kennari við HR og HÍ situr Guðný Ósk í stjórn Félags enskukennara á Íslandi og er varaformaður Sam- taka tungumálakennara á Íslandi. Síðan í vor hefur hún staðið fyrir vinnustofum um gervigreind fyrir FEKÍ og STÍL ásamt Geir Finns- syni, enskukennara í MÁ. Þau hafa einnig verið með fræðsluerindi um notkun gervigreindar í kennslu fyrir ýmis fagfélög og skóla þar sem þau leiðbeina kennurum við að byrja að nota gervigreind. Alveg eins og þegar við notum Google­leitarvél­ ina til að hjálpa okkur þá er ekki hægt að treysta á að það sem kem­ ur fyrst upp sé 100% rétt. Guðný Ósk Laxdal segir að gervi- greindin sé ekki gott þekkingartæki heldur hjálpartæki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.