Skólavarðan - 2023, Page 52

Skólavarðan - 2023, Page 52
52 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 AÐSENT / Jóhann Páll Ástvaldsson Aðsend grein Stysta leiðin til Evrópu Jóhann Páll Ástvaldsson, verkefnisstjóri eTwinning á Íslandi e Twinning er rafrænt skólasamstarf á netinu þar sem íslenskir kennarar geta komist í samband við kennara um alla Evrópu, kynnst evrópskum starfsháttum og skiptst á þekkingu, auk þess sem íslenskum þátttakendum gefst kostur á að fara á ráðstefnur víðs vegar um Evrópu þeim að kostnaðarlausu. eTwinning verkefni eru tilvalin til að brjóta upp daglegt skólastarf og kynna jafnt nemendur og kennara fyrir annari menningu, tungumáli og siðum. En hvert geta kennarar farið? Hvernig verkefnum eru íslenskir skólar að vinna að? eTwinning samstarfið gefur kennurum lausan tauminn til að skapa verkefni að eigin vild, þar sem þeir hafa frjálsar hendur til að móta verkefnin að sínum nemendum. eTwinning verkefni gefa kennurum einnig kost á að deila hugmyndum og vinnu nemenda sinna með öðrum. Bæði er hægt að ganga inn í verkefni sem þegar eru í gangi eða stofna sín eigin. Möguleik- arnir eru endalausir – hvort sem íslenskir kennarar vilja vinna með kollegum frá Finnlandi, Póllandi, Portúgal eða Jórdaníu. Frá páskum til bátaleika Algengt er að kennarar leggi upp með verkefni tengd árstíðum eða hátíðum. Jól og páskar eru vinsælar hátíðir og oft leynist snilldin í einfaldleikanum. Til að mynda er hægt að skreyta jólakort og senda á milli Evrópulanda. Þá eru bátaleik- arnir verkefni sem allir íslenskir grunnskólar ættu að athuga, en þar smíða nemendur sína eigin báta og keppa við samnemendur sína í öðrum Evrópulöndum. Rósa Harðardóttir, skólastjóri Selásskóla og einn af svokölluð- um eTwinning sendiherrum á Íslandi, getur veitt áhugasömum kennurum upplýsingar um bátaleikana. Hvert sendum við kennara? Árlega fer fjöldi kennara þeim að kostnaðarlausu á ráðstefnur. Árið 2024 munu kennarar á öllum skólastigum t.d. vera á faraldsfæti til Georgíu, Noregs, Möltu og Finnlands. Síðan eru fyrirhugaðar ferðir til Hollands, Austurríkis, Grikklands og Belgíu árið 2025. Þá er einnig boðið upp á mikla starsfþróunarmöguleika í gegnum námskeið sem fara fram alfarið rafrænt. Hvernig verkefni eru þetta? Verkefnin sem skólar stofna til eru gífurlega fjölbreytt – allt frá efnafræðitilraunum á leikskóla- stigi til hringrásarfataverkefnis á menntaskólastigi. Hér á eftir eru dæmi um þrjú nýleg verkefni sem kennarar gætu prófað í sínum skóla:  X Grunnskóli: Stóru-Vogaskóli – Marc Portal – EUROPEANS BY THE SEA. Nemendur frá Frakklandi, Ítalíu og Íslandi unnu að verkefni þar sem tungumálakennsla, jarðfræði, eldfjöll og umhverfið komu öll við sögu. Verkefnið hlaut nýverið gæðamerki eTwinning. Nemend- ur lærðu jafnt um Lakagíga og Vesúvíus.  X Leikskóli: Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ – Hrefna Sigurðar- dóttir og Sigurbjört Kristjáns- dóttir – PENNA #ETW4CLIMATE. Leikskólabörn frá Spáni, Ítalíu, Póllandi og Íslandi fóru út í náttúruna og fundu fjaðrir sem þau báru saman og lærðu um fuglalíf í hverju landi fyrir sig. Einfalt og skemmtilegt, en þannig á eTwinning að vera. Verkefnið hlaut viðurkenningu á ráðstefnunni Verum græn með Erasmus+ þar sem áhersla var lögð á græn og væn verkefni.  X Menntaskóli: Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti – Soffía Margrét Magnúsdóttir – SLOWING DOWN FAST FASHION. Nemendur á fata- og textílbraut unnu með samnemendum sínum í Eistlandi og Þýskalandi. Nemendur héldu síðan viðburði í sínum skólum, og í Fjölbrautar- skólanum í Breiðholti var til að mynda haldinn fataskiptimark- aður. Tilvalin verkefni fyrir... eTwinning verkefni eru tilvalin fyrir tungumálanám, stærð- fræðikennslu, skapandi hugsun, umhverfiskennslu, raungreinar, landafræði, samfélags- og menningarkennslu. Hægt er að tengja eTwinning verkefni við nánast hvaða hluta aðalnámskrár sem er. Nánari upplýsingar um eTwinning má finna á etwinning.is eða með því að hafa samband við Landskrif- stofu eTwinning, en hún er hluti af Landskrifstofu Erasmus+ sem rekin er af Rannís á Íslandi. Auk þess eru starfandi eTwinning sendiherrar víðs vegar um land sem hafa víðtæka reynslu af eTwinning málum. Við bjóðum upp á að koma í þinn skóla með stutta og lifandi kynningu. Ekki hika við að hafa samband! eTwinning sam­ starfið gefur kennurum lausan tauminn til að skapa verkefni að eigin vild, þar sem þeir hafa frjálsar hendur til að móta verk­ efnin að sínum nemendum.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.