Skólavarðan - 2023, Qupperneq 54

Skólavarðan - 2023, Qupperneq 54
54 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 MENNTAMÁLASTOFNUN / Námsefni Í aðalnámskrá grunnskóla eru hæfniviðmið sem snúa að kennslu í kynheilbrigði einstak- linga og eru viðmiðin fléttuð saman í allt skólastarf og kennslu. Þó að kynfræðsla fari fram á öllum skólastigum er mikilvægt að hafa í huga að fræðslan tekur ávallt tillit til aldurs og þroska nemenda. SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR | YNGSTA STIG Líkami minn tilheyrir mér Líkami minn tilheyrir mér eru teiknimyndir í fjórum þáttum þar sem fjallað er um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Þættirnir voru unnir af Bivrost Film í samstarfi við Barnaheill í Noregi og fleiri aðila. Menntamálastofnun þýddi og stað- færði efnið með aðstoð frá Bivrost og KrakkaRUV. Barnaheill á Íslandi kom að yfirlestri, ráðgjöf og vinnu við efnið og RUV talsetti teiknimyndirnar. Öll börn eiga rétt á vernd og þau þurfa fullorðið fólk sem talar við þau og útskýrir hvað kynferð- islegt ofbeldi er. Þáttunum fylgja kennsluleiðbeiningar, samtalsspjöld og ráð til forsjáraðila. Það á við um þetta efni sem og annað að kennari vegur og metur út frá sínum nemendahópi hvenær efni hentar til kennslu. SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR | YNGSTA STIG OG MIÐSTIG Kyn, kynlíf og allt hitt Námsefninu Kyn, kynlíf og allt hitt er ætlað að efla sjálfsmynd nemenda, að þau finni gildi sín, setji sér mörk og virði mörk. Bókin er hugsuð fyrir 7 til 10 ára börn. Ekki er gert ráð fyrir að hún verði kennd í heilu lagi heldur er bæði um prentaða bók og rafbók að ræða og hver kennari velur úr þær blaðsíður sem eiga við hverju sinni fyrir sinn bekk. Bókin er á myndasöguformi þar sem fylgst er með fjórum börnum fræðast um kyn og kynlíf með virðingu, traust, ánægju og réttlæti að leiðarljósi. Hún er mikilvægur leiðarvísir um líkama, kyn og kynverund fyrir börn og ættu öll börn og allar fjölskyldur að geta speglað sig í bókinni. Hún veitir nauðsynlegan grunn í kynfræðslu og býður þar að auki upp á samræður milli nemenda og kennara og gerir nemendum kleift að koma á framfæri skoðunum sínum og upplifunum um leið og frætt er um virðingu, mörk, öryggi og ánægju. Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur að umræðuefni og verk- efnum sem bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti. Aftast eru fylgiskjöl við ýmis verkefni, hugtök og tillögur að námsmati. SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR | UNGLINGASTIG Sjálfbærni Sjálfbærni er stærsta verkefni samtímans. Það felst í því að stuðla að sjálfbæru lífi á okkar litlu Jörð, þéttsetinni fólki og öðrum lífverum. Verkefnið snýst ekki um að finna leiðir til að margir geti komist af heldur að skapa aðstæður svo allar manneskjur geti lifað góðu lífi. Námsefnið Sjálfbærni miðar að því að fræða nemendur um sjálfbærni á hinum ýmsum sviðum samfélagsins en hún er samofin samfélagi okkar og náttúru á marga ólíka vegu. Þá er einnig komið með dæmi um hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og haft áhrif á nærum- hverfi sitt og samfélag í heild. Rafbókin skiptist í sjö hluta. Fyrsti hluti fjallar um menningarlega fjölbreytni og umburðarlyndi, annar um jafnrétti kynja og þriðji um mannréttindi. Í fjórða hluta er farið í friðsamlega menningu, í fimmta hluta lofts- lagsbreytingar, í sjötta hluta sjálfbærni í náttúrunni og sjöundi hluti fjallar um sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Námsefnið samanstendur auk rafbókar af mynd- böndum, greinargóðum verkefnabanka og gæðakönnun- um þar sem nemendur geta metið stöðu sína og síns nærumhverfis í fyrrnefndum flokkum. Allt efnið er aðgengilegt á sjálfbærnivef Menntamálastofnunar. MMS kynnir: Námsefni tekur ávallt mið af aldri og þroska
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.