Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 10
Viðtal 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Góður leiðtogi þarf að búa yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum Viðtal og myndir: Sigríður Elín Ásmundsóttir Varst þú alltaf ákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur? Nei, ég get ekki sagt það. Ég er fædd og uppalin í Bolungarvík og eftir grunnskóla árið 2006 fór ég í VMA á Akureyri og lærði sjúkraliðann. Ég vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara á þeim tíma, hafði aldrei unnið við neitt sem náminu tengdist, auk þess var enginn heilbrigðismenntaður í minni fjölskyldu. Ég útskrifaðist sem sjúkraliði og stúdent árið 2009, flutti suður og fór að vinna sem sjúkraliði á Hrafnistu í Reykjavík. Svo liðu árin, ég flutti í Neskaupstað, byrjaði að læra grunnskóla- kennarann árið 2011 en fann mig ekki í því námi. Ég var svo í fæðingarorlofi með mitt annað barn árið 2013 þegar ég ákvað óvænt að fara í hjúkrun. Það æxlaðist þannig að vinkona mín sem var búin að ákveða að sækja um fjarnám í hjúkrunarfræði hvatti mig til að sækja um líka. Ég ákvað að skella mér, komst í gegnum klásus og útskrifaðist frá HA árið 2017. Það er gaman að segja frá því að BS-ritgerðin mín fjallaði um móttöku og meðferð heilablóðsfallssjúklinga á landsbyggðinni í samanburði við sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Það er því kannski ekki algjör tilviljun að ég er í þessu starfi í dag. Hvert lá leiðin eftir útskrift? Eftir útskrift byrjaði ég að starfa á réttar- og öryggisgeðdeildunum á Kleppi. Ég hafði tekið verknám þar og langaði að starfa á þessum deildum. Mér líkaði starfið mjög vel og starfsandinn var góður. Ég hætti samt haustið 2018 því mig langaði að skerpa á klínískri hæfni minni og fara aftur í spítalahjúkrun ef við getum orðað það þannig. Það var annaðhvort að halda áfram í geðinu eða breyta til og taugahjúkrun hafði lengi blundað í mér. Ég hef unnið á sjúkrahúsum á landsbyggðinni, bæði í Neskaupstað og á Ísafirði, og þar kynntist bráðahjúkrun í fyrsta sinn því þangað kom má segja öll flóran af sjúklingum – dýrmæt reynsla. Þú ákvaðst svo að fara í viðbótarnám í bráðahjúkrun, hvers vegna? Ég ákvað að taka viðbótardiplóma í bráðahjúkrun árið 2019 en þetta var þá nýtt nám og eftir að hafa rætt við deildarstjórann minn á þeim tíma sá ég að þetta myndi nýtast mér í starfi á taugalækningadeildinni sem er bráðalegudeild. Ég kláraði námið 2021, hóf störf á bráðamóttökunni í apríl sama ár og var þar í tæpt ár, eða þar til að ég sótti um stöðu aðstoðardeildarstjóra á taugalækningadeildinni og fékk stöðuna í janúar 2022. Nýttist reynslan á bráðamóttökunni þér á taugalækningadeildinni? Mín skoðun er sú að þeim mun meiri reynslu sem þú færð, því meira eykur þú víðsýni þína og þekkingu og það nýtist mér vel í starfi mínu í dag. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að sækja um deildarstjórastöðu? Ég sótti um stöðu deildarstjóra með það í huga að það versta sem gæti gerst væri að fá nei en mér fannst þetta áhugavert starf og ég var til í þessa áskorun. Ég tek það fram að ég var mjög ánægð í mínu starfi sem aðstoðardeildarstjóri og var efins hvort ég ætti að sækja um því ég var ekki með mikla reynslu sem stjórnandi. Samstarfsfélagar mínir hvöttu mig hins vegar eindregið til að sækja um sem átti sinn þátt í því að ég ákvað að senda inn umsókn. Ég fékk starfið sem kom mér töluvert á óvart. Það var svo fyrir tæpu ári síðan, eða í mars á síðasta ári, sem ég tók við sem deildarstjóri á taugalækningadeild hér í Fossvogi. Starfið leggst mjög vel í mig og ég hlakka oftast til að mæta í vinnuna en starfið getur á köflum verið gríðarlega krefjandi og erfitt. Stefnir þú á meira nám innan hjúkrunar? Já, að sjálfsögðu. Ég var að byrja í meistaranámi í taugahjúkrun með áherslu á heilablóðfall. Leiðtoginn Leiðtogi í hjúkrun: Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir Starfstitill: Deildarstjóri á taugalækninga- og göngudeild taugasjúkdóma á Landspítala. Aldur: 33 ára. Fjölskylduhagir: Í sambúð með fjögur börn á aldrinum 3-13 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.