Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 18
Viðtal 16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 starfsfólks og fjölskyldur þeirra þá létum við þetta ganga upp. Svo mikill samtakamáttur. Við búum vel að starfsfólki hvað það varðar. En svo er Covid að „klárast“ og þá komu eldgosin – við klárum eitt og þá kemur bara ný áskorun. Það er endalaust hægt að finna verkefni – eða maður þarf ekki að leita – þau koma til manns. Það hefur verið mikið um að vera á Suðurnesjunum undanfarið, hvernig hefur álagið verið? Deildin er eiginlega búin að að vera í viðbragðsstöðu on/off frá því það byrjaði að gjósa. Við erum búin að fá til okkar margt fólk sem hefur verið að slasa sig þegar það hefur verið að ganga upp að gosinu, með öndunarerfiðleika, ofkælingu og allt mögulegt. Það var alveg áskorun því þá vorum við enn þá á gömlu bráðamóttökunni. Það virtist fylgjast að, að þegar það var fínt „gönguveður“ þá sáum við aukningu hjá okkur. Þá fundum við alveg fyrir því að það voru fleiri að leita til okkar. Svo þann 10. nóvember sl. þegar Grindavík var rýmd þá fengum við til okkar flesta skjólstæðinga frá Víðihlíð. Þeir byrjuðu á því að fara á nokkra staði en langflestir komu á endanum hingað. Það er náttúrlega yfirfullt alls staðar og lítið pláss á hjúkrunarheimilum í kringum okkur. Þannig að við erum núna með á annarri hæðinni hjá okkur 30 skjólstæðinga bæði þá sem voru í Víðihlíð og svo einnig nokkra sem eru á bið eftir hjúkrunarheimili. Við vorum búin að opna hérna 10 rúma deild fyrir þá einstaklinga en nú eru þeir eins og segir orðnir 30. Við gerum ráð fyrir því að við munum vera á þessum stað í einhvern tíma, þ.e. heimilisfólk Víðihlíðar er ekki að fara til baka ekki á næstunni og það vantar mjög mikið hjúkrunarrými hér á svæðinu. Fylgdi þá mönnun með frá Víðihlíð? Já, svona að mestu leyti, það var náttúrlega eitthvað af fólki sem fékk ekki húsnæði hér á svæðinu og þurfi að fara annað og gat eðlilega ekki stundað vinnu hér. En langstærsti hópurinn kom hingað sem gerði okkur kleift að taka þetta verkefni að okkur því mönnunin sem var fyrir hefði ekki dugað. Við vorum einnig að opna nýja og stórglæsilega 19 rúma sjúkra- deild í október 2023 sem hefur mikið að segja fyrir stofnunina og hjálpar okkur á bráðamóttökunni mikið þar sem við þurfum minna að senda skjólstæðinga okkar á LSH þegar flæði á þeirri deild er meira. Heilbrigðisstarfsfólk er viðbúið ýmsu en býst kannski ekki við að jörðin opnist í eða við byggð, hvernig var það? Við erum með neyðaráætlun og viðbúnaðarstig og eigum þetta allt til og höfum æft með tilliti til flugslysa og annarra stórslysa en það var dálítið öðruvísi með jarðskjálftana þó að áætlun hafi verið til. Sérstaklega í tengslum við þætti eins og þegar Grindavík var rýmd 10. nóvember þá var svolítið óljóst á hvaða stigi við værum sem stofnun. Og svo þegar það gaus núna síðast og það fór af allur hiti og rafmagnið datt út þá náttúrlega þurfti að bregðast við því og á sama tíma og við vorum að reyna að finna út úr því hvernig ætti að sjá um stofnunina. Þá hafði fólk líka áhyggjur af sínum eignum og fjölskyldum. Svo komst hiti á en þá var spurningin hvað gerist ef það verður viðvarandi rafmagnsleysi og heitavatnslaust. Þá þurfa örugglega margir að fara úr bænum. Og þó að við sem stofnun séum í góðu lagi þá er ekki víst að það sé allt í góðu hjá starfsfólkinu okkar ef það þarf að fara með fjölskyldurnar sínar eitthvað annað. Við áttum í góðum samskiptum við aðrar stofnanir ef það hefði þurft að koma til rýmingar hjá okkur. Fólk var bara boðið og búið að hjálpa. Við erum komin með kennslustjóra hjúkrunar og það hafa verið miklar bætingar eins og í tengslum við æfingar og slíkt. Við erum með æfingabúnað sem við höfum nýverið fengið. Þannig að við getum hent í æfingar á bráðamóttökunni sem starfsfólk hefur lengi kallað eftir til að viðhalda færni. Þetta er nauðsynlegur þáttur í okkar starfi og einnig á þessum tímapunkti hjá okkur þar sem við höfum bætt við okkur miklum búnaði og tækjum sem starfsfólk hefur þurft að læra á. Hafa hjúkrunarfræðingar á deildinni bætt við sig námi í bráðahjúkrun? Það hafa a.m.k. fjórir klárað diploma í bráðahjúkrun og tveir eru með meistarapróf í bráðahjúkrun. Ég veit að tveir hjúkrunarfræðingar eru svo að skoða möguleika sína til að verða sérfræðingar. Hver er þín framtíðarsýn fyrir bráðahjúkrun á landsbyggðinni? Ég myndi vilja efla bráðahjúkrun á landsbyggðinni. Það er er kannski hægara sagt en gert þegar þú er með takmarkaða hjúkrunar- og læknamönnun. Það er hægt að gera svo ótrúlega margt án þess að þurfa að fara á Landspítalann. Landspítalinn ætti nánast að vera fyrir algjöra sérhæfingu þannig að fólk sé ekki að koma með minni háttar vandamál þar inn. Við erum oft að senda mjög veikt fólk á Landspítalann sem við getum ekki sinnt meira vegna þess að við erum ekki með sérhæfinguna. Landspítalinn er með sérþekkinguna og meiri úrræði en við. Þannig finnst mér að þetta eigi að virka. Endurmenntun starfsfólks á landsbyggðinni er svo takmörkuð. Þú hefur ekki tækifæri til að sækja alla endurmenntun. Landspítalinn er með fullt af endurmenntun fyrir sitt fólk. Það mætti útfæra það svolítið þegar þú ert með minni stofnanir sem hafa ekki tækifæri og bjargráð til að fara í þessa vinnu; geta nýtt það sem er verið að gera á Landspítalanum fyrir starfsfólk annars staðar. Fólk kemst t.d. ekki frá vegna þess að það er enginn til að leysa það af. Eftir allt sem er búið að fara í gegnum í Covid þar sem allt var meira og minna rafrænt og hægt að gera á netinu í gegnum fjarfundabúnað og annað þá ættum við að vinna svolítið með það, svo fleiri geti nýtt sér þá reynslu sem er til. Það er algjör óþarfi að hver stofnun sé að finna upp hjólið. Fólk kallar mikið eftir endurmenntun, annars staðnar það bara í starfi. Það vill bæta við sig þekkingu. Við erum búin að koma því í gegn að allir hjúkrunarfræðingar í fastri vinnu á bráðamóttökunni sem hafa starfað í tvö ár fara á ALS námskeið. Áður var það þannig að fólk var að fara á eigin kostnað og var þá minna um að fólk væri að fara og einnig að viðhalda skírteininu sínu. Við erum með bráðateymi fyrir stofnunina og þurfum að hlaupa í alls konar aðstæður, fara upp á fæðingardeild, sjúkradeild og heilsugæsluna. Erum einnig með greiningarsveit sem er fyrsta sveit á vettvang í stórslysum. Í þessari greiningarsveit eru nánast allir hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni. Stofnunin er í miklum vexti og verið er að vinna að aukinni fag- mennsku – auka boðleiðir og bæta samfellu og gæði í þjónustunni. Einnig er verið að vinna mikið í gæðamálum á stofnuninni og erum við komin með gæðastjóra sem hefur unnið mikið í þessum málum. Við erum að vinna að gæðahandbók fyrir stofnunina sem er ótrúlega gott. Við höfum haft aðgang að gæðahandbók Landspítala sem hefur oft reynst okkur vel og við getað nýtt okkur í starfi. Eins og áður sagði þá er kominn kennslustjóri hjúkrunar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.