Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 32
30 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024
Kjarasvið Fhí
Á ferð og flugi
Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir ofl.
Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs, Eva Hjörtína Ólafsdóttir sérfræðingur í kjaramálum og
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins hófu strax í janúar á þessu ári hringferð Fíh um landið. Þær stöllur
ferðuðust með flugi eða akandi og funduðu með hjúkrunarfræðingum um stöðuna í kjaramálunum fyrir komandi
kjarasamninga. Ritstýran fékk að fljóta með á nokkra fundi, fræðast og festa á filmu stemninguna og stuðið því
þessar þrjár eru eldhressar og fullar af eldmóði; þær ætla að berjast fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga í
komandi kjarasamningum. Það fór ekki fram hjá ritstýrunni hver rauði þráðurinn var á þessum líflegu fundum
um landið, hækkun grunnlauna var í brennidepli.
Fundað var víða um landið, m.a. á Akranesi, Húsavík, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Selfossi, í Reykjanesbæ,
og Reykjavík. Auk þess voru fjarfundnir haldnir og eftir alla þessa fundi með hjúkrunarfræðingum
eru áherslur ljósar og samninganefndin klár í slaginn.
Það var ræs klukkan 6 mánudaginn 15. janúar því
ferðinni var heitið loftleiðina til Akureyrar klukkan
7:10. Þær Guðbjörg og Harpa voru eldhressar svona
snemma dags og nýttu flugferðina til að fara yfir
komandi kjarafundi.