Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 36
34 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024
Hvað leggur þú áherslu á þegar kemur að
kjaraviðræðum?
„Almenna hækkun á launum. Ég hef ekki myndað mér skoðun á því
hvort það sé krónutölu- eða prósentuhækkun. Almenna hækkun á
launum fyrir bæði nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga og reynslumikla. Það
þarf að tryggja að þeir sem hafa hærri starfsaldur og meiri reynslu sitji
ekki eftir, rekist ekki á þak. Það er hugur í fólki og ég vonast eftir góðum
samningum,“ sagði Lára Guðríður Guðgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur á
HVE á Akranesi, sem mætti á fund Fíh þar í bæ um komandi kjaraviðræður.
Hvað finnst ykkur mikilvægast í
komandi kjarasamningum?
„Að grunnlaun séu hækkuð og að starfsreynsla sé metin
til launa,“ sagði Edda Traustadóttir, deildarstjóri á hjarta-
þræðingu Landspítalans sem mætti með prjónanana
á fund Fíh á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 20.
febrúar ásamt samstarfskonu sinni sem sagðist vera á
sama máli. „Ég er alveg sammála Eddu, þetta er það sem
skiptir mestu máli í komandi kjarasamningum,“ sagði
Guðrún Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartaþræðingu
Landspítala.
Félagið hefur flutt af Suðurlandsbraut á Engjateig 9 og þar í
kjallaranum er góð aðstaða til að halda m.a. kjarafundi og á
þessum sem fór fram þann 13. febrúar stóðu Eva og Harpa
vaktina og fóru yfir málin með hjúkrunarfræðingum.
Það er við hæfi að
síðasta myndin sé af
undirbúningsfundi
samninganefndar Fíh sem
haldin var eftir hringferðina
um landið. Þarna má sjá hluta
samninganefndarinnar, þær
Evu Hjörtínu Ólafsdóttur,
Hörpu Ólafsdóttur, Kötlu
Maríu Berndsen og Guðbjörgu
Guðmundsdóttir sem voru
hressar í upphafi fundar
og til í kjarabaráttuslaginn
fram undan.
Ari Brynjólfsson dreifir súkkulaðimolum
til hjúkrunarfræðinga.