Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 43
41 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 upplifði flókna og langvinna sorg í tengslum við andlát sonar síns. Það var ekki fyrr en tæpum fjórum árum síðar að hún upplifði á ný tilfinninguna að geta stjórnað líðan sinni. Foreldrarnir lýstu því hvernig þeir hefðu misst tengsl við raunveruleikann, alla jarðtengingu og verið dofin lengi. Á þessum tímapunkti átti engin úrvinnsla sér stað, þeir voru fastir í áfallinu og það sem meira er, þeir fundu að þeir gátu ekki stjórnað hvenær þeir væru tilbúnir í úrvinnslu eftir áfallið. Flókin og langvinn sorg: „Sorgin er alltaf þarna, hvað sem maður gerir“ Foreldrarnir upplifðu mikla og djúpa sorg í kjölfar sjálfsvígsins, dýpri en þeir höfðu áður upplifað í tengslum við ótímabær andlát, og höfðu misjafna sögu að segja varðandi stuðning og eftirfylgd í kjölfarið. Í tilfelli Örnu og fjölskyldu var lítið um úrræði og stuðning: „Það var engin hjálp neins staðar, það var enginn sem hafði vit á því að kalla þennan hóp [fjölskylduna] saman, enginn.“ Þá nefndi hún að presturinn hafi veitt heilmikinn stuðning í upphafi en seinna þurfti hún að sækja alla hjálp sjálf á eigin kostnað. Hún taldi mikilvægt að litið væri á fjölskylduna sem eina heild, allir þurfi á stuðningi að halda, og í tilvikum sem þessum séu foreldrar ekki í ástandi til þess að sinna öðrum börnum á heimilinu. Af þeim sökum er mikilvægt að langtímastuðningur sé í boði. Stuðningur við Valdísi og Hrafn var enginn, sem þeim fannst óásættanlegt. Sonur þeirra hafði skráð sig úr þjóðkirkjunni. Valdís sagði: „Aðkoma þjóðkirkjunnar hafði ekkert að segja, við vorum eiginlega bara í losti og vissum ekkert hvað við áttum að gera, það var enginn sem leiðbeindi okkur eitt né neitt, við urðum bara að finna út úr þessu sjálf.“ Undantekningin frá víðtækri upplifun af stuðningsleysi voru Katrín og fjölskylda sem fengu góðan stuðning og eftirfylgni veitta af presti strax í upphafi. Þeim fannst þó nærsamfélagið styðja þau best. Sorgin og söknuðurinn var mjög sterkur í tilviki Helenu og Þórs, en þau sögðust enn vera að læra að lifa með sorginni þar sem hún væri alltaf til staðar. Þór orðaði það svo: „Sorgin er alltaf þarna hvað sem maður gerir, hún er þarna. Hún er ekki þannig að þetta þyrmi yfir mann, hún bara er alltaf. Það er ekki þannig að maður skríði upp í rúm í þunglyndi, þetta er meira eins og að ganga í drullu, það er þungt. Ég er ekki að leita eftir því að sorgin hverfi. Ég er ekkert að leita eftir því ... ég vil halda nálægðinni við hann og ég geri það í sorginni. Það er hún sem gerir það að verkum að hann er alltaf með manni. Maður saknar hans og þannig vil ég að það verði, ég vil ekkert hætta að syrgja. Maður lærir að lifa með þessu og það er svo sem ekki í boði að gera neitt annað, en þannig er þetta bara. Við höfum aldrei ásakað hann neitt og okkur finnst alveg hræðilegt að það hafi farið svona.“ Reynsla foreldranna af úrræðum: „Hjólið sem ískrar í, það fær smurningu“ Foreldrarnir þörfnuðust nándar, stuðnings og aðstoðar nærfjölskyldu og prestar reyndust yfirleitt mjög vel. Varðandi önnur úrræði þá fylgdu því óþægindi fyrir foreldrana að hafa það á tilfinningunni að þeir þyrftu að trana sér fram eftir aðstoð, að vera sífellt þeir sem leita og kvarta yfir þjónustuleysi. Þá kom fram hjá foreldrunum að skortur á verkferlum í tilfellum eins og sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum geri það að verkum að stuðningi sé mjög misskipt. Helena og Þór kynntust lakri þjónustu og úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins þegar sonur þeirra gerði alvarlega tilraun til sjálfsvígs sem leiddi til legu á geðdeild með viðkomu á bráðamóttökunni. Foreldrunum var hvorki boðin áfallahjálp né stuðningur í ferlinu þegar þeir þurftu mjög á því að halda. Foreldrarnir nefndu þætti eins og kostnaðarminni sálfræðiþjónustu og verkferla sem myndu tryggja að aðstandendur fengju stuðning í kjölfar svo mikils áfalls sem sjálfsvíg eru fyrir aðstandendur. Iðunn og Jón upplifðu stuðningsleysi af hálfu heilbrigðikerfisins og töldu það óásættanlegt. Þeirra álit er að heilbrigðiskerfið þurfi að taka breytingum, það verði að fara í gang ferli fyrir aðstandendur og það þurfi að vera á hreinu hver virkjar það. Jón sagði: „Fólk deyr ýmist inni á heilbrigðisstofnunum eða utan og ef það er utan þá kemur lögreglan alltaf, þannig að það er lögreglan [sem] er kannski helst til þess fallin að virkja aðstoðina. Það er bara hreinlega þannig að hjólið sem ískrar í, það fær smurningu ... ef þú bara treystir því að það sé eitthvert kerfi til staðar [og gerir ekkert sjálfur] þá færðu enga þjónustu.“ UMRÆÐA Yfirskrift rannsóknarinnar er krefjandi lífsreynsla og flókin sorg sem lýsir vegferð foreldranna í hnotskurn. Heilsufar foreldra breyttist mikið eftir sjálfvígið og lýstu foreldrarnir neikvæðum breytingum á líðan, minnkuðu líkamlegu þreki, minni matarlyst, svefnleysi, minnisleysi, kvíða, streitu og verkjum og jafnvel kom til veikinda sem leiddu af sér aðgerðir. Samræmist það rannsóknarniðurstöðum Entilli og fleiri (2021a) og geta einkenni foreldranna flokkast undir líkamleg einkenni sársauka og sorgar (Spillane o.fl., 2017), en tilfinningar eins og að hafa brugðist sem foreldri, sjálfsásökun og sektarkennd eru dæmi um tilfinningar sem foreldrar glíma við eftir missi sem þennan (Castelli Dransart, 2017; Kawashima og Kawano, 2019; Shields o.fl., 2019). Foreldrarnir upplifðu allir sektarkennd, vildu hafa verið meira til staðar og vildu hafa séð í hvað stefndi, en þrátt fyrir þessar tilfinningar var niðurstaðan í öllum tilvikum sú að þeir hefðu ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvígið. Eitt foreldrið upplifði sig hafa brugðist í foreldrahlutverkinu og flestir foreldrarnir fundu fyrir sjálfsásökun. Sálræn eftirköst sjálfsvíga geta orðið mikil og alvarleg og getur líðan aðstandenda þróast þannig að þeir hugleiði sjálfir að taka líf sitt (Tal o.fl., 2017). Varðandi það var ástandið tvísýnt um tíma á tveimur heimilum sem undirstrikar mikilvægið að halda vel utan um foreldra því sorgin getur heltekið þá og það þarf að hjálpa þeim að ná tökum á þessum mikla tilvistarsársauka (Jordan, 2020). Foreldrarnir upplifðu allir flókna sorg og langvinnt sorgarferli þar sem þeim reyndist erfitt að ná fram jákvæðri breytingu á líðan. Djúpt skarð var enn til staðar og verður það alltaf en sorgin var orðin bærilegri í flestum tilvikum. Fyrsta hugsun dagsins var samt yfirleitt atburðurinn og söknuðurinn. Með tímanum lengdist tíminn á milli þeirra hugsana og þættir eins og að lifa með atburðinum varð niðurstaðan, þótt það væri nánast óbærileg tilhugsun. Foreldrarnir þörfnuðust nándar, stuðnings og aðstoðar nærfjölskyldu, og prestar reyndust líka vel þegar það átti við, en þeim fannst meira þurfa til. Í rannsókn McLaughlin og félaga (2016) voru rannsakaðar þarfir aðstandenda sem áttu ástvin í sjálfsvígshættu eða höfðu misst ástvin í sjálfsvígi. Var þar meðal annars nefnd þörf fyrir stuðning, ráðgjöf, að upplifa viðurkenningu á líðan og að hafa einhvern til að leita til. Einnig kom fram mikilvægi þess að fjölskyldumeðlimir hafi aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki og stuðning frá því. Foreldrarnir töluðu allir um þá staðreynd að heilbrigðiskerfið hafi ekki komið til móts við þarfir þeirra á skipulagðan hátt í kjölfar sjálfsvígsins, heldur hafi þeir sjálf þurft í of miklum mæli að bera sig eftir stuðningi og aðstoð. Allir hefðu þeir viljað sjá heilbrigðiskerfið taka þeim opnari örmum,að þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.