Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 57
55Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 sjálfmetna hæfni hjúkrunarnemanna. Jafnframt að námstækifæri séu fjölbreytt og krefjandi. Þá kemur fram samræmi við niðurstöður eldri rannsóknar um mikilvægi þess að deildarstjóri veiti starfsfólki jákvæða umbun (Sveinsdóttir o.fl., 2016) en ákveðnir hæfniþættir fóru saman við að framlag starfsfólks væri metið að verðleikum. Mat nemenda á hæfni kennara sinna (ERNT) bendir til þess að kennarar hérlendis séu starfi sínu vaxnir en samanborið við nemendur frá samanburðarlöndum mátu íslensku nemendurnir hæfni sinna kennara almennt meiri (Salminen o.fl., 2021). Varðandi samstarf við kennara þá mættu háskólarnir tveir skoða betur einstaklingshæfðar leiðbeiningar til nemenda og hvernig kennarar geti betur stuðlað að því að draga úr streitu hjá nemendum. Nemendur á lokaári hjúkrunarnámsins mátu siðferðisstyrk sinn svipaðan og nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar (Khoshmehr o.fl. 2020) svo og nemendur í samanburðarlöndum þessarar rannsóknar (Koskinen o.fl., 2021). Þar voru einnig stjórnendur og sjúklingar að meta hæfni nemendanna og þeir mátu íslensku nemendurna með hærri siðferðisstyrk en nemendurnir sjálfir og hæstan samanborið við önnur þátttökulönd (Koskinen o.fl., 2021). Þetta er athyglisvert og velta má fyrir sér hvort starfsreynsla við hjúkrun fyrir útskrift sé meiri hjá íslenskum nemendum en nemendum í öðrum löndum sem jafnframt hafi eflt siðferðisstyrk þeirra og öryggi til að fylgja siðareglum enda þekkt að íslenskir hjúkrunarnemendur vinna mikið með námi (Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl., 2022). Jafnvel þótt svo sé raunin má einnig leiða að því líkum að hjúkrunarnemendurnir hafi enn ekki mikla eða fjölbreytta reynslu af því að þurfa að sýna siðferðisstyrk í hjúkrunarstarfinu og því væri áhugavert að kanna hann hjá reyndari hjúkrunarfræðingum. Siðferðisstyrkur og fylgni við siðareglur eru hins vegar gildi sem vega þungt í hjúkrun og hjúkrunarkennslu frá upphafi náms og því má vera að þessar niðurstöður endurspegli þau viðhorf nemendanna að það sé sjálfsögð skylda þeirra að hjúkra á öruggan og siðlegan máta (Numminen o.fl., 2019). Niðurstaða þessarar rannsóknar, að jákvæð fylgni var á milli hæfni nemendanna í flestum hæfniþáttum og siðferðisstyrks og fylgni við siðareglur, styður við mikilvægi góðrar siðfræðikennslu í hjúkrunarnáminu með þjálfun í viðbrögðum við siðferðilegum álitamálum í klínísku starfi. Ánægja þátttakenda með námsumhverfi og námið í heild er jákvætt fyrir heilbrigðis- og háskólastofnanir. Þá var meðalánægja þeirra með námið í heild, fræðilegt og klínískt, ívið hærri en í samanburðarlöndum (Salminen o.fl., 2021) sem styður að vel er unnið við skipulag náms. Kostir þessarar rannsóknar eru að mælitæki hennar hafa verið áður notuð víða erlendis og í nokkrum rannsóknum hérlendis. Þó verður að teljast takmörkun að IS-NCS var þróað til að meta hæfni hjúkrunarfræðinga (Meretoja o.fl., 2004) og eiga ákveðin atriði í matstækinu síður við um nemendur. Mikilvægt er að þróa matstæki sem byggir á hæfniviðmiðum Evróputilskipunarinnar og einstakra háskóla. Ókostur eru fáir þátttakendur svo hafa ber fyrirvara á allri túlkun. Þetta var þó lítill árgangur og þátttaka í heildarrannsókninni var 45,1% þannig að 55% hér er ásættanlegt (Salminen o.fl., 2021). Æskilegt væri að endurtaka rannsóknina með þeim stóru árgöngum sem nú eru í námi í hjúkrunarfræði á Íslandi en áætlað er að allt að 200 nemendur útskrifist árlega á næstu árum. Loks má nefna að svarendur spurningalista hafa tilhneigingu til að setja fram jákvæða sjálfsmynd sem getur myndað fölsk tengsl eða hulið tengsl milli breytna (Van De Mortel, 2008).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.