Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 60
Ritrýnd grein | Peer review Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema á Íslandi: Þversniðsrannsókn ÚTDRÁTTUR Tilgangur Á Íslandi eru fáar rannsóknir um hvernig kennslu um kynheilbrigði er háttað í skólum og hvaða skoðanir unglingar hafa á henni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða mat framhaldsskólanema á gæðum kennslu um kynheilbrigði út frá kennsluháttum, fræðsluþörfum og kynferðislegri sjálfsvirðingu. Aðferð Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Valdir voru ellefu framhaldsskólar víðs vegar á landinu með tilgangsúrtaksaðferð. Í úrtakinu voru 2.488 nemendur, 18 ára og eldri. Könnunin var lögð fyrir í janúar 2022. Gagnagreining byggðist á lýsandi tölfræði og tilgátuprófunum með Pearson kí-kvaðrat prófi. Marktektarmörk miðuðust við p<0,05. Niðurstöður Alls svöruðu 648 nemendur (26%) könnuninni og voru konur fleiri en karlar. Tvær af þremur tilgátum um viðhorf unglinga til kennsluhátta og fræðsluþarfa stóðust en sú þriðja stóðst að takmörkuðu leyti. Marktækur munur var á viðhorfum nemenda sem töldu sig hafa fengið góða kennslu samanborið við þá sem töldu hana síðri varðandi fjölbreytni kennsluaðferða (p<0,001), hæfni kennsluaðila (p<0,001), uppfyllingu fræðsluþarfa (p<0,001), gæði svara (p<0,001) auk upplýsinga um getnaðarvarnir (p<0,001) og kynsjúkdóma (p<0,001). Mat á gæðamun kennslunnar út frá kynferðislegri sjálfsvirðingu sýndi aðeins marktækan mun á tveimur af fimm atriðum sem voru: „Ég á auðvelt með að standa með sjálfri/u/um mér þegar setja þarf mörk í kynlífi“ (p<0,05) og „Ég er óhrædd/tt/ur að standa á mínu ef kynlífsfélagi þrýstir á mig“ (p<0,05). Ályktanir Um þriðjungur þátttakenda lýsti ánægju sinni með kennslu um kynheilbrigði. Góð kennsla um kynheilbrigði að þeirra mati felst í kennsluháttum og hversu vel hún mætir fræðsluþörfum þeirra. Leggja þarf meiri áherslu á jákvæðar hliðar kynverundar í kennslu líkt og kynferðislega sjálfsvirðingu. Lykilorð Kennsla um kynheilbrigði, unglingar, gæði, kennsluhættir, fræðsluþarfir, kynferðisleg sjálfsvirðing. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Nýjungar: Niðurstöður þessarar rannsóknar veita innsýn í reynslu og viðhorf íslenskra unglinga til gæða kennslu um kynheilbrigði á Íslandi. Hagnýting: Unnt er að nýta niðurstöðurnar við stefnumótun um kennslu um kynheilbrigði á Íslandi. Þekking: Sú þekking sem hlýst af þessari rannsókn nýtist við kennslu og gefur jafnvel kennsluaðilum dýpri skilning á þörfum nemenda. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður rannsóknarinnar geta reynst leiðbeinandi fyrir störf skóla- hjúkrunarfræðinga sem lúta að kennslu um kynheilbrigði í grunn- og framhaldsskólum. doi: 10.33112/th.100.1.2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.