Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 61
59 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema á Íslandi: Þversniðsrannsókn INNGANGUR Kennsla um kynheilbrigði veitir börnum og unglingum mikilvæg verkfæri til að lifa heilbrigðu kynlífi sem felst í því að taka upplýstar ákvarðanir um kynhegðun sína og bera ábyrgð á kynheilbrigði sínu og annarra (Goldfarb og Lieberman, 2021; Reis o.fl., 2011; Sóley S. Bender, 2012). Markmið hennar er að auka þekkingu unglinga, móta og efla viðhorf þeirra og færni. Kennslan þarf að byggja á fjölbreyttu og gagnreyndu námsefni og kennarinn þarf að vera menntaður eða þjálfaður á sviði kynheilbrigðis. Jafnframt á kennsla að vera gagnvirk og með fjölbreyttum kennsluaðferðum, til að mynda fyrirlestrum, umræðum, verkefna- og hópavinnu (UNESCO, 2018; WHO og BZgA, 2010). Rannsóknir hafa lengi sýnt fram á gagnsemi kennslu um kynheilbrigði þá sérstaklega varðandi áhættukynhegðun, til dæmis í ábyrgari ákvörðunum sem sjá má í seinkun á fyrstu samförum, aukinni notkun getnaðarvarna og færri tilfellum kynsjúkdóma (Jaramillo o.fl., 2017; Mueller o.fl., 2008; Reis o.fl., 2011). Síðustu áratugi hafa bæði rannsóknir á því sviði og námsefni verið að miklu leyti um áhættukynhegðun og frjósemisheilbrigði, þar sem kynhegðun unglinga er oft talin neikvæð eða vandræðahegðun sem geti haft neikvæðar afleiðingar (Anderson, 2013; Kågesten og Reeuwijk, 2021). Kynheilbrigði unglinga snýst þó ekki einungis um að koma í veg fyrir áhættukynhegðun og hefur umræðan á seinni árum orðið jákvæðari. Vaxandi áhersla hefur verið lögð á kynferðislega vellíðan, ánægjulegt kynlíf og tilfinningalega og félagslega færni sem viðkemur kynheilbrigði (Kågesten og Reeuwijk, 2021; Mitchell o.fl., 2021). Þar með eru jákvæðar og ánægjulegar hliðar kynheilbrigðis að fá meiri hljómgrunn og aukin áhersla er til dæmis lögð á mikilvægi sjálfstrausts og kynferðislegrar sjálfsvirðingar (Anderson, 2013). Kynferðisleg sjálfsvirðing (e. sexual self-esteem) vísar til þess sjálfstrausts og vellíðanar einstaklingsins sem kynveru og hæfni hans til samskipta um kynheilbrigðismál (Anderson, 2013). Rannsóknir hafa bent á mikilvægi kynferðislegrar sjálfsvirðingar, til dæmis í tengslum við kynferðislega ánægju (Anderson, 2013; Ménard og Offman, 2009; Peixoto o.fl., 2018). Rannsókn Ménard og Offman (2009) sýndi meðal annars fram á tengsl milli sterkari kynferðislegrar sjálfsvirðingar og meiri kynferðislegrar ánægju í samböndum þátttakenda sinna. Í fræðilegri samantekt Anderson (2013) gáfu niðurstöður til kynna að aukin þekking á eigin kynverund og sterkari kynferðisleg sjálfsvirðing hefði jákvæð áhrif á lífsgæði fólks sem sjá mátti til dæmis í auknum samskiptum milli maka, minni kvíða og aukinni kynferðislegri ánægju. Þá kom einnig fram að kennsla um kynheilbrigði með áherslu á jákvæðar hliðar kynverundar hafði jákvæð áhrif á smokkanotkun (Anderson, 2013). Þrátt fyrir mikla forvitni barna og unglinga um kynhegðun ásamt sterkum skoðunum þeirra á fyrirkomulagi kennslu um kynheilbrigði, þá sýna erlendar rannsóknir að sjaldan er tekið tillit til viðhorfa þeirra við mótun hennar (Bauer o.fl., 2020; Corcoran o.fl., 2020; Harris o.fl., 2021). Bæði Alþjóðaheilbrigðistofnunin og Miðstöð um kynfræðslu í Evrópu benda á að með því að virða þarfir og óskir unglinga væri hægt að auka gæði kennslunnar (WHO og BZgA, 2010). Hér á landi hefur hins vegar lítið verið rannsakað hvernig íslenskir unglingar vilja að kennslu um kynheilbrigði sé háttað (Sóley S. Bender og Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir, 2015). Miðað við nýlegar eigindlegar íslenskar rannsóknir virðist ekki vera komið nægilega til móts við fræðsluþarfir unglinga (Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir Höfundar HELGA SIGFÚSDÓTTIR doktorsnemi SÓLEY S. BENDER1 prófessor emerita GUÐNÝ BERGÞÓRA TRYGGVADÓTTIR2 verkefnastjóri 1Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands 2Félagsvísindastofnun, Háskóli Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.