Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 75
73 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 atvik á umræddum deildum eru að einhverju leyti af öðrum toga en á öðrum deildum Landspítala. Eins er meira af tækjabúnaði á skurðstofum en á öðrum deildum. Þannig er viðbúið að atvik tengd tækjabúnaði séu fleiri þar. Flest atvik voru af alvarleikaflokki 1 og ollu sjúklingum engum eða óverulegum skaða. Þrátt fyrir að mikilvægt sé að skrá alvarleg atvik er ekki síður mikilvægt að skrá atvik sem ekki valda skaða eða hefðu geta orðið („near miss“). Með skráningu er byggt upp gagnasafn en gögn eru sem fyrr segir grundvöllur allrar umbótavinnu (Katz o.fl., 2020). Niðurstöðurnar benda þannig til þess að fagfólk skrái atvik óháð alvarleika, svo koma megi í veg fyrir endurtekningu atviks. Í rannsókninni kom fagfólk með tillögur til úrbóta í 59% tilfella. Algengast var að fagfólk teldi að bætt samskipti, betri mönnun og minna álag gæti komið í veg fyrir að atvik endurtaki sig. Þetta á samhljóm í erlendum rannsóknum (Fagerström o.fl., 2018; Nilsson o.fl., 2018). Starfsemi skurðstofanna byggist á þverfaglegu samstarfi fagfólks sem er fjölbreyttur hópur og samanstendur af mismunandi fagstéttum sem allar hafa mismunandi for- <gangsröðun, hlutverk, bakgrunn, sérfræðiþekkingu og reynslu en hjúkrunarfræðingar eru á flestum stöðum í meirihluta. Þrátt fyrir sameiginlegt markmið allra, að öryggi sjúklings sé í forgrunni, getur andrúmsloftið oft og tíðum verið spennuþrungið. Til þess að tryggja sem öruggustu og árangursríkustu meðferðina þarf samstarfið að vera gott og samskiptin skilvirk og skýr (Teunissen o.fl., 2019). Á skurðstofum Landspítala er vinnuumhverfið samt þannig að flestir þekkja vel sitt samstarfsfólk, vita hverjir eru nýir og óreyndir og til hvers má ætlast af hverjum og einum. Niðurstöðurnar benda til að þörf sé á að leggja meiri áherslu á að þjálfa fagfólk í uppbyggjandi samskiptum og virkri teymisvinnu, sem samræmist einnig erlendum rannsóknum (Teunissen o.fl., 2019). Leggja þarf áherslu á þjálfun í kerfisbundinni upplýsingamiðlun hvort sem er á munnlegu eða skriflegu formi og notkun gátlista við flutning sjúklinga milli þjónustustiga. Oft er tíminn til samskipta naumur og með gátlista er líklegra að allar mikilvægar upplýsingar komist til skila og þannig má draga úr líkum á atvikum (Clapper og Ching, 2019). Mönnun og vinnuskilyrði eru mikilvæg fyrir öryggi sjúklinga. Meiri hætta er á atvikum þegar verkefnin eru flókin og mönnunin er undir viðmiðunarmörkum (Danielsson o.fl., 2019; Huang o.fl., 2018). Eins hefur mikið vinnuálag, langar vaktir, næturvinna og mikil yfirvinna fagfólks í för með sér þreytu sem eykur líkur á mistökum (Oyebode, 2013). Þetta kemur einnig fram í íslenskri rannsókn þar sem skurðhjúkrunarfræðingar telja hraða, vinnuálag, þreytu og undirmönnun ógna öryggi sjúklinga (Herdís Alfreðsdóttir og Kristín Björnsdóttir, 2009). Mikið álag á fagfólk hefur einnig verið tengt við mikla starfsmannaveltu og aukna fjarveru vegna veikinda sem aftur eykur álag á annað fagfólk og veldur enn meiri hættu á atvikum (Huang o.fl., 2018). Styrkleikar rannsóknarinnar eru að gögnin eru heildstæð og ná yfir þriggja ára tímabil. Þau eru úr einu rafrænu kerfi og endurspegla allar atvikaskráningar sem gerðar voru á þeim starfseiningum sem voru með í úrtakinu. Takmarkanirnar eru að atvikaskráningin var ekki gerð í rannsóknarskyni. Það er líklegt að ekki hafi öll atvik verið skráð og því er hér einungis hægt að skoða það sem skráð var. Eins er erfitt að bera þessar deildar saman þar sem ekki er gefinn upp fjöldi skurðaðgerða á hverri einingu fyrir sig. Atvikaskráningarkerfið er jafnframt gamalt og gögnin um margt takmörkuð sem gefur takmarkaða möguleika á gagnavinnslu. Hins vegar er von á nýju kerfi fljótlega sem mun gefa meiri möguleika til gagnavinnslu. Atvikaskráning á Landspítala er ekki nægjanlega markviss sem torveldar úrvinnslu og nýtingu atvikaskráningar. Leggja þarf meiri áherslu á bætta atvikaskráningu, samræma skráningu milli eininga og auka gæði þannig að auðveldara verði að vinna með niðurstöður. Þjálfun fagfólks í notkun staðla og gátlista, sem og í samskiptum, getur minnkað líkur á endurtekningum á óvæntum atvikum. Mörg atvik eru skráð á að tækjabúnaður virki ekki sem skildi og bendir það til þess að huga þurfi betur að viðhaldi og endurnýjun á tækjabúnaði á þessum deildum. Stjórnendur þurfa að stuðla að öflugri öryggismenningu með því að sýna forystu og nýta atvik til lærdóms og umbóta. Aukin endurgjöf og umfjöllun um atvik, áhættustjórnun og stöðugar umbætur, eflir öryggismenningu og þátttöku fagfólks í gæða- og umbótavinnu. ÞAKKIR Hagdeild Landspítala er þakkað fyrir að útvega gögn til rannsóknarinnar. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga er þökkuð styrkveiting til rannsóknarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.