Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 79
77 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 „Sykursýki tegund 2 er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að hugsa um daglega:“ Reynsla einstaklinga, 65 ára og eldri, af sykursýkismóttöku heilsugæslunnar INNGANGUR Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerir ráð fyrir að fjöldi einstaklinga, eldri en 60 ára, aukist um 10% eða frá því að vera 12% í 22% af heildar fólksfjölda í heiminum á árunum 2015 til 2050 (WHO, 2017). Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands telur að einstaklingum 80 ára og eldri fjölgi um 5.700 fram til ársins 2030 eða um 46% (Hagstofa Íslands, 2017). Samkvæmt íslenskum lögum telst einstaklingur sem náð hefur 67 ára aldri, aldraður (Lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999). Með hækkandi aldri aukast líkurnar á langvinnum sjúkdómum og sjúkdómstengdum einkennum (Taani o.fl., 2020). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (2021) metur að um 41 milljón manns muni deyja árlega af völdum lífsstílstengdra sjúkdóma eða langvinnra sjúkdóma. Til langvinnra sjúkdóma teljast meðal annars háþrýstingur, sykursýki tegund 2 og hjarta- og lungnasjúkdómar (Matthys o.fl., 2017; WHO, 2021). Tíðni sykursýki hefur margfaldast í heiminum á síðastliðnum áratugum (Buja o.fl., 2021; IDF, 2021; WHO, 2021) einkum í vanþróaðri og fátækari löndum (WHO, 2021). Í íslenskri samanburðarrannsókn á algengi meðhöndlaðrar sykursýki tegund 2 á Íslandi á árunum 2005 og 2018 kom í ljós meira en tvöföldun algengis í nær öllum aldurshópum hjá bæði konum og körlum. Með hækkandi aldri jókst algengið og var hæst um áttrætt (Bolli Þórisson o.fl., 2021). Breytt aldurssamsetning þjóða kallar á breyttar áherslur í heilbrigðisþjónustu. Aukin þekking og framfarir í heilbrigðisþjónustu hafa leitt til áherslubreytinga í öldrunarþjónustu, frá sjúkdóms- og stofnanamiðaðri þjónustu í einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem einstaklingurinn tekur þátt í mótun þjónustunnar (Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, 2019). Bakgrunnur rannsóknar Sykursýki er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem krefst eftirlits og mögulega ævilangrar meðferðar (Lean o.fl., 2018). Sykursýki var níunda algengasta dánarorsök í heiminum árið 2019 (WHO, 2021). Einstaklingar með sykursýki tegund 2 (SS2) eru oft með fleiri en eina sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt Buja og félaga (2021) hafa níu af hverjum tíu einstaklingum með sykursýki tegund 2 að minnsta kosti tvær sjúkdómsgreiningar. Sykursýki er aðalorsök blindu, nýrnabilunar, hjartaáfalla, heilablóðfalls og aflimunar á neðri útlimum (WHO, 2021). Rannsóknir hafa sýnt tengsl milli sykursýki tegund 2, offitu, lítillar líkamlegrar virkni og annarra lífsstílstengdra þátta svo sem reykinga og áfengisneyslu (Lean o.fl., 2018). Einnig eru vísbendingar um að jákvæð tengsl séu á milli þunglyndis og sykursýki (Pouwer o.fl., 2020). Höfundar INGIBJÖRG ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR ÁRÚN K. SIGURÐARDÓTTIR deild mennta og vísinda Sjúkrahúsinu á Akureyri Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.