Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 89
87 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Tímalengd föstu og undirbúningur aðgerðar hjá 67 ára og eldri á Landspítala vegna mjaðmabrots: Lýsandi afturvirk rannsókn INNGANGUR Fasta fyrir skurðaðgerð er nauðsynleg til að tryggja öryggi sjúklinga í aðgerð og fyrirbyggja ásvelgingu (Fawcett og Thomas, 2019). Þær reglur sem unnið hefur verið eftir sl. 22 ár fela í sér að fasta skuli í 8 klukkustundir (klst.) á þunga fasta fæðu, 6 klst. á fasta fæðu, 4 klst. á brjóstamjólk og 2 klst. á tæra drykki (Sweitzer, 2017). Mantran fasta frá miðnætti hefur verið lífseig og hafa rannsóknir sýnt að fasta sé allt of löng og hefur fengið heitið „hinn hljóði faraldur“ (e. silent epidemic) (El-Sharkaway o.fl., 2021; Williams o.fl., 2019). Í rannsókn Van Noorts o.fl. (2021) sem gerð var á tveimur hollenskum sjúkrahúsum var gerður samanburður á föstu sjúklinga fyrir aðgerð með 10 ára millibili, árin 2009 og 2019. Úrtökin voru jafnstór, niðurstöðurnar sýndu að fasta var of löng hjá 90,3% á fasta fæðu og 67,8% á tæra drykki og var meðaltími föstu þrisvar sinnum lengri en ráðlagt er. Enginn marktækur munur var á lengd föstu á þessu 10 ára tímabili. Á Landspítala var farið í átak að kynna föstureglur á árunum 2009–2010 og ári síðar var gerð rannsókn (Brynja Ingadóttir o.fl., 2016) til að kanna lengd föstu og leiðbeiningar til sjúklinga. Niðurstöður voru að einungis 27% fengu réttar leiðbeiningar. Þær neikvæðu afleiðingar sem lengd föstu hefur eru einstaklingsbundnar en þorsti, hungur, eirðarleysi, þreyta, ógleði, uppköst, slappleiki, vöðvarýrnun, lækkun á blóðþrýstingi, aukið insúlínviðnám, höfuðverkur og kvíði eru algeng. Þegar líkamleg og andleg streita tengd skurðaðgerð bætist við eykst álag á hjarta og lungu (McCormick o.fl., 2020). Þetta getur aukið efnaskiptahraða og gengið á sykurbirgðir líkamans með tilheyrandi niðurbroti á vöðvaprótínum (McCormick o.fl., 2020). Því er mikilvægt að sjúklingar fái næga næringu eins lengi og leyfilegt er . Áhersla hefur verið lögð á að nota kolvetnaríka drykki fyrir aðgerðir og kom danski læknirinn Kehlet fyrstur fram með flýtibatameðferð (e. enhanced recovery). Hafa rannsóknir sýnt að drykkirnir geti aukið vellíðan, dregið úr hungri og þorsta, flýtt fyrir eðli- legri þarmastarfsemi og þannig stytt sjúkrahúslegu og dregið úr fylgikvillum skurðaðgerða (Leger o.fl., 2020; Panjlar o.fl., 2021). Upp úr fimmtugu fer að bera á líkamlegum breytingum í flestum líffærakerfum einstaklings, fitumassi eykst, rýrnun verður á vöðvum, minnkað hlutfall vökva í líkamanum og almennt minni orkuþörf (Dent o.fl., 2019). Með hækkandi aldri eykst hrumleiki (e. frailty). Hrumleiki er aldurstengt ástand þar sem versnandi lífeðlisfræðileg geta verður í flestum líffærakerfum og minnkuð hæfni líkamans til að takast á við veikindi. Með aldrinum dregur úr hungur- og þorstatilfinningu og þolir eldra fólk verr að vera lengi fastandi en þeir sem yngri eru. Ef vits- munaleg skerðing er einnig til staðar getur mögulega komið fram skortur á frumkvæði að bera sig eftir því að drekka sem getur haft áhrif á vökva og næringarinntekt (Dent o.fl., 2019). Höfundar ÞURÍÐUR GEIRSDÓTTIR Landspítali ÁRÚN KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Sjúkrahúsið á Akureyri Háskólinn á Akureyri LÁRA BORG ÁSMUNDSDÓTTIR Landspítali, Háskóli Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.