Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 99

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 99
97 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert Reynsla einstaklinga með offitu af heilbrigðiskerfinu INNGANGUR Algengi offitu í heiminum hefur farið hraðvaxandi síðustu áratugi (World Health Organization [WHO], 2022). Offita er algengari í efnameiri löndum heimsins (OECD, 2017). Fullorðnum Íslendingum með offitu hefur farið fjölgandi og var hlutfallið komið upp í 27,4% árið 2022 (Embætti landlæknis, e.d.). Offita er flókinn, langvinnur sjúkdómur sem stafar af mörgum mismunandi þáttum, s.s. erfðum, líf- og lífeðlisfræðilegum áhrifum, s.s. hormónum og/eða lyfjanotkun, félagsþáttum og umhverfisáhrifum (Obesity Canada, e.d.; WHO, 2022). Offita er skilgreind sem óeðlilegt eða umfram fitumagn sem eykur líkur á heilsufarsvandamálum. Miðað er við að fólk sé með líkamsþyngdarstuðul >30 kg/m2 (WHO, 2023). Offita er m.a. metin út frá líkamsþyngdarstuðli, mittismáli og færniskerðingu (WHO, 2022). Reynsla einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðiskerfisins hefur verið nokkuð rannsökuð. Fræðileg samantekt Farrell o.fl. (2021), á 32 greinum um upplifun skjólstæðinga með offitu um allan heim, sýndi að algengt var að þessi hópur fólks væri óánægður með heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk. Fólk lýsti neikvæðri reynslu eins og virðingarleysi og lítilli samúð heilbrigðisstarfsfólks, dónalegum athugasemdum og ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Skjólstæðingar óskuðu jafnframt eftir því að fá viðeigandi þjónustu, samkennd, skilning og að vera viðurkenndir sem einstaklingar. Margir upplifðu þunglyndi, streitu, lélega sjálfsmynd og andlega vanlíðan þegar þjónustan var ekki viðeigandi. Skjólstæðingarnir töluðu einnig um þyngdarfordóma heilbrigðisstarfsfólks og ótta sinn við óviðeigandi þjónustu sem yllu því að þeir einangruðu sig. Niðurstöður þversniðsrannsóknar Sobczak o.fl. (2020), á 621 pólskum einstaklingi með offitu, gáfu til kynna að þeir hefðu fengið verri heilbrigðisþjónustu en aðrir. Um 83% skjólstæðinga nefndu óviðeigandi eða óþægilegar athugasemdir og að þeir hefðu upplifað að heilbrigðisstarfsfólk hefði minni áhuga á að veita þeim meðhöndlun en fólki í kjörþyngd. Skjólstæðingar nefndu oftast særandi athugasemdir og hegðun (81%). Af þátttakendum í rannsókninni höfðu 77% upplifað að rætt væri um þyngd á faglegan máta og um helmingur þátttakenda nefndi að hann hefði upplifað stuðning, umhyggju og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Niðurstöður þversniðsrannsóknar Rodriguez o.fl. (2020) á 501 barnshafandi konu í yfirþyngd í Bandaríkjunum voru sambærilegar. Þær upplifðu heilbrigðisþjónustuna almennt góða en þó töluðu 20% um þyngdarfordóma eða neikvæð viðhorf, særandi eða óviðeigandi athugasemdir og neikvæðar spár um framgang heilbrigðrar meðgöngu og fæðingar. Eftir því sem þátttakendur voru þyngri varð upplifun þeirra af þjónustunni neikvæðari, þeir leituðu sér síður aðstoðar eða skiptu um þjónustuveitanda (Mensinger o.fl., 2018; Phelan o.fl., 2022). Niðurstöður eigindlegrar rannsóknar Conz o.fl. Höfundar UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri ÁRÚN KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Deild mennta- og vísinda á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.