Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 101

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 101
99 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Siðfræði Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni (VSN-21-220). Þátttakendur fengu skriflegt kynningarbréf um rannsóknina og skrifuðu undir upplýst samþykki áður en viðtölin hófust. Til að tryggja nafnleynd var hverjum þátttakanda gefið rannsóknarnafn og nöfnum og staðháttum breytt. Niðurstöður Yfirþemað Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert er lýsandi fyrir upplifun þátttakenda. Reynsla þeirra var að mestu sambærileg. Flestir þátttakendur voru með langa reynslu af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk sem hafði áhrif á upplifun þeirra. Allir höfðu bæði jákvæða og neikvæða reynslu af samskiptum við fagfólk heilbrigðiskerfisins. Þeim fannst eðlilegt að heilbrigðisstarfsfólk talaði um offitu við þá, því þeir vissu að offita er óheilbrigt ástand fyrir líkamann. Hins vegar er ekki sama hvernig það er gert. Greind voru þrjú þemu og fjögur undirþemu (sjá mynd 1). Aðgát skal höfð í nærveru sálar Þemað tengist faglegum samskiptum og viðhorfum heilbrigðis- starfsmanna til einstaklinga með offitu. Almennt töldu þátt- takendur heilbrigðisstarfsfólk vinna gott starf en þeir lýstu því að of margt þeirra gerði það ekki. Þyngdin hafði áhrif á samskiptin og þátttakendur töldu sig fá betri þjónustu þegar þeir höfðu lést eftir efnaskiptaaðgerðir. Undirþemun eru Hlustun og Framkoma gagnvart skjólstæðingum. Hlustun Þátttakendum þótti það, að hlustað væri á þá, einn mikilvægasti þátturinn í heilbrigðisþjónustunni. Þeir lýstu því að upp á þetta vantaði hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki. Sumt heilbrigðisstarfsfólk áliti þyngdina orsök alls sem hrjáði þau, s.s. langvarandi kvefs, sýkinga, einkenna eftir byltu o.fl., og hvorki hlustuðu né tækju tillit til erindis þeirra og heilsufars. Þeim fannst setningar eins og „farðu heim, grenntu þig og komdu svo aftur og talaðu við mig“ (Karen) of algengar. Þess vegna fannst þeim þeir ekki fá úrlausn sinna mála og upplifðu fordóma í heilbrigðiskerfinu. Karen fannst aftur á móti frábært þegar læknir „... hlustaði, spurði mig nánar út úr og sýndi þannig framkomu að mér leið eins og að henni væri ekki sama um mig. Hún hafði áhuga og kom með ábendingar.“ Og Andrea sagði: Það var alveg sama hvenær ég hitti lækninn, hún setti alltaf upp sérstakan svip og sagði: „Ég þarf ekkert að segja við þig, þú veist alveg hvað þarf að gera.“ Ég hefði getað verið með hægra augað í hendinni og það hefði bara verið af því að ég var of feit. Framkoma gagnvart skjólstæðingum Það skipti máli að þátttakendum væri sýndur áhugi, virðing og umburðarlyndi í stað þess að upplifa að þeir væru dæmdir fyrir þyngdina. Þeir sögðu mikilvægt að litið væri á þá sem manneskjur. Mikilvægt væri að finna heilbrigðisstarfsfólk með góða og faglega framkomu. „Læknirinn tók mark á því sem ég var að segja og horfði ekki á hvað ég var þungur. Ég upplifði ekki að ég væri feitur hjá honum“ (Daníel). Margir sögðust hafa upplifað að vera dæmdir um leið og þeir kæmu inn til heilbrigðisstarfsfólks og upplifðu þá áhuga- og virðingarleysi. Þeir kvörtuðu undan því að hafa lent í ónærgætnu tali, athugasemdum og framkomu af hálfu heilbrigðisstarfsfólks. Flestir höfðu fengið athugasemdir um holdafar, lífsstíl eða gert hafði verið ráð fyrir að þeir glímdu við fylgikvilla offitu. Þátt- takendum fannst ganga betur að vinna með heilbrigðisstarfsfólki með jákvætt viðmót og sem sýndi þeim virðingu. Góð framkoma heilbrigðisstarfsfólks leiddi til þess að þátttakendur upplifðu að þeir fengju góðar upplýsingar, stuðning og ábendingar um leiðir til úrbóta. Inga sagði: „... hægt að nálgast feita manneskju á manneskjulegan hátt. Þú þarft ekki að koma með einhvern skít.“ Heilbrigðisþjónusta sem grípur alla Þátttakendur sögðu þjónustuna þurfa að vera aðgengilega og töldu of fátt heilbrigðisstarfsfólk sinna fólki með offitu. Erfitt væri að finna þjónustuna, fá úrræði væru í boði og bið eftir meðferðum löng. Fáum hafði verið vísað áfram í sérhæfða þjónustu. Nokkrir Tafla 2. Dæmi um gagnagreiningu. Gögnin voru flokkuð í merkingareiningar, samþjappaðar merkingareiningar, kóðuð og flokkuð í undirþemu og þemu skv. leið- beiningum Graneheim og Lundman (2004) Yfirþema: Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert Merkingagreining Samþjöppuð merkingar- eining Kóðun Undir- þema Þema Svo kem ég til [læknis]. Hún setur mig í alls konar próf. Ég kem aftur til hennar daginn eftir og hún segir: Björg mín, veistu að þú ert að drepa þig úr næringarskorti. Ég trúði henni ekki. „Frábært, enn ein með fordóma“. En þá var ég bara ekki með neitt járn í blóðinu (Björg) Eftir alls kyns próf var Björgu bent á að hún væri með næringar- skort. Skildi það sem fordóma en var með járnskort. Mis- skilningur vegna fyrri reynslu. Viðkvæmni og virðingar- leysi. Að horfast í augu við eigin styrk- leika og takmark- anir. Ég er bara að bíða eftir að maðurinn sem að tók mig síðast hafi samband (Einar). Bara hringja aftur af því að maður þarf stundum líka að leggja sig eftir þessu sko (Diljá) ... Maður þarf náttúrlega líka að vera móttæki- legur fyrir því sem er verið að reyna að ráðleggja manni. Maður er sinnar eigin gæfu smiður. Þú verður að leggja þitt af mörkum, ábyrgðin er ekki bara heil- brigðisstarfsfólksins. Ef að manni eru gefin einhver tæki og tól verður maður að vera tilbúinn að taka þau og nota (Birta). Sumir bíða eftir að fá þjónustuna til sín en hver og einn þarf líka að hugsa um sjálfan sig og sækjast eftir nauðsynlegri þjónustu. Mikil- vægt að sækjast líka sjálfur eftir þjónustu. Vinna með þyngdar- stjórnun. Það er eðlilegt að tala um o itu en það er ekki sama hvernig það er gert Aðgát skal höfð í nærveru sálar Að horfast í augu við eigin styrkleika og takmatakanir Heilbrigðiskerfi sem grípur alla Framkoma gagnvart skjólstæðingnum Hlustun Viðkvæmni og virðingarleysi Vinna með þyngdarstjórnun Mynd 1. Greiningarlíkanið skiptist í yfirþemað „Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert“, þrjú þemu og fjögur undirþemu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.