Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 102

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 102
100 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 lýstu því að hafa þurft að biðja um eða jafnvel berjast fyrir því að komast í meðferð við offitu og þátttakendur töluðu um mikilvægi þverfaglegrar heilbrigðisþjónustu. Flestum fannst heilbrigðiskerfið vanmáttugt að takast á við sjúkdóminn offitu og töluðu um að þekkingu skorti á sjúkdómnum, meðhöndlun væri ekki fullnægjandi og úrræðin of fá. Þeir gerðu sér grein fyrir að þyngdin hefði áhrif á heilsufar þeirra. Mikilvægt væri að meðhöndla offitu, fylgisjúkdóma hennar og aðra sjúkdóma. Karen sagði: „Enginn hefur frætt mig um hvernig ég geti lést.“ Algengt var að þátttakendur fengju upplýsingar um að þeir ættu að hreyfa sig meira og borða minna eða að létta sig. Daníel var heilsuhraustur. Hann veiktist árið 2020 og leitaði á sjúkrahús. Hann var skoðaður en þrátt fyrir alvarleg einkenni var horft á þyngdina og hann sendur heim. „Þetta var hræðilegt. Fyrst það fannst ekkert að mér í blóðprufum þá var ég bara of feitur og sendur heim. Einn sagði það orðrétt. Ég þurfti alltaf að vera að koma aftur og aftur með sjúkrabíl.“ Ari datt úr stiga. Niðurstaða skoðunar var að „... lappirnar eru hættar að bera þig. Þú verður bara að létta þig.“ Honum var neitað um verkjalyf og frekari meðhöndlun en hann var með klemmda taug og brjóskáverka. Mörgum hafði verið neitað um meðferðir eða aðgerðir sökum þyngdar. Ingunn sagði: „Það átti að svæfa mig eftir korter. Þá kom læknirinn og henti mér út því honum fannst ég allt of feit.“ Andrea sagði frá neikvæðu viðmóti ljósmóður sem kynnti úrræði sem væru í boði en bætti alltaf við „nei, þú ert náttúrlega of feit svo það gengur ekki.“ Önnur ljósmóðir sem hún hitti sá ekkert að því að hún nýtti sér þessa þjónustu. Þátttakendur bentu á að auk úrræða vantaði utanumhald, hvatningu, stuðning og eftirfylgd. Þeir sem fengu viðeigandi úrræði eða meðferðir voru ánægðir, jafnvel þótt meðferðin skilaði ekki alltaf þyngdartapi. Þátttakendur sögðu sumt heilbrigðisstarfsfólk vera með fordóma gegn efnaskiptaaðgerðum. Þá fannst þátttakendum vanta betri undirbúning fyrir efnaskiptaaðgerðir og langtímaeftirfylgni. Þeir óttuðust hve margir þyngdust aftur eftir aðgerðirnar. Þátttakendur ræddu það sem þeim þótti ábótavant við búnað í heilbrigðiskerfinu. Svo heilbrigðisþjónustan grípi alla þarf búnaðurinn að vera nægilega stór og sterkbyggður þannig að allir geti nýtt hann. Algengt var að það vantaði stórar mansettur á blóðþrýstingsmæla sem þeim fannst sérstakt því það þarf oft að mæla blóðþrýsting hjá einstaklingum með offitu. Þátttakendur sögðu mikilvægt að vigtar væru hæfilega langt frá veggjum svo þeir gætu nýtt þær en enginn hafði lent í að vigtin væri ekki gerð fyrir þeirra þyngd. Upplifun þátttakenda var að það sé almennt algengara í dag að búnaður sé nægilega stór og sterkbyggður svo hann henti öllum. Að horfast í augu við eigin styrkleika og takmarkanir Þemað tengist tilfinningum og viðhorfum einstaklinganna til sjálfra sín. Þátttakendurnir höfðu gert ítrekaðar tilraunir til að léttast með misgóðum árangri og voru sammála um að offita og óheilbrigt líferni fylgdust ekki alltaf að. Undirþemun eru Viðkvæmni og virðingarleysi og Vinna með þyngdarstjórnun. Viðkvæmni og virðingarleysi Það skein í gegnum viðtölin að einstaklingarnir voru viðkvæmir og næmir á viðmót heilbrigðisstarfsfólks. Þeir voru meðvitaðir um þyngd sína og fannst óþarft að ræða alltaf þyngd og útlit. Þeir sögðu faglegt tal um offitu mikilvægt en jafnframt vandasamt. Að mati þátttakenda var það ekki tákn um fordóma að tala um offitu. Þeir töldu minni hluta heilbrigðisstarfsfólks vera með fordóma en það hefur „rosalega mikil áhrif. Mér finnst ekki for- dómar þegar það er verið að benda manni á að það gæti verið gott að léttast en það þarf að taka út viðhorfið að þetta sé aumingjaskapur“ (Andrea). Nokkrir þátttakenda töluðu um að vera með þyngdarfordóma í eigin garð. Sumir létu þyngdina ekki trufla sig og tóku fullan þátt í félagsstarfi. Aðrir lýstu því hvernig þeir skömmuðust sín fyrir útlit sitt og drægju sig í hlé. Rúmlega sextug kona heyrði nýlega að offita væri langvinnur sjúkdómur sem hún „ætti ekki sök á. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er hætt að skammast mín fyrir það hvað ég er feit“ (Ingunn). Öllum fannst erfitt að láta segja sér að létta sig og fá neikvætt viðmót. Þeir sögðu að hægt væri að nálgast þá með nærgætni þannig að þeim liði vel. Nokkrir þátttakenda lýstu vanlíðan sinni gagnvart vigtun. Margir óttast þyngdaraukningu, vilja ekki fá hana staðfesta og eru hræddir við viðbrögð fagfólks. Margir þátttakenda stóðu ekki með sjálfum sér: „Þegar ég fer til lækna er ég eins og lítið sætt lamb, ég þori ekki að segja neitt af því að ég vil ekki vera fyrir“ (Jóhanna). Þátttakendur áttu það til að misskilja samskipti við heilbrigðis- starfsfólk. Eftir rannsóknir hjá lækni var Björgu tjáð að hún væri með næringarskort. „Fyrsta hugsun mín var að hún væri að gera grín að mér af því að ég er svo feit. En þá var ég ekki með neitt járn í blóðinu“. Barnshafandi konur, sem voru sendar í sykurþolspróf eins og klínískar leiðbeiningar mæla með, töldu ljósmæður vera að senda sig í rannsóknina vegna þyngdarfordóma en ekki vegna klínískra leiðbeininga. Nokkrir gengu á milli heilbrigðisstarfsfólks í leit að þjónustu eða þeim sem hefði þekkingu á offitu. Aðrir gáfust upp við að leita sér að heilbrigðisþjónustu. „Ég gat ekki meira. Andlega hliðin var farin. Ég gat ekki látið fólk niðurlægja mig meira en ég gerði sjálf þannig að ég steig til hliðar og bara fékkst við mín mál á hnefanum“ (Lára). Daníel var með líkamsþyngdarstuðul 48 kg/m2 og óskaði eftir aðstoð við þyngdarstjórnun. Læknirinn tók illa í að aðstoða hann. „Ég var mjög sár. Þarna var ég að opna mig í fyrsta skiptið við einhvern annan en konuna mína og var laminn niður. Ég upplifði mikla þyngdarfordóma.“ Hann leitaði sér ekki aðstoðar aftur fyrr en hann veiktist alvarlega. Inga fór fyrst í leghálsskimun 40 ára þar sem hún óttaðist neikvæða upplifun af þjónustunni. Þátttakendur bentu einnig á að það geti verið alvarlegt að hætta að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Sumir létu ekki bjóða sér hvaða þjónustu sem er, svöruðu fyrir sig, gengu út eða leituðu annað. Björg neitaði að stíga á vigt: „Ég geri það bara næst þegar ég kem, ég ætla að vera glöð þegar að ég fer.“ Inga sagði: Ég er náttúrlega farin að standa meira með sjálfri mér, bara byrsta mig þegar ég fæ skít. Ég sagði einu sinni: „Ha, er ég of feit? Guð minn góður, ég er að fara að gráta.“ Manninum brá svo að hann var bara stamandi. Af hverju gerði ég þetta ekki miklu fyrr? Vinna með þyngdarstjórnun Þátttakendur sögðu vinnu með þyngdarstjórnun vera samvinnu þeirra og heilbrigðisstarfsfólks. Þeir þyrftu að vera tilbúnir að bera sig eftir og þiggja aðstoðina. „Þú verður að leggja þitt af mörkum. Maður er sinnar eigin gæfu smiður“ (Birta). Þeir sögðu þyngdarstjórnun vera krefjandi vinnu og „bara eilífðar strögl“ (Hulda). Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.