Mímir - 01.04.1962, Page 26
lenzkukennslu í gagnfræðastigsskólum er að
gera nemendur sem hæfasta til að beita móð-
urmálinu, jafnt í ræðu sem riti, auðga orða-
forða þeirra, skerpa skilning þeirra á réttri
og rangri meðferð tungunnar, kynna þeim
íslenzkar úrvalsbókmenntir að fornu og nýju
og glæða bókmenntasmekk þeirra. Kennslunni
ber að baga í samræmi við þennan megin-
tilgang, en minni áherzla skal lögð á ýmsan
fróðleik um málið, er lítt eða ekki stuðlar
að því að ná framangreindu markmiði“,
(Menntamál XXXIV. (1961), 307—308).
Þetta þykir mér mjög skynsamleg stefnu-
skrá, og ég get ekki betur séð en í niðurlags-
orðunum sé liógværlega vikið að því atriði,
sem ég drap á áðan, að allt of mikill tírni ís-
lenzkukennara fer í ófrjótt stagl. Margir þeirra
þráast við að troða inn í unglingana ýmsum
vísindum, sem naumast eru í samræmi við
) ^
talmálið, eins og það er nú hjá þorra þjóðar-
innar. Vill það þá verða út undan, sem mest
er um vert, að auðga orðaforða nemendanna
og glæða málkennd þeirra, en þörfin fyrir
þetta verður æ brýnni, eftir því sem slangur-
mál og enskuslettur ná meiri tökum á æsk-
unni.
Með bættum aðferðum og endurskoðuðu
námsefni mætti vafalaust fá mjög aukinn
tíma til að sinna þessum verkefnum. Það er
ekki nóg að gcra tillögur um að auka bók-
menntalestur; til þess að svo geti orðið, þarf
að draga mjög úr þeim tíma, sem varið er
til málfræði- og stafsetningarkennslu. Kétt er
þó að hafa það í huga, að aukinn bókinennta-
lestur er tilgangslítill, nema breytt sé mjög
um kennsluaðferðir, og er það mál rætt
nokkuð í fyrrnefndri grein Oskars Halldórs-
sonar.
Ég hef þegar tekið frain, að ég tel brýna
þörf nýrra kennslubóka í málfræði, þar sein
efnið sé tekið öðrum tökum í nánari tengslum
við lifandi mál. Þeir, sem semja þær bækur,
mættu gjarna bafa í huga þessa setningu, sem
ég sá nýlega í enskri handbók fyrir kennara:
„It is always desirable to present linguistic
material in situations that are real and me-
aningful to tbe learner“. í margnefndri álykt-
un er lagt til, að dregið sé úr kennslu í setn-
ingafræði og kommusetningu, og er það gleði-
fregn. Þar er einnig lagt til, að gerðar verði
rannsóknir á tíðni orða og stafsetningar-
kennsla fyrst og fremst miðuð við algengustu
orð og orðmyndir. Það er satt að segja furðu-
legt, að þetta skuli ekki hafa verið tekið upp
fyrir löngu. Einnig er boðuö endurskoðun á
stafsetningarreglum, og ætla ég að leyfa mér
að ræða það mál lítið eitt.
Stafsetningin hefur löngum verið allvið-
kvæmt mál, og er ég ekki í vafa uni, að mikill
fjöldi manna mun telja það hina mestu goðgá
að breyta nokkuð núgildandi stafsetningu.
Það er auðvitað rétt, að breytingar á staf-
setningu liafa ætíð ýmsa erfiöleika í för með
sér, en svo gallað getur stafsetningarkerfi þó
verið, að ávinningurinn við að breyta því
skyggi algerlega á gallana, og svo liygg ég, að
bér sé báttað.
Það er nú orðið flestum Ijóst, að ekki er
hægt að fylgja framburði í einu og öllu. En
liann hlýtur þó að vera sá grundvöllur, sem
stafsetningin byggist á, þótt uppruni og rit-
befð eigi um leið að vera sú kjölfesta, sem
heldur benni í jafnvægi. Það er alkunna, að
tilraun Konráðs Gíslasonar til að færa staf-
setninguna nær framburði mistókst, en af
þeim mistökum má ýmislegt læra, og þegar
tillit er tekið til þeirra framfara, sem orðið
bafa í bljóðfræði og hljóÖungafræði á seinni
árum, er augljóst, að hægt er að færa íslenzka
stafsetningu miklu nær framburði en nú er.
Það er viðurkennt, að stafsetningin getur far-
ið mjög nærri því að vera fónemísk í málum,
sem breytast liægt eins og íslenzkan.
Einn erfiður þrándur er þó í götu staf-
setningarbreytinga, en það er sá illi draugur
vaninn, sem tröllríður Islendingum ekki síður
en öðrum þjóðum. Markinu verður því sjálf-
sagt ekki náð nema í áföngum. Ég ætla nú
að drepa á helztu röksemdir, sem ég bef heyrt
gegn breytingum á núverandi stafsetningu.
18