Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 9

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 9
gæti eflst móti veldi ættar hans. Ekki er vitað um erindi Snorra á Gautlandi, en hitt er víst, að þau hjón, Kristín og Askell, tóku vel á móti honum, og að skilnaði gáfu þau Snorra margar góðar gjafir og þar á meðal merki Fólkunga, en það hafði Eiríkur konungur Knúts- son borið, þá er hann felldi Sörkvi konung. Eftir að hafa dvalið sumarlangt með Askatli og Kristínu, hélt Snorri aftur til Noregs og var annan vetur með Skúla Bárðarsyni. IV. Skúli Bárðarson var hálfbróðir Inga konungs Bárðarsonar, er ríkti í Noregi frá 1204—1217. Á síðustu ríkisstjórnarárum Inga var Skúli orðinn mjög valdamikill, og gerði konungur hann að jarli sínum. Þegar Ingi féll frá, upphóf- ust enn á ný deilur milli höfðingjanna, um það hver ætti næstur að setjast í hásæti Norð- manna. Skúla Bárðarson studdi kirkjan og meiri hluti aðalsins, en harðsnúnasti hópur Birki- beina vildi taka til konungs Hákon Hákonar- son, sem þá var aðeins 13 ára að aldri. Fór þá svo, að Skúli vék fyrir Hákoni til þess að varðveita einingu aðalsins. Það, sem ýtti undir sameiningu yfirstéttarinnar var, að bændur í Þrændalögum höfðu hafið vopnaða uppreisn og neitað að borga skatt. Sameining aðalsins gegn hræringum bænda og öreiga var fyrst og fremst verk Skúla jarls, það er hann, sem tekur allar mikilvægar stjórnmálalegar ákvarð- anir á síðustu ríkisstjórnarárum Inga konungs og fyrstu ríkisstjórnarárum Hákonar Hákonar- sonar. Aform Skúla eru greinilega þau að sam- eina og skipuleggja aðalinn undir sterkri kon- ungsstjórn. Þetta var afleiðing efnahagsþróunar 13. aldar og átti hliðstæður í öðrum löndum Evrópu. Þrátt fyrir það, að Hákon Hákonar- son var til konungs tekinn 1217, fékk Skúli jarl að halda þriðja hlutanum af ríkinu, en Skúli gætti ekki að sér, og konungsvaldið óx honum yfir höfuð. Hákon eignaðist smðning kirkjunnar með því að leyfa erkibiskupi að slá mynt. Arið 1233 var Skúli sviptur völdum, en fékk að halda óskertum tekjum, árið 1237 var hann titlaður hertogi, en það var aldrei annað en nafnið tómt. Að lokum tók Skúli hertogi sér konungsnafn á Eyrum í Niðarósi 6. nóvem- ber 1239, en valdataka Skúla misheppnaðist og var hann drepinn af konungsmönnum utan við Niðarós vorið 1240. V. Þegar Snorri Sturluson hafði dvalið með Skúla jarli veturinn 1220, hélt hann aftur heim til Islands. Hafði hann þá ort um jarlinn kvæði, en þegið að launum ágætar gjafir, þar á meðal skip það, er hann sigldi á til Islands. Eftir heimkomuna eykst veldi og auður Snorra enn. Skömmu síðar gengur hann að eiga Hallveigu Ormsdóttur, ekkju Björns Þorvalds- sonar. 1237 hélt Snorri aftur utan og er enn með Skúla næstu tvö ár. Þá bárust honum fregnir af Orlygsstaðabardaga. Þótti honum hinn mesti skaði eftir Sighvat bróður sinn. En vorið eftir fékk Snorri skip og bjó til hafs með samþykki hertogans, en þegar hann var búinn til brottferðar, komu menn sunnan frá konungi með bréf. I því stóð, að konungur bannaði öllum Islendingum útferð það sumarið. Þegar Snorri sá bréfin, sagði hann: „Ut vil ek" og breytti í engu sínum fyrirætlunum. I Sturlungu segir frá því, að Skúli hertogi hafi gefið Snorra jarlsnafn, áður en hann hélt frá Noregi. Þar stendur: „Og þá er þeir voru búnir, hafði hertoginn þá í boði sínu, áður þeir tóku orlof. Voru þá fáir menn við tal þeirra hertogans og Snorra. Arnfinnur Þjóðólfsson og Olafur hvítaskáld voru með hertoganum, en Orækja og Þorleifur með Snorra. Og var það sögn Arnfinns, að hertoginn gæfi Snorra jarls- nafn, og svo hefur Styrmir hinn fróði ritað: „Artíð Snorra fólgsnarjarls", — en engi þeirra Islendinga lét það á sannast. (Sturl., II, bls. 363) Eftir þetta létu þeir Snorri í haf og tóku Vestmannaeyjar. Því hefur löngum verið haldið fram, að Skúli hertogi hafi sæmt Snorra jarlstigninni gegn því, að hann kæmi Islandi undir norsku krúnuna, 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.