Mímir - 01.02.1974, Qupperneq 15

Mímir - 01.02.1974, Qupperneq 15
KRISTJÁN ÁRNASON: SAMTÍNINGUR UM ÖRLÖG FORNRA U-STOFNA í ÍSLENZKU Samsetningur þessi er átta daga prófrítgerð í þættinum „Saga íslenzkrar tungu" skrifaður í maí 1973. Augljósustu agnúarnir voru leiðréttir áður en textinn fór í prentun, hinir gætu orðið mönnum víti til varnaðar. — K. Á. Inngangur 0.0 Sá beygingarflokkur nafnorða, sem í germ- anskri samanburðarmálfræði er kenndur við u- stofna, er einn af þeim beygingarflokkum, sem eru á undanhaldi í germönskum málum. Ein- göngu í karlkyni nafnorða er hann til í öllum elzm germönskum mállýzkum, en í hinum kynjunum og lýsingarorðum eru aðeins eftir leifar, mest í gotnesku. Orðið fé er eina hvorug- kynsorðið í íslenzku, sem með nokkru móti getur kallazt u-stofn, og orðið hönd er talið sýna leifar gamallar u-istofnabeygingar í þágu- falli sínu, hendi. Einhver dæmi hafa menn þótzt finna þess í germönskum málum að orð, sem áður höfðu aðra beygingu, hafi fallið inn í u-stofnaflokk- inn, en í norrænu hefur þessi beygingarflokk- ur eflaust aldrei verið mjög virkur (pródúktív- ur) í þeim skilningi, að honum hafi bætzt ný orð nema í undantekningartilfellum. Hitt er miklu fremur einkennandi fyrir u-stofna, að þeim fer fækkandi, og í nútímaíslenzku er vafamál, hvort hægt er að tala um u-stofna sem sérstakan beygingarflokk. I elztu íslenzku (eða vesturnorrænu) er í handbókum allstór hópur karlkynsnafnorða talinn hafa u-stofna- beygingu. Flest orð eru sennilega talin upp hjá Alf Torp í ritgerð hans, Gamalnorsk ordav- leiding, fyrir orðabók hans og Hægstads.1 þar telzt mér til, að hann nefni u. þ. b. 150 orð. Ekki leikur neinn vafi á því, að í tímans rás hefur sól þessa beygingarflokks farið lækkandi í íslenzku, bæði hvað snertir sérkenni beygingar og fjölda orða, og er hann þó eflaust ekki blómlegur í elzta máli miðað við aðra beyg- ingarflokka. Það mundi vera hlutverk þessa ritgerðarkorns að gera tilraun til þess að varpa nokkru Ijósi á örlög hans í þróun íslenzkunn- ar, eftir því sem tök eru á á þeim skamma tíma, sem skammtaður er. Það gefur auga leið, að átta dagar er skammur tími til þess að gera slíku efni skil, og er þess vegna mörgu sleppt, sem hefði þurft að athuga, t. a. m. er sleppt að mestu að fjalla um orð, sem beygjast í forn- máli eins og fögnuður, en í nútímamáli er það eina snið hinna fornu u-stofna, sem virð- ist vera virkt (pródúktívt). Verra er þó, að ekki var um að ræða neinn efnivið til að vinna úr, annan en þann, sem fyrir liggur í algengustu handbókum, þannig að flest það, sem hér er lagt til málanna, er fengið að láni frá öðrum. Annað atriði, sem háir þessari ritsmíð, er það, að gott yfirlit yfir beygingarfræði nútíma- íslenzku vantar alveg, en sögu íslenzka beyg- ingakerfisins verða að mínu mati ekki gerð almennileg skil, fyrr en slíkt yfirlit liggur fyrir, og lítið er hægt að segja um u-stofna í nútímamáli, nema haft sé í huga beygingar- kerfi allra íslenzkra karlkynsorða, a. m. k. þeirra sterku. 1 Marius Hægstad og Alf Torp: Gamalnorsk ordbok med nynorsk tyding, Kristiania 1909. bls. XXXIV og XLIX. 15

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.