Mímir - 01.02.1974, Page 21

Mímir - 01.02.1974, Page 21
er ýmislegan fróðleik að finna.1 Jón hefur eng- an sérstakan beygingarflokk u-stofna, sem held- ur er ekki við að búast, en þau orð, sem hér um ræðir, er að finna á víð og dreif í kafla hans um karlkyns nafnorðabeygingu. Um þf. flt. má segja, að þær upplýsingar, sem fást við athugun á frásögn hans, bendi helzt til þess, að þolfallsmynd nútímamáls hafi honum fund- izt eðlilegast mál. T. a. m. beygir hann orðið björn í nf. og þf. flt.: birner, birne; dór (= dör, sem Finnur Jónsson telur, að sé forn hgk.-orðið darr): derer, dere; knór: knerer, knere; óm: erner, erne (bls. 3Ó—31; spöm (= spónn); spcener, spcene (bls. 32.) og drdttur: drcetter, drcette (bls. 36.). Eins og dráttur, segir Jón, að beygist hdttur, mdttur, sldttur, og þradur (bls. 35.). Fyrir tvíkvæð orð, sem hafa l í fyrri samstöfu og enda á -ar í ef. et. gefur Jón eftirfarandi beygingardæmi: (bls. 35.). Sing. Plur. N. fiórdur. N. firder. G. fiardar. G. fiarda. D. firde. D. fiórdum. A. fiórd. A. firde et fiórdu. Sing. Plur. N. gólltur. N. gellter. G. galltar. G. gallta. D. gellte vel giallti. D. gólltum. A. góllt. A. gellte vel gólltu. Telur hann síðan upp allmörg orð, sem hann segir að beygist eins. A bls. 32. segir hann í athugasemd við beygingu orðsins spónn: „Apud Veteres legitur... in Dativo Plurali spánum, in Acc. spánu." Vitnisburð Jóns Magnússonar er e. t. v. ekki hægt að túlka ótvírætt á einn veg. Svo gæti virzt í fljótu bragði sem þau orð, sem hafa ö og jö í nf. et., hafi ennþá stöku sinnum u-þol- fall, en með hliðsjón af ummælum Jóns í at- hugasemdum við orðið spónn virðist mér eðli- legra að skýra u-myndirnar annaðhvort sem lærdóm eða að þær séu settar inn til að gera grein fyrir fallmyndum í föstum orðasambönd- um eins og að koma í opna skjöldu. Þessu til viðbótar má geta þess, að Halldór Halldórsson ræðir lítillega um málfræði Jóns Magnússonar í grein í Islenzkri tungu 4. 1963,2 og telur hann þar, að mál það, sem Jón Magnússon lýsi, sé nokkuð bókmálsskotið, og að úr rímum og öðru bókmáli geti verið runnar ýmsar orð- myndir, sem ólíklegt sé, að hafi verið notaðar í talmáli á hans tíma (bls. 69—70). I þýðingu Jóns Olafssonar úr Grunnvík á Nikulási Klím eftir Ludvig Holberg frá 1745 er að sögn Jóns Helgasonar þf. flt. að mestu leyti með hinni fornu mynd, t. a. m.: liðu, háttu, löstu. „Nýrrar beygingar gætir lítt", segir hann en nefnir nokkur dæmi: leste, lestina af löstur, kecke af kökkur. A-stofna myndanir nefnir J. H. vegana við hlið vegu af vegur, og orðið stigur segir hann, að beygist eins og aJstofn.3 Það að upprunáleg þolfallsending virðist al- gengari hér en búast mætti við samkvæmt því, sem hér að framan segir, má e. t. v. skýra sem málfyrningu hjá Jóni Grunnvíking, en hann var lærður maður í fornum fræðum, eins og allir vita. Þó er bezt að fullyrða ekki neitt að svo stöddu. Skal nú látið staðar numið við að tína saman upplýsingar um þf. flt., en reynt að draga saman einhverja niðurstöðu. Svo sem segir í 1.1 finnst eitt dæmi um þf. flt. með endingunni -i og i-hljóðvarpi rótarsérhljóðsins í AM. 645 4°. Handbækur fyrir fornmálið nefna slíka þf. mynd í örfáum orðum. Björn Karel telur, að i-ending- in komi fyrir í fyrsta lagi á síðari hluta 13. aldar. Ur bréfum fram til 1450 hafa ekki bor- izt nein dæmi um i-þf. I biblíuritum 16. aldar 1 Málfræðin er gefin út í: Finnur Jónsson: Den islandske grammatiks historie til o. 1800, Khöfn. 1933. 2 Halldór Halldórsson: Sitthvað um orðið kvistur, íslenzk tunga 4., 1963, bls. 57—81. 3 Ludvig Holberg: Nikulás Kiím. Islenzk rit síðari alda 3. Khöfn. 1948. (Útg.: Jón Heigason), bls. 300. 21

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.