Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 25

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 25
Ef. et.: sonar (29 dæmi alls) sunar (8 dæmi alls). Nf. flt. synir (19 dæmi alls) seoner (4 dæmi í Hóm.) s0nir (5 dæmi alls) sonir (2 dæmi í El.) Þf. flt.: sono (Algengast) suno (2 d. í Hóm.) spno (1 d. í Hóm. og 1 d. í 645 4°). Þgf. flt.: sonom (3 dæmi alls) sfinom (1 d. í 645 4°). Ef. flt.: sona (3 d. alls) suna (1 d. í 645 4°) s<þna (1 d. í 645 4°. 0 er í þessari mynd leiðrétting fyrir v, sbr. útgáfuna, bls. 40.) Sá óvenjulegi fjölbreytileiki í stofnsérhljóð- inu, sem hér kemur fram, sést ekki, svo ég viti, í öðrum u-stofna orðum í ekta máli. Hvernig á honum stendur, er ekki gott að segja. Fljótt á litið virðast myndir með 0, oe eða p helzt koma fyrir í i-hljóðvarpsföllunum, þgf. et. og þf. flt. í Hómilíubókinni, en í 645 koma slíkar myndir fyrir í öllum föllum auk mynda með u og o, nema ef. et. Þó er eitt dæmi um myndina sgno í þf. flt. í Hómilíubókinni. Ekki gefst hér tími til að gefa þessu þann gaum, sem vert væri, og skal látið við þetta sitja að sinni um beygingu orðsins sonur í fornu máli. Nokkurn fróðleik er að finna um beygingu þessa orðs í tiltækum handbókum um síðari alda mál, og skal nú tínt til það helzta. Björn K. Þórólfsson nefnir eitt dæmi um þgf. myndina son í et., rímbundna á móti von, frá 16. öld. úr Handbók Marteins Einarssonar frá 1555.1 Eins og áður getur, nefnir Jón Helgason dæmi um þf. flt. af sonur ýmist syni eða sonu í Nýja testamenti Odds.2 Auk þess getur hann þess, að báðar myndirnar, sonur og son, séu notaðar í nf. et. en „oftast sonr".3 I Guðbrandsbiblíu er mjög algengt, að orðið sonur sé endingarlaust í nf. et., og telur Bandle, að það sé talsvert (bedeutend) algengara en að endingin sé með. Þó getur hann þess, að end- ingarlausa myndin sé ekki notuð með viðskeytt- um greini. Sérstaklega telur Bandle endingar- lausu myndina vera algenga á eftir orðum í eignarfalli, t. a. m. Gud er ecke... Manns son, og svotil algild er endingarlausa myndin í föður- nöfnum, en þó er hitt til: Alexander Philippi sonurA Um þgf. et. af þessu orði nefnir Bandle eitt dæmi endingarlaust, en sýnir líka mynd með endingu,5 af þf. flt. eru bæði til myndirn- ar syne og sonu.G Jón Magnússon gefur eftirfarandi beygingar- dæmi fyrir orðið sonur:7 Sing. N. sonur, siinur et son. G. sonar, sunar et sons. D. syne. A. son et sún. Plur. N. syner. G. sona et súna. D. sonum et súnum. A. syne, sonu et súnu. Þetta beygingardæmi er nokkuð frábrugðið því, sem gildir í nútímamáli. Það sem einkum er athyglisvert er, að í öllum föllum, sem ekki hafa i-hljv. eru gefnar myndir með u í rót.8 Þeirra margvíslegu sérhljóðatilbrigða, sem komu fram í elztu handritum gætir, að því er virðist, ekki í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, og Bandle tekur það sérstaklega fram, að o sé einrátt í rót orðsins í þeim föllum, sem það á við, í Guðbrandsbiblíu, en segir, að myndir með u í rót lifi a. m. k. fram á 14. öld.'J Björn Karel minnist ekki heldur á það í bók sinni, að mismunandi rótarsérhljóð komi fram í þessu orði. Það skýtur því nokkuð skökku við, að Jón Magnússon gerir u-myndunum jafnhátt undir höfði og o-myndunum. Hlýtur þetta enn að auka á efasemdir um það, að það mál, sem Jón Magnússon er að lýsa, sé venjulegt 17. ald- ar mál, heldur taki Jón upp í mállýsingu sína myndir, sem hann þekkir úr eldra máli. 1 Um ísl. orðm., 83. 2 Málið, bls. 54. 3 Málið, bls. 6l. 4 Bandle: Die Sprache, bls. 238—239. 5 Ibid. bls. 240. 6 Ibid. bls. 242. 7 Isl. gramm. hist., bls. 41. 8 Olíklegt þykir mér, að táknið 'ii’ standi fyrir annað en u /y/, sbr. að á bls. 40. í útg. Finns stendur myndin sunur án tvípunktsins. 9 Die Sprache, bls. 243. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.