Mímir - 01.06.2007, Page 10

Mímir - 01.06.2007, Page 10
Kristín Eik Gústafsdóttir Hálb er öld hvar Um lokhljóðun [v] á eftir / og r 1. Inngangur Grein þessi er unnin upp úr lokaritgerð greinar- höfundar til B.A.-prófs í íslensku sem gerð var sumarið 2006. Rannsóknarefni ritgerðarinnar var lokhljóðun [v] á eftir / og r í orðum eins og orf > orb og kálfur > kálbur. Merki um breytinguna er að finna í stafsetningu fjölmargra handrita frá ýmsum tímum. Ekki var ráðist í það mikla verk að lesa allar ritaðar heimildir þess tíma og var þess í stað stuðst við mállýsingar útgefinna handrita. Þar ber hæst handritaútgáfiir Stofnunar Árna Magnússonar á Islandi, Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn og Samfund til Ud- givelse af gammel nordisk Litteratur. Einnig var farið yfir rit Handritastofnunar Islands, auk fjölda annarra bóka. Leitast var við að finna svör við spurningum á borð við frá hvaða tíma vitnisburð um hljóðbreytinguna er að finna, hvar á landinu hún kom upp og hvernig hún breiddist út og að lokum hvers eðlis breytingin er og í hvaða hljóð- umhverfi hún átti sér helst stað. 2. Hugmyndir fræðimanna um hljóð- breytinguna Lokhljóðun [v] á eftir l ogr hefur ekki verið rannsökuð til hlítar en þó nokkrar vangaveltur hafa verið um uppruna hennar og eðli. Kristján Arnason (2005:351) segir ritháttinn koma fram í handritum allt frá þrettándu öld og segir að breytinguna megi rekja til svipaðrar tilhneiging- ar og þeirrar sem olli því að talði varð taldi og gáftf\ar varð gálgar. Ásgeir Blöndal Magnússon (1959:18-23) telur framburðinn koma upp vest- anlands á fjórtándu öld eða fyrr og breiðast það- an til norðurs, hörfa síðan og deyja út um 1800. Hann segir enn fremur að breytingin rð, gð,fi > rd, gd, fd í orðum eins og hardur, sagdi og hafdi eigi margt skylt með b-framburði á eftir / og r. Kxistján Árnason (1990:24) styður þá ályktun en hann segir að almenn tilhneiging til lokhljóðun- ar í ákveðnum hljóðasamböndum hafi komið upp á fjórtándu öld. Björn K. Þórólfsson (1925: xxvi) telur framburðinn ekki hafa breiðst veru- lega út fyrr en á fjórtándu öld og segir að hann hafi verið talsvert útbreiddur á fimmtándu og sextándu öld. Samtímaheimildir um lokhljóðun [v] á eftir / og r eru fáar en Eggert Ólafsson kallar fram- burðinn „bögumæli almúgans" í Réttritabók sinni, Lbs. 2003 4to, frá 1762 (sjá Árna Böðv- arsson 1951:171). Guðbrandur Vigfusson (1864: xlv) segist hafa þekkt áttræðan Dalamann, fædd- an 1762, sem hafði þennan framburð. Þá minn- ist Björn M. Ólsen (f. 1850) á eitt dæmi þessa framburðar úr Svarfaðardal í vasabókum sínum (sjá Ásgeir Blöndal Magnússon 1959:23) og Rasmus Rask segir framburðinn finnast á Norðurlandi í minnispunktum sínum í Add. 627 c 4to frá byrjun nítjándu aldar (sjá Jón Helgason 1960). 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.