Mímir - 01.06.2007, Side 11

Mímir - 01.06.2007, Side 11
3. Tiltækar heimildir um lokhljóðun [v] á eftir / og r Hér verður aðeins stiklað á stóru um þau dæmi sem fundust um hljóðbreytinguna. Þeim sem hafa frekari áhuga á dæmasafninu er bent á að lesa ritgerðina sjálfa en þar má finna ítarlega út- tekt á þeim orðmyndum sem fundust. Þau handrit og bréf sem geyma dæmi Iblrb- framburðar eru allmörg. Heimildir um lok- hljóðun [v] á eftir / og r er að finna í einu af elstu íslensku handritunum, GKS 1812 IV 4to frá um 1192, en í handritinu eru tvö dæmi um lokhljóðsritháttinn. Það segir okkur að breyt- ingin er afar gömul og eldri en fræðimenn hafa talið hingað til. Omögulegt er að segja til um aldur hennar en breytingin gæti hafa komið upp á tólftu öld eða jafnvel miklu fyrr. Tvö dæmi fundust síðan í Konungsbók eddukvæða, GKS 2365 4to, frá um 1270. Frá fjórtándu öld eru dæmin heldur fleiri, eða þrjátíu og tvö talsins úr fimmtán handritum og bréfum með að minnsta kosti sextán ólíkum höndum. Fjölda dæma var að finna frá fimmt- ándu öld. Fimmtíu og átta dæmi fundust í AM 107 fol. frá sautjándu öld, sem er líklega eftir- rit Resensbókar frá um 1400 eða jafnvel aðeins fyrr. Því má deila um hvort handritið skuli telj- ast til fjórtándu eða fimmtándu aldar. Þess utan fundust fjörutíu og tvö dæmi í nítján fornbréf- um og sjö önnur dæmi fundust í fimm hand- ritum. Það gera eitt hundrað og sjö dæmi frá fimmtándu öld skrifuð af um tuttugu og fimm skrifurum. Frá sextándu öld fundust tuttugu og sjö dæmi í tíu fornbréfum. Þá fundust níu dæmi í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (sjá Jón Helgason 1929) auk eins dæmis í Búalögum (útg. Jón Þorkelsson 1915-33). Sextán dæmi fundust í Guðbrandsbiblíu (Bandle 1956) og þrjú önnur í Bréfabók Guðbrands byskups Þor- lákssonar (útg. Páll Eggert Ólason 1919-42). Þegar hér er komið sögu fer dæmunum ört fækkandi. Frá sautjándu öld fundust aðeins tíu dæmi í fjórum handritum. Frá átjándu öld fundust þrjátíu og þrjú dæmi úr þremur ritum Björns Halldórssonar (1780, 1783 og 1992). Frá átjándu og nítjándu öld eru til afar dýr- mætar heimildir um framburðinn. Þær finnast í Réttritabók Eggerts Ólafssonar, en ritið er elsta varðveitta samtímalýsing //>/r/>-framburð- ar, og í inngangi Guðbrands Vigfússonar að Eyrbyggja sögu (1864). Þar talar hann um gaml- an mann í Dölunum sem hafði þennan fram- burð. Björn M. Ólsen minnist einnig á fram- burðinn í vasabókum sínum og Rasrnus Rask segir framburðinn finnast á Norðurlandi. Frá nítjándu öld fundust að lokum tvö dæmi í kvæðinu Stiklastaða orusta eftir Jón Þórðarson Thoroddsen (1919). Afþessu má sjá að þessi lokhljóðsframburð- ur á sér samfellda sögu frá tólftu öld og allar götur fram á nítjándu öld. Björn Guðfinnsson (1946-64) gerði ítarlega rannsókn á íslenskum mállýskum á fjórða áratug tuttugustu aldar. Þar minnist hann hvergi á lokhljóðun [v] á eftir / og r og má draga af því þá ályktun að framburð- urinn hafi verið alveg horfinn úr máli Islend- inga þegar rannsóknin var gerð. 4. Túlkun ritaðra heimilda Áður en við getum dregið nokkrar ályktanir af þeim dæmum sem tínd eru til hér á undan er nauðsynlegt að íhuga hvaða málheimildir eru til og hversu áreiðanlegar þær eru. Haraldur Bernharðsson (2002:175-6) bendir á fjórar meginheimildir en þær em: (l)a. Stafsetning fornra handrita. b. Forn kveðskapur. c. Samanburður, annars vegar innri saman- burður og hins vegar ytri samanburður. d. Samtímalýsing á fornu máli. I þessari rannsókn var að mestu stuðst við staf- setningu handrita og fornbréfa en þó fundust 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.