Mímir - 01.06.2007, Síða 17

Mímir - 01.06.2007, Síða 17
Þórgunnur Oddsdóttir Frá heimild til huggunar Um íslenskar minningargreinar 1. Inngangur Menn segja stundum í gamni að á Islandi sé enginn dáinn fyrr en búið er að kveðja hann með minningargrein á síðum Morgunblaðsins} Þótt minningargreinar af einhverju tagi þekkist í blöðum víða erlendis má segja að hin íslenska minningargrein eigi engan sinn líka. Hvergi annars staðar þekkist það að stórt dagblað taki að sér að birta minningargreinar endurgjalds- laust eftir hvern sem er og um hvern sem er. Erlendis einskorðast minningargreinarnar við valdastéttina og eru skrifaðar af blaðamönnum en ekki af aðstandendum hinna látnu (Bythe- wayogjohnson 1996:219). Minningargreinar hafa birst í íslenskum blöðum allt frá því að fyrstu dagblöðin komu til sögunnar. Lengi framan af var form þeirra frem- ur fastmótað og strangar óskráðar reglur giltu um það hverjir máttu skrifa um hvern (Koester 1995:166). Menn skrifuðu ekki um sína allra nánustu og gættu hófsemi í skrifum sínum. Ofgaþjóðin mikla getur nú státað af óform- legu heimsmeti í minningargreinaskrifum. Greinunum fjölgar með hverju árinu sem líður og nú er svo komið að skrifað er um langflesta sem deyja, óháð aldri, kyni og stöðu. A sama 1 Greinin sem hér fer á eftir er unnin upp úr ritgerð minni sem lögð var fram til B.A.-prófs í íslensku vorið 2006 undir handleiðslu Dagnýjar Kristjánsdóttur. Kann ég henni bestu þakkir fýrir hjálpina og samstarfið. tíma hefur form greinanna og inntak tekið breytingum. Nú skrifa menn minningargreinar í formi sendibréfa til látinna ættingja og tala opinskátt um sorg sína og söknuð. Mörgum þykir nóg um sjálfshjal sumra minningar- greinahöfunda og ýmsir hafa gagnrýnt þessa þróun með þeim rökum að persónuleg sorgar- tjáning eigi lítið erindi á síður blaðanna.2 Höf- undar láta sér hins vegar ekki segjast. Áhersla greinanna hefur færst frá hinu samfélagslega til hins persónulega og fastgróin hefð íslenskra minningargreina stendur á krossgötum. 2. Þróun minningargreina I umræðu um minningargreinar á undanförn- um árum hefur oft verið talað um tvær gerðir minningargreina, annars vegar þær gömlu og hefðbundnu sem eiga sterkar rætur í íslenskri sagnahefð og hins vegar þetta nýja form sjálfs- tjáningar sem sótt hefur á undanfarið. Guð- mundur Andri Thorsson (1999) talar annars- vegar um „hefðbundnar minningargreinar“ og hins vegar um „hina nýju minningargrein" og hið sama gera Arnar Árnason, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir í umfjöll- un sinni um minningargreinar (2003). Sjálf lfys 2 Hér má benda á fjölmargar greinar sem skrifaðar hafa verið um þetta efni, m.a. eftir Guðrúnu Egilson (1997 og 2000) og Njörð P. Njarðvík (1999). 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.